Við verðum að þora að aðgreina samfélagshópa Þórarinn Hjartarson skrifar 21. júní 2021 09:01 Vistfélagið Þorpið í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur öðlast kjark og þor til þess að aðgreina samfélagshópa. Bræðraborgarstígur 1-3 var keyptur á 270 milljónir íslenskra króna og mun koma til með að hýsa “konur sem geta varið efri árunum umkringdar öðrum konum með sömu lífsgildi; feminísma, sjálfbærni og samstöðu.” Loksins er komið úrræði fyrir sérstakan hóp á sérstökum aldri með sérstakar skoðanir. Þrátt fyrir þrotlausar umræður um jafnrétti er enn langt í land. Hvenær og hvernig ætlum við sem samfélag að takast á við þennan vanda? Svarið er einfalt: Jafnrétti verður náð með aðgreiningu þar sem skapaðar eru sérstakar reglur og kjör fyrir sérstaka hópa. Hugsjónin á Bræðraborgarstíg er skref í rétta átt. En heillarráð Þorpsins er hins vegar ekki nóg. Við þurfum að spyrja okkur stærri spurninga. Undirritaður kallar eftir því að þessi hugsjón sé yfirfærð á samfélagið í heild sinni. Við þurfum að byggja og niðurgreiða sérstök bæjarfélög fyrir sérstaka hópa. Konur gætu til að mynda búið í bæjarhlutum þar sem þær myndu ekki þurfa að verða fyrir aðkasti fólks með mismunandi skoðanir og takast loks að úthýsa öllum þeim eitruðu hugmyndum sem alla jafna fylgir karlmönnum og karlmennsku. Fólk af mismunandi kynþáttum gætu átt sín eigin hverfi og myndu einungis þurfa að eiga samneyti við fólk af sama uppruna. Áður fyrr gripu Bandaríkjamenn til þess ráðs að skýla ákveðnum hópum fyrir afskiptum annarra hópa. Til þess að ná framförum þurfum við að grípa til viðlíka aðgerða. Frjáls markaður getur ekki framkallað þessar breytingar. Stjórnvöld þurfa að taka ábyrgð og niðurgreiða húsnæði fyrir hópa sem líkar illa við aðra hópa. Það er löngu orðið tímabært að ráðast í breytingar. Hugsum stórt. Þorum. Aðgreinum í þágu framfara. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vistfélagið Þorpið í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur öðlast kjark og þor til þess að aðgreina samfélagshópa. Bræðraborgarstígur 1-3 var keyptur á 270 milljónir íslenskra króna og mun koma til með að hýsa “konur sem geta varið efri árunum umkringdar öðrum konum með sömu lífsgildi; feminísma, sjálfbærni og samstöðu.” Loksins er komið úrræði fyrir sérstakan hóp á sérstökum aldri með sérstakar skoðanir. Þrátt fyrir þrotlausar umræður um jafnrétti er enn langt í land. Hvenær og hvernig ætlum við sem samfélag að takast á við þennan vanda? Svarið er einfalt: Jafnrétti verður náð með aðgreiningu þar sem skapaðar eru sérstakar reglur og kjör fyrir sérstaka hópa. Hugsjónin á Bræðraborgarstíg er skref í rétta átt. En heillarráð Þorpsins er hins vegar ekki nóg. Við þurfum að spyrja okkur stærri spurninga. Undirritaður kallar eftir því að þessi hugsjón sé yfirfærð á samfélagið í heild sinni. Við þurfum að byggja og niðurgreiða sérstök bæjarfélög fyrir sérstaka hópa. Konur gætu til að mynda búið í bæjarhlutum þar sem þær myndu ekki þurfa að verða fyrir aðkasti fólks með mismunandi skoðanir og takast loks að úthýsa öllum þeim eitruðu hugmyndum sem alla jafna fylgir karlmönnum og karlmennsku. Fólk af mismunandi kynþáttum gætu átt sín eigin hverfi og myndu einungis þurfa að eiga samneyti við fólk af sama uppruna. Áður fyrr gripu Bandaríkjamenn til þess ráðs að skýla ákveðnum hópum fyrir afskiptum annarra hópa. Til þess að ná framförum þurfum við að grípa til viðlíka aðgerða. Frjáls markaður getur ekki framkallað þessar breytingar. Stjórnvöld þurfa að taka ábyrgð og niðurgreiða húsnæði fyrir hópa sem líkar illa við aðra hópa. Það er löngu orðið tímabært að ráðast í breytingar. Hugsum stórt. Þorum. Aðgreinum í þágu framfara. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar