Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 18:52 Hljóð vantaði á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónana sem önsuðu útkallinu vegna samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir/Egill Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áliti eftirlitsnefndarinnar var háttsemi tveggja lögregluþjóna sem fóru í Ásmundarsal eftir að tilkynning barst um að þar væri samkvæmi í gangi sem kynni að brjóta gegn þágildandi sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins ámælisverð. Útkallið vakti landsathygli þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn gesta á samkomunni. Hann baðst síðar afsökunar á því. Á upptöku úr búkmyndavélum þeirra heyrðust lögreglumennirnir meðal annars tala um hvernig að fréttatilkynning um útkallið yrði orðuð og talaði annar þeirra um einhvern tengdan Sjálfstæðisflokknum sem „framapotara“. Eftirlitsnefndin sagðist hafa átt í erfiðleikum með að fá upptökurnar afhentar og þegar þær hafi loks fengist hafi verið búið að afmá hluta af hljóðupptökunni. Í yfirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld kemur fram að eftirlitsnefndin hafi haft „tæmandi“ eftirrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi frá upphafi rannsóknar hennar. Hluti af upptökum úr búkmyndavélunum hafi vissulega verið án hljóðs en þegar nefndin gerði athugasemd við það hafi rétt eintak verið sent. „Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökunum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglan segir hafa niðurstöðu nefndarinnar um ámælisverða háttsemi lögregluþjónana til meðferðar. Að öðru leyti veiti hún ekki upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Fyrstu upplýsingar að um einkasamkvæmi væri að ræða Dagbókarfærsla lögreglunnar á aðfangadagsmorgun þar sem kom fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkvæmið var talin efnislega röng að áliti eftirlitsnefndarinnar. Lögreglan segir í yfirlýsingu sinni nú að fyrstu upplýsingar hafi verið að um einkasamkvæmi væri að ræða í Ásmundarsal og því hafi það verið skráð sem slíkt í dagbók. „Hins vegar leiddi frekari rannsókn málsins í ljós að svo var ekki. Markmið með birtingu upplýsinga úr dagbókarfærslum er að fjalla um verkefni lögreglu eins og þau birtast á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rannsókn miðar áfram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Eigendur Ásmundarsals gengust á endanum undir sektargreiðslu vegna þess að grímuskylda var ekki virt á viðburðinum sem þeir lýstu sem sölusýningu og því ættu sóttvarnareglur um verslanir að gilda um samkvæmið. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Samkvæmt áliti eftirlitsnefndarinnar var háttsemi tveggja lögregluþjóna sem fóru í Ásmundarsal eftir að tilkynning barst um að þar væri samkvæmi í gangi sem kynni að brjóta gegn þágildandi sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins ámælisverð. Útkallið vakti landsathygli þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn gesta á samkomunni. Hann baðst síðar afsökunar á því. Á upptöku úr búkmyndavélum þeirra heyrðust lögreglumennirnir meðal annars tala um hvernig að fréttatilkynning um útkallið yrði orðuð og talaði annar þeirra um einhvern tengdan Sjálfstæðisflokknum sem „framapotara“. Eftirlitsnefndin sagðist hafa átt í erfiðleikum með að fá upptökurnar afhentar og þegar þær hafi loks fengist hafi verið búið að afmá hluta af hljóðupptökunni. Í yfirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld kemur fram að eftirlitsnefndin hafi haft „tæmandi“ eftirrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi frá upphafi rannsóknar hennar. Hluti af upptökum úr búkmyndavélunum hafi vissulega verið án hljóðs en þegar nefndin gerði athugasemd við það hafi rétt eintak verið sent. „Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökunum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglan segir hafa niðurstöðu nefndarinnar um ámælisverða háttsemi lögregluþjónana til meðferðar. Að öðru leyti veiti hún ekki upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Fyrstu upplýsingar að um einkasamkvæmi væri að ræða Dagbókarfærsla lögreglunnar á aðfangadagsmorgun þar sem kom fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkvæmið var talin efnislega röng að áliti eftirlitsnefndarinnar. Lögreglan segir í yfirlýsingu sinni nú að fyrstu upplýsingar hafi verið að um einkasamkvæmi væri að ræða í Ásmundarsal og því hafi það verið skráð sem slíkt í dagbók. „Hins vegar leiddi frekari rannsókn málsins í ljós að svo var ekki. Markmið með birtingu upplýsinga úr dagbókarfærslum er að fjalla um verkefni lögreglu eins og þau birtast á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rannsókn miðar áfram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Eigendur Ásmundarsals gengust á endanum undir sektargreiðslu vegna þess að grímuskylda var ekki virt á viðburðinum sem þeir lýstu sem sölusýningu og því ættu sóttvarnareglur um verslanir að gilda um samkvæmið.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira