Telur engar líkur á frjálsum kosningum í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 18:02 Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva. Hann er staddur í Bandaríkjunum til að gangast undir læknismeðferð. AP/Alfredo Zuniga Ríkisstjórn Daniels Ortega í Níkaragva hneppti Maríu Fernöndu Lanzas, fyrrverandi forsetafrú landsins, í stofufangelsi í gær. Annar fyrrverandi forseti landsins segir útilokað að forsetakosningar í haust verði frjálsar í ljósi herferðar Ortega gegn stjórnarnandstöðunni. Á annan tug líklegra keppinauta Ortega í forsetakosningum í nóvember og áberandi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn á undanförnum vikum. Flestir þeirra handteknu eru sakaðir um glæpi gegn sjálfstæðis og fullveldi Níkaragva á grundvelli umdeildra landráðalaga sem Ortega keyrði í gegn í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lanzas en hún er sökuð um glæpi gegn ríkinu. Í yfirlýsingu lögreglunnar sagði að Lanzas yrði í haldi á meðan ásakanir á hendur henni væru rannsakaðar. Ekki kom fram hvar Arnoldo Aleman, eiginmaður hennar og fyrrverandi forseti, væri niður kominn, að sögn AP-fréttastofunnar. Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni virðist ætlað að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir forsetakosningarnar í haust. Líklegt er talið að Ortega sækist þá eftir endurkjöri en hann hefur setið á forsetastóli sleitulaust frá 2007. Hann lét breyta stjórnarskrá til þess að hann gæti boðið sig fram til þriðja kjörtímabils fyrir síðustu kosningar. Nú hefur stjórn Ortega einnig útilokað stjórnmálaflokk breiðfylkingar stjórnarandstöðunnar frá kjörseðlinum í haust. Ekki raunverulegar kosningar Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva og rithöfundur, segir nú útilokað að kosningarnar í haust verði frjálsar. Það sem sem stjórnarandstaðan áorkaði með því að taka þátt í þeim væri að veita endurkjöri Ortega lögmæti. Hann sakar Ortega um að koma á ógnarstjórn í Níkaragva sem komi í veg fyrir að fólk geti talað saman hreinskilnislega á götum úti og að forsetinn umberi ekkert pólitískt andóf. „Kosningar þar sem meirihluti frambjóðendanna gegn Ortega eru í fangelsi geta ekki verið kosningar,“ sagði Ramírez en nú sitja fimm forsetaframbjóðendur í haldi stjórnar Ortega. Níkaragvönsk yfirvöld kölluðu Ramírez til að bera vitni í peningaþvættismáli þeirra gegn Cristiönu Chamorro, eins forsetaframbjóðenda stjórnarandstöðunnar. Hún er dóttir Violetu Chamorro sem lagði Ortega að velli í forsetakosningum árið 1990. Níkaragva Tengdar fréttir Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49 Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Á annan tug líklegra keppinauta Ortega í forsetakosningum í nóvember og áberandi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn á undanförnum vikum. Flestir þeirra handteknu eru sakaðir um glæpi gegn sjálfstæðis og fullveldi Níkaragva á grundvelli umdeildra landráðalaga sem Ortega keyrði í gegn í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lanzas en hún er sökuð um glæpi gegn ríkinu. Í yfirlýsingu lögreglunnar sagði að Lanzas yrði í haldi á meðan ásakanir á hendur henni væru rannsakaðar. Ekki kom fram hvar Arnoldo Aleman, eiginmaður hennar og fyrrverandi forseti, væri niður kominn, að sögn AP-fréttastofunnar. Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni virðist ætlað að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir forsetakosningarnar í haust. Líklegt er talið að Ortega sækist þá eftir endurkjöri en hann hefur setið á forsetastóli sleitulaust frá 2007. Hann lét breyta stjórnarskrá til þess að hann gæti boðið sig fram til þriðja kjörtímabils fyrir síðustu kosningar. Nú hefur stjórn Ortega einnig útilokað stjórnmálaflokk breiðfylkingar stjórnarandstöðunnar frá kjörseðlinum í haust. Ekki raunverulegar kosningar Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva og rithöfundur, segir nú útilokað að kosningarnar í haust verði frjálsar. Það sem sem stjórnarandstaðan áorkaði með því að taka þátt í þeim væri að veita endurkjöri Ortega lögmæti. Hann sakar Ortega um að koma á ógnarstjórn í Níkaragva sem komi í veg fyrir að fólk geti talað saman hreinskilnislega á götum úti og að forsetinn umberi ekkert pólitískt andóf. „Kosningar þar sem meirihluti frambjóðendanna gegn Ortega eru í fangelsi geta ekki verið kosningar,“ sagði Ramírez en nú sitja fimm forsetaframbjóðendur í haldi stjórnar Ortega. Níkaragvönsk yfirvöld kölluðu Ramírez til að bera vitni í peningaþvættismáli þeirra gegn Cristiönu Chamorro, eins forsetaframbjóðenda stjórnarandstöðunnar. Hún er dóttir Violetu Chamorro sem lagði Ortega að velli í forsetakosningum árið 1990.
Níkaragva Tengdar fréttir Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49 Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49
Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent