Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Snorri Másson skrifar 25. júní 2021 13:50 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. Ríkislögreglustjóra hefur verið falið af dómsmálaráðuneytinu að endurskoða verklagsreglur í kringum afhendingu lögreglu á gögnum til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin kvað upp úr um það í áliti sínu nýverið að lögreglumenn á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var staddur í samkvæmi, hefðu farið fram með ámælisverðum hætti. „Ekki verið að leyna neinu í þessu máli“ Þegar eftirlitsnefndin bað lögregluna um upptökur af samtölum lögreglumannanna úr búkmyndavélum þeirra kom í ljós að hluti upptakanna hefði verið afmáður úr gögnunum. Upptökurnar voru loks afhentar nefndinni í heild og gat rannsókn þá hafist. Halla Bergþóra segir að þar með hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu í upptökunum. „Það var ekki verið að leyna neinu í þessu máli og nefndin veit það eins og við. Þetta hefur sínar skýringar,“ segir hún í samtali við Vísi. „Það var ekkert þannig í gangi hjá okkur.“ Halla tekur ekki afstöðu til þess hvort framferði lögreglumannanna hafi verið ámælisvert, heldur segir hún að nú móttaki embættið niðurstöður nefndarinnar og setji þær í eðlilegan farveg. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki um einstök mál heldur vísar á sjálfa eftirlitsnefndina. Fulltrúar hennar hafa ekki veitt viðtöl. Lögreglumennirnir þetta kvöld spjölluðu meðal annars um það á vettvangi hvort ekki væri um að ræða nokkuð fréttnæman viðburð og viku að stjórnmálaskoðunum viðstaddra. Þetta taldi eftirlitsnefndin ámælisvert. Endurskoða verklagsreglur Ekki virðist kominn skriður á opinber viðbrögð við eiginlegu framferði lögreglumannanna þetta kvöld en strax er ljóst að brugðist verður við háttsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afhendingu á gögnum til eftirlitsnefndarinnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Þannig hefur dómsmálaráðuneytið nú falið embætti ríkislögreglustjóra að taka til athugunar verklagsreglur um fjölmiðla og afhendingu upplýsinga til eftirlitsnefnda, eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsir um í samtali við Vísi. „Við höfum fengið það verkefni að fara yfir afhendingu gagna til nefndarinnar og setja reglur um það. Það kom í kjölfar þessa máls til okkar, sem sagt hvað megi, eigi og hvernig eigi að afhenda nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.“ Einnig á að semja reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla. „Það er eðlilegt að við gerum það og setjum verklagsreglur. Samskipti við fjölmiðla eru mjög mikilvæg fyrir lögreglu í landinu, til að tryggja að við höldum trausti og um leið til þess að öll okkar verk séu eins og lög leyfa. Þess vegna tókum við til dæmis upp þessar búkmyndavélar.“ Sigríður tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þeir sem átt hafi við upptökur úr búkmyndavélum áður en þær voru afhentar eftirlitsaðilum muni sæta viðurlögum fyrir það. „Það þyrfti þá að vera eitthvað sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Ríkislögreglustjóra hefur verið falið af dómsmálaráðuneytinu að endurskoða verklagsreglur í kringum afhendingu lögreglu á gögnum til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin kvað upp úr um það í áliti sínu nýverið að lögreglumenn á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var staddur í samkvæmi, hefðu farið fram með ámælisverðum hætti. „Ekki verið að leyna neinu í þessu máli“ Þegar eftirlitsnefndin bað lögregluna um upptökur af samtölum lögreglumannanna úr búkmyndavélum þeirra kom í ljós að hluti upptakanna hefði verið afmáður úr gögnunum. Upptökurnar voru loks afhentar nefndinni í heild og gat rannsókn þá hafist. Halla Bergþóra segir að þar með hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu í upptökunum. „Það var ekki verið að leyna neinu í þessu máli og nefndin veit það eins og við. Þetta hefur sínar skýringar,“ segir hún í samtali við Vísi. „Það var ekkert þannig í gangi hjá okkur.“ Halla tekur ekki afstöðu til þess hvort framferði lögreglumannanna hafi verið ámælisvert, heldur segir hún að nú móttaki embættið niðurstöður nefndarinnar og setji þær í eðlilegan farveg. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki um einstök mál heldur vísar á sjálfa eftirlitsnefndina. Fulltrúar hennar hafa ekki veitt viðtöl. Lögreglumennirnir þetta kvöld spjölluðu meðal annars um það á vettvangi hvort ekki væri um að ræða nokkuð fréttnæman viðburð og viku að stjórnmálaskoðunum viðstaddra. Þetta taldi eftirlitsnefndin ámælisvert. Endurskoða verklagsreglur Ekki virðist kominn skriður á opinber viðbrögð við eiginlegu framferði lögreglumannanna þetta kvöld en strax er ljóst að brugðist verður við háttsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afhendingu á gögnum til eftirlitsnefndarinnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Þannig hefur dómsmálaráðuneytið nú falið embætti ríkislögreglustjóra að taka til athugunar verklagsreglur um fjölmiðla og afhendingu upplýsinga til eftirlitsnefnda, eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsir um í samtali við Vísi. „Við höfum fengið það verkefni að fara yfir afhendingu gagna til nefndarinnar og setja reglur um það. Það kom í kjölfar þessa máls til okkar, sem sagt hvað megi, eigi og hvernig eigi að afhenda nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.“ Einnig á að semja reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla. „Það er eðlilegt að við gerum það og setjum verklagsreglur. Samskipti við fjölmiðla eru mjög mikilvæg fyrir lögreglu í landinu, til að tryggja að við höldum trausti og um leið til þess að öll okkar verk séu eins og lög leyfa. Þess vegna tókum við til dæmis upp þessar búkmyndavélar.“ Sigríður tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þeir sem átt hafi við upptökur úr búkmyndavélum áður en þær voru afhentar eftirlitsaðilum muni sæta viðurlögum fyrir það. „Það þyrfti þá að vera eitthvað sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45