Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 20:06 Derek Chauvin í réttarsalnum í Hennepin-sýslu þar sem refsing hans var ákvörðuð í dag. Vísir/AP Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. Dómarinn í málinu dæmdi Chauvin til strangari refsingar en refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir vegna alvarleika þeirra. Hann gekk þó ekki jafnlangt og saksóknarar vildu en þeir kröfðust þess að Chauvin yrði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Chauvin var sakfelldur fyrir manndráp án ásetnings og af gáleysi. AP-fréttastofan segir að Chauvin gæti fengið reynslulausn þegar hann hefur afplánað fimmtán ár ef hann hegðar sér vel í fangelsi. Hann er 45 ára gamall. Atvikið þegar Chauvin hélt hné sínu á hálsi Floyd, 46 ára gamals blökkumanns, í níu og hálfa mínútu náðist á myndbandsupptöku sem fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Á henni sást að Chauvin skeytti engu um að Floyd reyndi að gera honum ljóst að hann næði ekki andanum og mótbárur vegfarenda. Fyrir dómsuppkvaðninguna lýsti Chauvin samúð sinni með fjölskyldu Floyd en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig við réttarhöldin. Hann gæti enn átt yfir höfði sér frekari refsingu í máli sem alríkisstjórnin hefur höfðað gegn honum vegna brota á borgararéttindum Floyd. Réttað verður yfir þremur öðrum fyrrverandi lögreglumönnum sem stóðu hjá á meðan Chauvin varð Floyd að bana í mars. Þeir eru sakaðir um hlutdeild í drápinu. Þeirra bíða einnig alríkisákærur fyrir að brjóta gegn borgararéttindum Floyd. Fréttin hefur verið uppfærð. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Dómarinn í málinu dæmdi Chauvin til strangari refsingar en refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir vegna alvarleika þeirra. Hann gekk þó ekki jafnlangt og saksóknarar vildu en þeir kröfðust þess að Chauvin yrði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Chauvin var sakfelldur fyrir manndráp án ásetnings og af gáleysi. AP-fréttastofan segir að Chauvin gæti fengið reynslulausn þegar hann hefur afplánað fimmtán ár ef hann hegðar sér vel í fangelsi. Hann er 45 ára gamall. Atvikið þegar Chauvin hélt hné sínu á hálsi Floyd, 46 ára gamals blökkumanns, í níu og hálfa mínútu náðist á myndbandsupptöku sem fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Á henni sást að Chauvin skeytti engu um að Floyd reyndi að gera honum ljóst að hann næði ekki andanum og mótbárur vegfarenda. Fyrir dómsuppkvaðninguna lýsti Chauvin samúð sinni með fjölskyldu Floyd en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig við réttarhöldin. Hann gæti enn átt yfir höfði sér frekari refsingu í máli sem alríkisstjórnin hefur höfðað gegn honum vegna brota á borgararéttindum Floyd. Réttað verður yfir þremur öðrum fyrrverandi lögreglumönnum sem stóðu hjá á meðan Chauvin varð Floyd að bana í mars. Þeir eru sakaðir um hlutdeild í drápinu. Þeirra bíða einnig alríkisákærur fyrir að brjóta gegn borgararéttindum Floyd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira