Er læknirinn þinn móðursjúkur? Eva Hauksdóttir skrifar 18. júní 2021 10:00 Árið 2012 birti Harpa Hreinsdóttir pistil þar sem hún sagði frá samskiptum sínum við lækni og undarlegum hugmyndum hans um trúnaðarsamband sjúklings og læknis. Læknirinn taldi opinber skrif sjúklings um læknismeðferð sína óviðeigandi og að vegna þess hvernig hún hefði tjáð sig um meðferðina væri trúnaðarsamband þeirra brostið. Hann gæti því ekki lengur annast hana sem læknir. Mér fannst þetta furðulegt og galið en á þeim tíma taldi ég að það hlyti að vera einstakt að læknir hefði þessa afstöðu. Svo er þó ekki. Einmitt þessa dagana er ég að vinna í máli sjúklings sem varð fyrir þeim ósköpum að missa heilsuna í kjölfar aðgerðar sem vonast var til að myndi bæta líðan hans. Eftir að hafa gengið á milli sérfræðinga og beitt öllum viðurkenndum aðferðum til að ná bata ákvað sjúklingurinn að kanna bótarétt sinn, lét lækninn vita af því og tók fram að það væri með fullri vinsemd og án nokkurs kala í garð læknisins. Jafnframt óskaði sjúklingurinn eftir áframhaldandi þjónustu og spurði út í þekktar afleiðingar af aðgerðinni. Vilji sjúklingins stóð alls ekki til þess að fara í stríð við lækninn eða koma á hann höggi heldur að sækja rétt sem sjúklingum er tryggður með lögum. Hvað á læknir að gera ef sjúklingur sakar hann um mistök? Flestum finnst óþægilegt að vera grunaðir um alvarleg mistök eða vanrækslu í starfi og skiljanlegt að það hafi fengið á lækninn að einn af skjólstæðingum hans teldi hann valdan að versnandi ástandi. Oft er hugsanlegt að rekja megi ástand sjúklings til annarra orsaka en þeirrar sem virðist hvað augljósust og í þessu tilviki taldi læknirinn svo vera. Hvað á læknir að gera í þeirri aðstöðu? Að mínu viti hefði læknirinn getað útskýrt afstöðu sína og nefnt möguleikann á að leita álits annars sérfræðings á orsökum versnandi heilsu eftir aðgerðina. Læknirinn hefði líka getað sagt sjúklingnum með fullri vinsemd og virðingu að hann teldi sig ekki hafa gert mistök og myndi láta þá afstöðu uppi við tryggingafélag sitt og/eða fyrir dómi. En þessi læknir brást við á svipaðan hátt og læknir Hörpu Hreinsdóttur. Hann tilkynnti sjúklingnum formlega að trúnaðarsamband þeirra væri nú brostið og því yrði annar læknir að taka við. Ég sé ekki að þessi viðbrögð standist lög og reyndar segir í leiðbeiningum landlæknis um góða starfshætti lækna: Læknir ætti ekki að slíta sambandi við sjúkling nema svo sé komið að brostið trúnaðartraust milli hans og sjúklings valdi því að læknirinn sjái sér ekki fært að veita honum góða læknisþjónustu. Ég gæti skilið að læknir teldi sér illmögulegt að þjóna sjúklingi sem selur lyfin sín en hvernig í ósköpunum verður læknir ófær um að veita góða þjónustu bara vegna þess að sjúklingurinn telur hann hafa gert mistök? Hvað felst í trúnaðarsambandi læknis og sjúklings? Í lögum er á nokkrum stöðum vísað til trúnaðarsambands milli sjúklings og heilbrigðisstarfsmanna. Þannig segir í 1. mgr. 1. gr. laga um réttindi sjúklinga: Markmið laga þessara er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að hér er áherslan á sjúklinginn og rétt hans gagnvart heilbrigðisþjónustunni. Þetta er svo áréttað i seinni málslið 2. mgr. 3. gr. laganna: Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Þessi ábyrgð er lögð á starfsmanninn. Ekki sjúklinginn. Það er ekki sjúklingurinn sem á að sannfæra lækninn um að hann geti treyst sér. Það er heldur ekki skylda sjúklings að sýna lækninum fram á að sjúklingurinn treysti honum. Það er læknirinn (og annað heilbrigðisstarfsfólk) sem á að sýna sjúklingnum, með faglegum vinnubrögðum og framkomu, að hann sé í öruggum höndum og geti reiknað með að fá bestu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita honum. Trúnaðarskylda heilbrigðisstarfsmanna felur í sér annarsvegar þagnarskyldu og hinsvegar skyldu til að fylgja réttum verkferlum og stöðlum þannig að notendur þjónustunnar hafi ekki réttmæta ástæðu til óttast vanrækslu eða mistök. Trúnaðarsamband læknis og sjúklings snýst einfaldlega ekki um lækninn, það snýst um sjúklinginn. Í siðareglum lækna er þetta áréttað. Þar er reyndar líka talað um gagnkvæmar skyldur en ekkert skýrt hvaða skyldu sjúklingur ber gagnvart lækni. Skylda sjúklings virðist fyrst og fremst vera við sjálfan sig og samfélag sitt, t.d. skylda til að misnota ekki lyf og önnur úrræði heilbrigðiskerfisins. Vernda lögin lækna? Auðvitað er heilbrigðsstarfsfólk oft í erfiðri aðstöðu. Til eru erfiðir sjúklingar sem treysta engum, fara ekki eftr leiðbeiningum og ráðgjöf, misnota lyf eða neita að taka þau, koma illa fram við heilbrigðisstarfsfólk, meðtaka ekki eða rangtúlka það sem sagt er við þá og gera óeðlilegar kröfur. Það er augljóslega ömurlegt fyrir þann sem er að reyna að hjálpa að verða fyrir árásum, ósanngjörnum kröfum og tilefnislausum ásökunum. En það er hluti af starfi heilbrigðisstarfsmanna að takast á við erfitt fólk. Engin lög kveða á um sérstaka vernd heilbrigðisstarfsfólks gegn sjúklingum umfram þann rétt sem fólk á almennt gegn sínum samborgurum. Heilbrigðisstarfsfólki er veittur andmælaréttur ef kvartað er undan störfum þess og það á sama rétt og allir aðrir á vernd réttarkerfsins gegn t.d. ofbeldi og meiðyrðum en það á engan sértækan rétt gagnvart sjúklingum sem leiða má af reglum um trúnaðarsamband. Læknir á t.d. ekki rétt á því að sjúklingur fari að ráðum hans, þvert á móti á sjúklingur rétt á að hafna meðferð. Þetta er tekið fram í 7. grein laga um réttindi sjúklinga og í 8. grein er fjallað um það hvernig læknir eigi að bregðast við ef sjúklingur hafnar meðferð. Ef læknir fer eftir lögunum þá ber hann ekki ábyrgð á upplýstri ákvörðun sjúklingsins, í því felst verndin. Sú vernd sem lækni er tryggð felst einfaldlega ekki í neinni skyldu sjúklingsins til að treysta honum. Gott að hafa hugfast Ég er ekkert að hvetja fólk til að kvarta og klaga vegna smávæglegra klaufamistaka sem hafa engin eftirköst. Því síður hvet ég nokkurn mann til að ofsækja lækna og hjúkrunarfólk með ófrægingarherferðum á samfélagsmiðlum. En það skiptir máli að fólk þekki rétt sinn og það er nú þessvegna sem ég tala um þetta. Góð heilsa er meðal mikilvægustu lífsgæða okkar og ef heilbrigðisstarfsfólk bregst þá getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Það skiptir máli að fólk sem telur sig ekki fá rétta eða fullnægjandi heilbrigðisþjónustu geti aflað upplýsinga, tjáð sig um reynslu sína og leitað réttar síns án ótta eða samviskubits. Þessvegna er mikilvægt að notendur heilbrigðisþjónustu séu meðvitaðir um eftirfarandi: Það er læknirinn sem ber þagnarskyldu gagnvart þér - ekki öfugt. Þú mátt tjá þig um eigin sjúkrasögu svo fremi sem þú ferð ekki með aðdróttanir í garð meðferðaraðila. Læknirinn á að sýna að hann sé traustsins verður - ekki öfugt. Þú mátt hætta meðferð og hafna meðferð en það getur vitaskuld haft afleiðingar bæði fyrir heilsu þína og mögulegan bótarétt. Þér ber engin skylda til að treysta lækninum. Það er venjulega skynsamlegt að taka mark á sérfræðingum en ef dómgreind þín segir þér að eitthvað sé ekki eins og það á að vera er sjálfsagt að leita annað. Þú ert ekki að koma lækninum í vandræði með því að kvarta til heilbrigðsstofnunar eða landlæknis. Læknirinn skráir allar upplýsingar sem máli skipta (eða á amk að gera það) og á ekki að vera í neinum vandræðum með að rökstyðja mat sitt og ákvarðanir ef hann hefur ekki gert mistök. Þótt peningar bæti ekki heilsutjón getur skortur á þeim gert afleiðingar læknamistaka enn verri. Mögulega áttu rétt til bóta úr sjúkratryggingum Íslands og ef læknirinn sjálfur er bótaskyldur þá borga tryggingarnar hans tjónið. Það er ekki árás á lækninn þinn þótt þú látir í ljós grun um að hann hafi gert mistök og kannir réttarstöðu þína. Ef læknirinn dömpar þér af því hann þolir ekki gagnrýni þá er það sennilega hann sem er móðursjúkur en ekki þú. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 birti Harpa Hreinsdóttir pistil þar sem hún sagði frá samskiptum sínum við lækni og undarlegum hugmyndum hans um trúnaðarsamband sjúklings og læknis. Læknirinn taldi opinber skrif sjúklings um læknismeðferð sína óviðeigandi og að vegna þess hvernig hún hefði tjáð sig um meðferðina væri trúnaðarsamband þeirra brostið. Hann gæti því ekki lengur annast hana sem læknir. Mér fannst þetta furðulegt og galið en á þeim tíma taldi ég að það hlyti að vera einstakt að læknir hefði þessa afstöðu. Svo er þó ekki. Einmitt þessa dagana er ég að vinna í máli sjúklings sem varð fyrir þeim ósköpum að missa heilsuna í kjölfar aðgerðar sem vonast var til að myndi bæta líðan hans. Eftir að hafa gengið á milli sérfræðinga og beitt öllum viðurkenndum aðferðum til að ná bata ákvað sjúklingurinn að kanna bótarétt sinn, lét lækninn vita af því og tók fram að það væri með fullri vinsemd og án nokkurs kala í garð læknisins. Jafnframt óskaði sjúklingurinn eftir áframhaldandi þjónustu og spurði út í þekktar afleiðingar af aðgerðinni. Vilji sjúklingins stóð alls ekki til þess að fara í stríð við lækninn eða koma á hann höggi heldur að sækja rétt sem sjúklingum er tryggður með lögum. Hvað á læknir að gera ef sjúklingur sakar hann um mistök? Flestum finnst óþægilegt að vera grunaðir um alvarleg mistök eða vanrækslu í starfi og skiljanlegt að það hafi fengið á lækninn að einn af skjólstæðingum hans teldi hann valdan að versnandi ástandi. Oft er hugsanlegt að rekja megi ástand sjúklings til annarra orsaka en þeirrar sem virðist hvað augljósust og í þessu tilviki taldi læknirinn svo vera. Hvað á læknir að gera í þeirri aðstöðu? Að mínu viti hefði læknirinn getað útskýrt afstöðu sína og nefnt möguleikann á að leita álits annars sérfræðings á orsökum versnandi heilsu eftir aðgerðina. Læknirinn hefði líka getað sagt sjúklingnum með fullri vinsemd og virðingu að hann teldi sig ekki hafa gert mistök og myndi láta þá afstöðu uppi við tryggingafélag sitt og/eða fyrir dómi. En þessi læknir brást við á svipaðan hátt og læknir Hörpu Hreinsdóttur. Hann tilkynnti sjúklingnum formlega að trúnaðarsamband þeirra væri nú brostið og því yrði annar læknir að taka við. Ég sé ekki að þessi viðbrögð standist lög og reyndar segir í leiðbeiningum landlæknis um góða starfshætti lækna: Læknir ætti ekki að slíta sambandi við sjúkling nema svo sé komið að brostið trúnaðartraust milli hans og sjúklings valdi því að læknirinn sjái sér ekki fært að veita honum góða læknisþjónustu. Ég gæti skilið að læknir teldi sér illmögulegt að þjóna sjúklingi sem selur lyfin sín en hvernig í ósköpunum verður læknir ófær um að veita góða þjónustu bara vegna þess að sjúklingurinn telur hann hafa gert mistök? Hvað felst í trúnaðarsambandi læknis og sjúklings? Í lögum er á nokkrum stöðum vísað til trúnaðarsambands milli sjúklings og heilbrigðisstarfsmanna. Þannig segir í 1. mgr. 1. gr. laga um réttindi sjúklinga: Markmið laga þessara er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að hér er áherslan á sjúklinginn og rétt hans gagnvart heilbrigðisþjónustunni. Þetta er svo áréttað i seinni málslið 2. mgr. 3. gr. laganna: Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Þessi ábyrgð er lögð á starfsmanninn. Ekki sjúklinginn. Það er ekki sjúklingurinn sem á að sannfæra lækninn um að hann geti treyst sér. Það er heldur ekki skylda sjúklings að sýna lækninum fram á að sjúklingurinn treysti honum. Það er læknirinn (og annað heilbrigðisstarfsfólk) sem á að sýna sjúklingnum, með faglegum vinnubrögðum og framkomu, að hann sé í öruggum höndum og geti reiknað með að fá bestu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita honum. Trúnaðarskylda heilbrigðisstarfsmanna felur í sér annarsvegar þagnarskyldu og hinsvegar skyldu til að fylgja réttum verkferlum og stöðlum þannig að notendur þjónustunnar hafi ekki réttmæta ástæðu til óttast vanrækslu eða mistök. Trúnaðarsamband læknis og sjúklings snýst einfaldlega ekki um lækninn, það snýst um sjúklinginn. Í siðareglum lækna er þetta áréttað. Þar er reyndar líka talað um gagnkvæmar skyldur en ekkert skýrt hvaða skyldu sjúklingur ber gagnvart lækni. Skylda sjúklings virðist fyrst og fremst vera við sjálfan sig og samfélag sitt, t.d. skylda til að misnota ekki lyf og önnur úrræði heilbrigðiskerfisins. Vernda lögin lækna? Auðvitað er heilbrigðsstarfsfólk oft í erfiðri aðstöðu. Til eru erfiðir sjúklingar sem treysta engum, fara ekki eftr leiðbeiningum og ráðgjöf, misnota lyf eða neita að taka þau, koma illa fram við heilbrigðisstarfsfólk, meðtaka ekki eða rangtúlka það sem sagt er við þá og gera óeðlilegar kröfur. Það er augljóslega ömurlegt fyrir þann sem er að reyna að hjálpa að verða fyrir árásum, ósanngjörnum kröfum og tilefnislausum ásökunum. En það er hluti af starfi heilbrigðisstarfsmanna að takast á við erfitt fólk. Engin lög kveða á um sérstaka vernd heilbrigðisstarfsfólks gegn sjúklingum umfram þann rétt sem fólk á almennt gegn sínum samborgurum. Heilbrigðisstarfsfólki er veittur andmælaréttur ef kvartað er undan störfum þess og það á sama rétt og allir aðrir á vernd réttarkerfsins gegn t.d. ofbeldi og meiðyrðum en það á engan sértækan rétt gagnvart sjúklingum sem leiða má af reglum um trúnaðarsamband. Læknir á t.d. ekki rétt á því að sjúklingur fari að ráðum hans, þvert á móti á sjúklingur rétt á að hafna meðferð. Þetta er tekið fram í 7. grein laga um réttindi sjúklinga og í 8. grein er fjallað um það hvernig læknir eigi að bregðast við ef sjúklingur hafnar meðferð. Ef læknir fer eftir lögunum þá ber hann ekki ábyrgð á upplýstri ákvörðun sjúklingsins, í því felst verndin. Sú vernd sem lækni er tryggð felst einfaldlega ekki í neinni skyldu sjúklingsins til að treysta honum. Gott að hafa hugfast Ég er ekkert að hvetja fólk til að kvarta og klaga vegna smávæglegra klaufamistaka sem hafa engin eftirköst. Því síður hvet ég nokkurn mann til að ofsækja lækna og hjúkrunarfólk með ófrægingarherferðum á samfélagsmiðlum. En það skiptir máli að fólk þekki rétt sinn og það er nú þessvegna sem ég tala um þetta. Góð heilsa er meðal mikilvægustu lífsgæða okkar og ef heilbrigðisstarfsfólk bregst þá getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Það skiptir máli að fólk sem telur sig ekki fá rétta eða fullnægjandi heilbrigðisþjónustu geti aflað upplýsinga, tjáð sig um reynslu sína og leitað réttar síns án ótta eða samviskubits. Þessvegna er mikilvægt að notendur heilbrigðisþjónustu séu meðvitaðir um eftirfarandi: Það er læknirinn sem ber þagnarskyldu gagnvart þér - ekki öfugt. Þú mátt tjá þig um eigin sjúkrasögu svo fremi sem þú ferð ekki með aðdróttanir í garð meðferðaraðila. Læknirinn á að sýna að hann sé traustsins verður - ekki öfugt. Þú mátt hætta meðferð og hafna meðferð en það getur vitaskuld haft afleiðingar bæði fyrir heilsu þína og mögulegan bótarétt. Þér ber engin skylda til að treysta lækninum. Það er venjulega skynsamlegt að taka mark á sérfræðingum en ef dómgreind þín segir þér að eitthvað sé ekki eins og það á að vera er sjálfsagt að leita annað. Þú ert ekki að koma lækninum í vandræði með því að kvarta til heilbrigðsstofnunar eða landlæknis. Læknirinn skráir allar upplýsingar sem máli skipta (eða á amk að gera það) og á ekki að vera í neinum vandræðum með að rökstyðja mat sitt og ákvarðanir ef hann hefur ekki gert mistök. Þótt peningar bæti ekki heilsutjón getur skortur á þeim gert afleiðingar læknamistaka enn verri. Mögulega áttu rétt til bóta úr sjúkratryggingum Íslands og ef læknirinn sjálfur er bótaskyldur þá borga tryggingarnar hans tjónið. Það er ekki árás á lækninn þinn þótt þú látir í ljós grun um að hann hafi gert mistök og kannir réttarstöðu þína. Ef læknirinn dömpar þér af því hann þolir ekki gagnrýni þá er það sennilega hann sem er móðursjúkur en ekki þú. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar