Klókir kjúklingasalar auglýsa á besta stað í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 14:15 Vart er hægt að finna kjúklingaauglýsingunni betri stað en í Laugardalshöll þangað sem þúsundir manna leggja nú leið sína með reglubundnum hætti. Vísir/Vésteinn Auglýsing fyrir kjúklingastað er nú meðal þess sem birtist á stjórum skjá inni í stóra sal Laugardalshallar og tekur á móti höfuðborgarbúum sem hyggjast láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir kjúklingastaðinn hafa átt hugmyndina að birtingu auglýsingarinnar, sem vel hafi verið tekið í. Það vakti athygli blaðamanns, þegar hann lagði leið sína í höllina í dag til að fá seinni skammt af bóluefni Pfizer, að inni í stóra bólusetningarsalnum var auglýsing frá kjúklingastaðnum BK Kjúklingi uppi á skjánum. Þegar fyrri bólusetningin fór fram hafði nefnilega verið í gangi beint streymi Ríkisútvarpsins frá eldstöðvunum í Geldingadölum. Auglýsing kjúklingastaðarins var þó ekki það eina sem prýddi skjáinn, heldur einnig auglýsing frá góðgerðarsamtökunum Unicef, auk merkis sjálfrar Laugardalshallarinnar. Hér hlýtur að vera um að ræða nokkuð óvenjulega en jafnframt áhugaverða leið til að markaðssetja sig, þar sem fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Laugardalshöll til að fá bólusetningu, og margir tvisvar. Matsölustaðurinn sá tækifæri Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar, segir í samtali við Vísi að auglýsingin hafi birst fyrst í dag. BK Kjúklingur hafi átt frumkvæðið og haft samband við rekstraraðila hússins með það í huga að fá auglýsinguna birta. Hugmynd sem vel var tekið í, enda gott að hafa eitthvað á skjánum til þess að róa taugar þeirra allra sprautuhræddustu. „Það var þarna auglýsing frá Unicef. Svo kom einhver frá BK og sá þarna tækifæri og við sögðum, af hverju ekki bara að leyfa þeim að prófa? Ef við fáum einhver neikvæð viðbrögð við þessu, þá bara slökkvum við á þessu,“ segir Birgir. Skjárinn gnæfir yfir bólusettum skaranum í höllinni.Vísir/Vésteinn Hann segir ekki miklar tekjur af auglýsingasölunni og þær fari eingöngu upp í rekstur á skjánum, þar sem ýmiskonar sjónvarpsefni hefur verið sýnt meðan fólk flæðir inn og út úr salnum undir vel skipulagðri stjórn starfsmanna heilsugæslunnar. „Við erum bara að reyna að fá fólk til að hætta að hugsa um nálina sem er að nálgast sig,“ segir Birgir. Í tilfelli þess sem hér skrifar, og velti vöngum yfir auglýsingunni og tók vart eftir sprautunni, gekk það fullkomlega upp. Laugardalshöll sniðin að verkefninu Birgir segir samstarf Laugardalshallarinnar við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ganga óaðfinnanlega. „Við erum mjög ánægð hvað það gengur vel í bólusetningum. Við vitum að eftir helgi verða stærstu dagarnir sem hafa komið. Við erum bara tilbúin að taka á móti öllum þessum fjölda með heilsugæslunni.“ Hann segir húsnæði Laugardalshallar hafa hentað vel í fjöldabólusetningarnar sem þar hafa farið fram síðustu vikur og mánuði, enda viti fólk almennt hvar höllin er og nóg sé af bílastæðum í næsta nágrenni. Bólusetningar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Það vakti athygli blaðamanns, þegar hann lagði leið sína í höllina í dag til að fá seinni skammt af bóluefni Pfizer, að inni í stóra bólusetningarsalnum var auglýsing frá kjúklingastaðnum BK Kjúklingi uppi á skjánum. Þegar fyrri bólusetningin fór fram hafði nefnilega verið í gangi beint streymi Ríkisútvarpsins frá eldstöðvunum í Geldingadölum. Auglýsing kjúklingastaðarins var þó ekki það eina sem prýddi skjáinn, heldur einnig auglýsing frá góðgerðarsamtökunum Unicef, auk merkis sjálfrar Laugardalshallarinnar. Hér hlýtur að vera um að ræða nokkuð óvenjulega en jafnframt áhugaverða leið til að markaðssetja sig, þar sem fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Laugardalshöll til að fá bólusetningu, og margir tvisvar. Matsölustaðurinn sá tækifæri Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar, segir í samtali við Vísi að auglýsingin hafi birst fyrst í dag. BK Kjúklingur hafi átt frumkvæðið og haft samband við rekstraraðila hússins með það í huga að fá auglýsinguna birta. Hugmynd sem vel var tekið í, enda gott að hafa eitthvað á skjánum til þess að róa taugar þeirra allra sprautuhræddustu. „Það var þarna auglýsing frá Unicef. Svo kom einhver frá BK og sá þarna tækifæri og við sögðum, af hverju ekki bara að leyfa þeim að prófa? Ef við fáum einhver neikvæð viðbrögð við þessu, þá bara slökkvum við á þessu,“ segir Birgir. Skjárinn gnæfir yfir bólusettum skaranum í höllinni.Vísir/Vésteinn Hann segir ekki miklar tekjur af auglýsingasölunni og þær fari eingöngu upp í rekstur á skjánum, þar sem ýmiskonar sjónvarpsefni hefur verið sýnt meðan fólk flæðir inn og út úr salnum undir vel skipulagðri stjórn starfsmanna heilsugæslunnar. „Við erum bara að reyna að fá fólk til að hætta að hugsa um nálina sem er að nálgast sig,“ segir Birgir. Í tilfelli þess sem hér skrifar, og velti vöngum yfir auglýsingunni og tók vart eftir sprautunni, gekk það fullkomlega upp. Laugardalshöll sniðin að verkefninu Birgir segir samstarf Laugardalshallarinnar við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ganga óaðfinnanlega. „Við erum mjög ánægð hvað það gengur vel í bólusetningum. Við vitum að eftir helgi verða stærstu dagarnir sem hafa komið. Við erum bara tilbúin að taka á móti öllum þessum fjölda með heilsugæslunni.“ Hann segir húsnæði Laugardalshallar hafa hentað vel í fjöldabólusetningarnar sem þar hafa farið fram síðustu vikur og mánuði, enda viti fólk almennt hvar höllin er og nóg sé af bílastæðum í næsta nágrenni.
Bólusetningar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira