Ætlar Landsréttur að knýja fólk til hefndar? Eva Hauksdóttir skrifar 22. júní 2021 10:00 Þann 18. júní sl. staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur að barnaverndarnefnd hefði brotið gegn friðhelgi einkalífs og heimilis við vistun barns utan heimilis. Afskipti barnaverndarnefndar hófust vegna gruns um að áverkar, sem barnið fékk að sögn foreldra við fall, væru í raun afleiðing ungbarnahristings. Málið var fellt niður á rannsóknarstigi. Taldi Landsréttur að efni hefðu verið til afskipta en að barnaverndarnefnd hefði brotið gegn málsmeðferðarreglum og vistun barnsins staðið lengur en þörf var á. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ólögmæt meingjörð gagnvart fjölskyldunni hefði falist í framgöngu barnaverndarnefndar, sem auk þess að viðhalda álitshnekki og lengja andlegar þjáningar fjölskyldumeðlima leiddi til þess að fólkið gat í raun ekki ráðið búsetu sinni. Landsréttur ákvað þó, án þess að rökstyðja það í neinu, að lækka þær miskabætur sem dæmdar höfðu verið í héraði, úr 2.000.000 kr. handa hverjum fjölskyldumeðlim, í 1.000.000 kr. Þetta er nú meiri hörmungin en því miður er þetta ekki eina dæmið um að Landsréttur lækki miskabætur sem dæmdar voru í héraði. Sú spurning hlýtur að vakna hvaða viðhorf búi að baki. Álíta dómarar, eins og svo margir aðrir, að miskabætur séu eiginlega ekki alvöru réttindi, heldur hálfgerð fjárkúgun af hálfu þeirra sem misgert er við? "Ég ætla samt ekkert að reyna að græða ..." Í íslenskum rétti gildir sú regla að menn skuli bæta fyrir skaðaverk sem þeir valda, nema sérstakar ástæður réttlæti gjörðir þeirra. Þessi regla gildir einnig um lögaðila. Flestir virðast álíta þetta sjálfsagt og eðlilegt í þeim tilvikum sem auðvelt er að meta tjónið til fjár. Flestum sem lenda í árekstri, þar sem hinn ökumaðurinn braut umferðarlög, finnst sanngjarnt að fá bætur fyrir ónýtan bíl og útgjöld vegna læknismeðferðar endurgreidd. Öðru máli gegnir um miska (miski er ófjárhagslegt tjón) sem fólk verður helst fyrir þegar brotið er gegn friðhelgi einkalífs og heimilis. Fólk sem situr uppi með laskað mannorð, skerta atvinnumöguleika, sködduð kærleikssambönd, ónýtt félagslíf og andlegt niðurbrot, segir oft eitthvað í þessa veru: "Mér finnst ég verða verja mig , leita réttar míns, - en ég er ekki að reyna að græða á þessu." Mörgum finnst eitthvað vandræðalegt við að krefjast peninga án þess að geta framvísað greiðslukvittun eða sýnt áverka. Gott og vel. Þú ert ekki að seilast eftir peningum. Hvað viltu þá? Að skúrkurinn skammist sín? Já, auðvitað, og stundum getur sáttameðferð leitt til þess, en ekki alltaf. Og hvað er þá til ráða? Safna liði og hefna? Það er bara ekkert í boði. Við búum í réttarríki og það merkir að þegar misgjörðamaður þinn viðurkennir ekki að hafa brotið gegn þér þarftu að biðja dómstóla að viðurkenna það og sjá um að hann fái makleg málagjöld, í formi refsingar og/eða greiðslu bóta. Það má deila um hversu heppilegt þetta fyrirkomulag er en þetta er sú leið sem siðað samfélag notar til að bæta hlut þeirra sem brotið er gegn. Það er auðvitað hægt að hafna þeirri lausn og efna frekar til réttarhalda á Twitter en það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir meintan ódám heldur einnig þolandann og jafnvel óviðkomandi fólk. Miskabætur eru úrræði réttaríkis til að rétta hlut þeirra sem verða að ósekju fyrir framkomu sem skaðar orðspor þeirra og einkalíf. Forfeður okkar tóku upp þetta fyrirkomulag vegna þess að það var talið skárra en að menn gerðu út um slík mál með vopnavaldi eða ofsóknum gagnvart misgjörðamönnum sínum. Það ber ekki vott um ágirnd eða hefndafýsn að kefjast miskabóta, þvert á móti felur miskabótakrafa í sér sáttarboð. Ekki fyrirgefningu heldur sátt í þeirri merkingu að deilumálum ljúki og þolandinn geti snúið sér að því að byggja upp það sem brotið er. Það eina sem er athugavert við miskabætur er að þær eru oftast of lágar til þess að færa þolandanum þann frið sem þeim er ætlað. Skilja dómarar þetta kannski ekki nógu vel? Af hverju eru miskabætur svo lágar sem raun ber vitni? Getur verið að of marga dómara skorti hreinlega skilning á því hvað felst í rétti fólks til friðhelgi einkalífs, heimilis, líkama og æru? Það er engu líkara en að dómarastéttin skilji ekki nauðsyn þess að vernda sæmd borgaranna. Reyndar eru til ánægjulegar undantekningaar, t.d. dæmdi Hæstiréttur dómara miskabætur upp á 700.000 kr. í desember 2017, fyrir það að ráðherra hafði brotið gegn málsmeðferðarreglum við skipun dómara. Það er sárt að fá ekki starf sem maður sækist eftir og lágmark að réttum reglum sé fylgt. (Ég ætlaði að segja eitthvað viðeigandi um samkennd með kollegum en mér förlast háttvís tunga.) Það sem af er árinu hefur Landsréttur ítrekað lækkað miskabætur sem dæmdar hafa verið í héraði vegna brota gegn rétti fólks til einkalífs og mannvirðingar. Í febrúar lækkaði Landsréttur miskabætur vegna meiðandi háttsemi foreldris gagnvart barni úr 200.000 kr. í 100.000 kr. Í mars lækkaði dómurinn bætur vegna ærumeiðinga úr 200.000 kr. í 100.000 kr. og viku síðar voru miskabætur vegna nauðgunar lækkaðar úr 3.000.000 kr. í 2.000.000 kr. Nú síðast voru miskabætur lækkaðar úr 2.000.000 í 1.000.000 vegna ólögmætra aðgerða barnaverndarnefndar. (Ég hef ekki skoðað alla dóma vera má að dæmin séu fleiri.) Stundum hefur Landsréttur hækkað miskabætur frá héraðsdómi en þær eru aldrei háar. Miski vegna nauðgana og hrottalegra líkamsárása er sjaldan metinn á meira en 2.000.000 kr. og oft miklu minna. Þeir sem fá dæmdar miskabætur vegna ólögmætra uppsagna og ærumeiðinga geta reiknað með að koma út í tapi því raunverulegur málskostnaður er oft hærri en dómstólar viðurkenna og smánarbætur duga ekki einu sinni fyrir því sem út af stendur. Lágar miskabætur og ítrekaðar lækkanir vekja áhyggjur af því að of marga dómara skorti skilning á tilgangi og eðli miskabóta. Þetta skiptir máli, bæði fyrir þá sem brotið er gegn og fyrir samfélagið allt. Hættan er nefnilega sú að ef misgjörðir gegn sæmdarkennd borgaranna eru ekki teknar alvarlega, þá gefist fólk upp á að leita réttar síns fyrir dómi. Rökrétt viðbrögð verða þá að færa réttarhöldin yfir á samfélagsmiðla, eða í bókstaflegum skilningi að safna liði og hefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Dómstólar Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 18. júní sl. staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur að barnaverndarnefnd hefði brotið gegn friðhelgi einkalífs og heimilis við vistun barns utan heimilis. Afskipti barnaverndarnefndar hófust vegna gruns um að áverkar, sem barnið fékk að sögn foreldra við fall, væru í raun afleiðing ungbarnahristings. Málið var fellt niður á rannsóknarstigi. Taldi Landsréttur að efni hefðu verið til afskipta en að barnaverndarnefnd hefði brotið gegn málsmeðferðarreglum og vistun barnsins staðið lengur en þörf var á. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ólögmæt meingjörð gagnvart fjölskyldunni hefði falist í framgöngu barnaverndarnefndar, sem auk þess að viðhalda álitshnekki og lengja andlegar þjáningar fjölskyldumeðlima leiddi til þess að fólkið gat í raun ekki ráðið búsetu sinni. Landsréttur ákvað þó, án þess að rökstyðja það í neinu, að lækka þær miskabætur sem dæmdar höfðu verið í héraði, úr 2.000.000 kr. handa hverjum fjölskyldumeðlim, í 1.000.000 kr. Þetta er nú meiri hörmungin en því miður er þetta ekki eina dæmið um að Landsréttur lækki miskabætur sem dæmdar voru í héraði. Sú spurning hlýtur að vakna hvaða viðhorf búi að baki. Álíta dómarar, eins og svo margir aðrir, að miskabætur séu eiginlega ekki alvöru réttindi, heldur hálfgerð fjárkúgun af hálfu þeirra sem misgert er við? "Ég ætla samt ekkert að reyna að græða ..." Í íslenskum rétti gildir sú regla að menn skuli bæta fyrir skaðaverk sem þeir valda, nema sérstakar ástæður réttlæti gjörðir þeirra. Þessi regla gildir einnig um lögaðila. Flestir virðast álíta þetta sjálfsagt og eðlilegt í þeim tilvikum sem auðvelt er að meta tjónið til fjár. Flestum sem lenda í árekstri, þar sem hinn ökumaðurinn braut umferðarlög, finnst sanngjarnt að fá bætur fyrir ónýtan bíl og útgjöld vegna læknismeðferðar endurgreidd. Öðru máli gegnir um miska (miski er ófjárhagslegt tjón) sem fólk verður helst fyrir þegar brotið er gegn friðhelgi einkalífs og heimilis. Fólk sem situr uppi með laskað mannorð, skerta atvinnumöguleika, sködduð kærleikssambönd, ónýtt félagslíf og andlegt niðurbrot, segir oft eitthvað í þessa veru: "Mér finnst ég verða verja mig , leita réttar míns, - en ég er ekki að reyna að græða á þessu." Mörgum finnst eitthvað vandræðalegt við að krefjast peninga án þess að geta framvísað greiðslukvittun eða sýnt áverka. Gott og vel. Þú ert ekki að seilast eftir peningum. Hvað viltu þá? Að skúrkurinn skammist sín? Já, auðvitað, og stundum getur sáttameðferð leitt til þess, en ekki alltaf. Og hvað er þá til ráða? Safna liði og hefna? Það er bara ekkert í boði. Við búum í réttarríki og það merkir að þegar misgjörðamaður þinn viðurkennir ekki að hafa brotið gegn þér þarftu að biðja dómstóla að viðurkenna það og sjá um að hann fái makleg málagjöld, í formi refsingar og/eða greiðslu bóta. Það má deila um hversu heppilegt þetta fyrirkomulag er en þetta er sú leið sem siðað samfélag notar til að bæta hlut þeirra sem brotið er gegn. Það er auðvitað hægt að hafna þeirri lausn og efna frekar til réttarhalda á Twitter en það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir meintan ódám heldur einnig þolandann og jafnvel óviðkomandi fólk. Miskabætur eru úrræði réttaríkis til að rétta hlut þeirra sem verða að ósekju fyrir framkomu sem skaðar orðspor þeirra og einkalíf. Forfeður okkar tóku upp þetta fyrirkomulag vegna þess að það var talið skárra en að menn gerðu út um slík mál með vopnavaldi eða ofsóknum gagnvart misgjörðamönnum sínum. Það ber ekki vott um ágirnd eða hefndafýsn að kefjast miskabóta, þvert á móti felur miskabótakrafa í sér sáttarboð. Ekki fyrirgefningu heldur sátt í þeirri merkingu að deilumálum ljúki og þolandinn geti snúið sér að því að byggja upp það sem brotið er. Það eina sem er athugavert við miskabætur er að þær eru oftast of lágar til þess að færa þolandanum þann frið sem þeim er ætlað. Skilja dómarar þetta kannski ekki nógu vel? Af hverju eru miskabætur svo lágar sem raun ber vitni? Getur verið að of marga dómara skorti hreinlega skilning á því hvað felst í rétti fólks til friðhelgi einkalífs, heimilis, líkama og æru? Það er engu líkara en að dómarastéttin skilji ekki nauðsyn þess að vernda sæmd borgaranna. Reyndar eru til ánægjulegar undantekningaar, t.d. dæmdi Hæstiréttur dómara miskabætur upp á 700.000 kr. í desember 2017, fyrir það að ráðherra hafði brotið gegn málsmeðferðarreglum við skipun dómara. Það er sárt að fá ekki starf sem maður sækist eftir og lágmark að réttum reglum sé fylgt. (Ég ætlaði að segja eitthvað viðeigandi um samkennd með kollegum en mér förlast háttvís tunga.) Það sem af er árinu hefur Landsréttur ítrekað lækkað miskabætur sem dæmdar hafa verið í héraði vegna brota gegn rétti fólks til einkalífs og mannvirðingar. Í febrúar lækkaði Landsréttur miskabætur vegna meiðandi háttsemi foreldris gagnvart barni úr 200.000 kr. í 100.000 kr. Í mars lækkaði dómurinn bætur vegna ærumeiðinga úr 200.000 kr. í 100.000 kr. og viku síðar voru miskabætur vegna nauðgunar lækkaðar úr 3.000.000 kr. í 2.000.000 kr. Nú síðast voru miskabætur lækkaðar úr 2.000.000 í 1.000.000 vegna ólögmætra aðgerða barnaverndarnefndar. (Ég hef ekki skoðað alla dóma vera má að dæmin séu fleiri.) Stundum hefur Landsréttur hækkað miskabætur frá héraðsdómi en þær eru aldrei háar. Miski vegna nauðgana og hrottalegra líkamsárása er sjaldan metinn á meira en 2.000.000 kr. og oft miklu minna. Þeir sem fá dæmdar miskabætur vegna ólögmætra uppsagna og ærumeiðinga geta reiknað með að koma út í tapi því raunverulegur málskostnaður er oft hærri en dómstólar viðurkenna og smánarbætur duga ekki einu sinni fyrir því sem út af stendur. Lágar miskabætur og ítrekaðar lækkanir vekja áhyggjur af því að of marga dómara skorti skilning á tilgangi og eðli miskabóta. Þetta skiptir máli, bæði fyrir þá sem brotið er gegn og fyrir samfélagið allt. Hættan er nefnilega sú að ef misgjörðir gegn sæmdarkennd borgaranna eru ekki teknar alvarlega, þá gefist fólk upp á að leita réttar síns fyrir dómi. Rökrétt viðbrögð verða þá að færa réttarhöldin yfir á samfélagsmiðla, eða í bókstaflegum skilningi að safna liði og hefna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun