Loksins hnigu Sólirnar til viðar Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 07:30 Paul George sækir að körfunni en Deandre Ayton reynir að verjast. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Clippers eru orðnir þaulæfðir í því að lenda 2-0 undir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en ná alltaf að svara fyrir sig. Þeir unnu Phoenix Suns 106-92 í nótt í úrslitum vesturdeildarinnar og minnkuðu muninn í 2-1. Utah Jazz og Dallas Mavericks komust bæði í 2-0 gegn Clippers í úrslitakeppninni í ár en voru svo slegin út. Clippers er fyrsta liðið í sögu NBA sem lendir 2-0 undir í þremur einvígum í sömu úrslitakeppni en nær alltaf að vinna þriðja leikinn. Nú er stefnan sett á að jafna einvígið við Phoenix á laugardagskvöld, rétt eins og í hinum tveimur einvígunum. The @LAClippers are the first team in NBA history to win Game 3 after trailing 0-2 three times in the same postseason. pic.twitter.com/Kg96zoRO4s— NBA History (@NBAHistory) June 25, 2021 Phoenix hafði unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni sem er met í sögu félagsins. Í nótt stungu Clippers hins vegar af í þriðja leikhluta. Paul George jafnaði sig eftir að hafa klikkað á vítalínunni á ögurstundu í síðasta leik gegn Phoenix. Hann fór fyrir Clippers og skoraði 27 stig, þar á meðal flautuþrist í lok þriðja leikhluta. George tók líka 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Liðið er enn án Kawhi Leonard sem glímir við hnémeiðsli. Paul George from HALFCOURT to beat the 3Q buzzer in the @LAClippers Game 3 win!#PhantomCam #NBAPlayoffs #ThatsGame pic.twitter.com/0ZGedrYwhR— NBA (@NBA) June 25, 2021 Chris Paul sneri hins vegar aftur í lið Phoenix eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum einvígisins vegna sóttvarnaráðstafana. Fyrrverandi stuðningsmenn hans í Staples Center bauluðu á hann en Paul hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í opnum leik og endaði með 15 stig og 12 stoðsendingar. „Ég verð að gera betur. Ég skaut skelfilega. Maður sá alveg að þeir höfðu mikið meiri orku. Ég þarf að ná upp sama krafti,“ sagði Paul. Cameron Payne, sem hafði fyllt svo vel í skarðið fyrir Paul í fyrstu tveimur leikjunum, fór meiddur af velli vegna ökklameiðsla eftir að hafa spilað í aðeins fjórar mínútur. Clippers voru undir í hálfleik en komust fljótlega yfir í þriðja leikhluta og skoruðu 11 stig í röð um miðjan leikhlutann, sem kom þeim í 71-56. Í lokaleikhlutanum náði Phoenix mest að minnka muninn í sex stig en lítil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Utah Jazz og Dallas Mavericks komust bæði í 2-0 gegn Clippers í úrslitakeppninni í ár en voru svo slegin út. Clippers er fyrsta liðið í sögu NBA sem lendir 2-0 undir í þremur einvígum í sömu úrslitakeppni en nær alltaf að vinna þriðja leikinn. Nú er stefnan sett á að jafna einvígið við Phoenix á laugardagskvöld, rétt eins og í hinum tveimur einvígunum. The @LAClippers are the first team in NBA history to win Game 3 after trailing 0-2 three times in the same postseason. pic.twitter.com/Kg96zoRO4s— NBA History (@NBAHistory) June 25, 2021 Phoenix hafði unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni sem er met í sögu félagsins. Í nótt stungu Clippers hins vegar af í þriðja leikhluta. Paul George jafnaði sig eftir að hafa klikkað á vítalínunni á ögurstundu í síðasta leik gegn Phoenix. Hann fór fyrir Clippers og skoraði 27 stig, þar á meðal flautuþrist í lok þriðja leikhluta. George tók líka 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Liðið er enn án Kawhi Leonard sem glímir við hnémeiðsli. Paul George from HALFCOURT to beat the 3Q buzzer in the @LAClippers Game 3 win!#PhantomCam #NBAPlayoffs #ThatsGame pic.twitter.com/0ZGedrYwhR— NBA (@NBA) June 25, 2021 Chris Paul sneri hins vegar aftur í lið Phoenix eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum einvígisins vegna sóttvarnaráðstafana. Fyrrverandi stuðningsmenn hans í Staples Center bauluðu á hann en Paul hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í opnum leik og endaði með 15 stig og 12 stoðsendingar. „Ég verð að gera betur. Ég skaut skelfilega. Maður sá alveg að þeir höfðu mikið meiri orku. Ég þarf að ná upp sama krafti,“ sagði Paul. Cameron Payne, sem hafði fyllt svo vel í skarðið fyrir Paul í fyrstu tveimur leikjunum, fór meiddur af velli vegna ökklameiðsla eftir að hafa spilað í aðeins fjórar mínútur. Clippers voru undir í hálfleik en komust fljótlega yfir í þriðja leikhluta og skoruðu 11 stig í röð um miðjan leikhlutann, sem kom þeim í 71-56. Í lokaleikhlutanum náði Phoenix mest að minnka muninn í sex stig en lítil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira