Hvað eiga veiðigjöldin að vera há? Jón Ingi Hákonarson skrifar 28. júní 2021 07:31 Upphæð veiðigjalds hefur um langt skeið verið þrætuepli manna á meðal. Er það of lágt eða er það of hátt? Það er erfitt að segja án þess að hafa mælistiku sem hægt er að sammælast um. Samkvæmt markmiðum laga um veiðigjald skal það standa m.a. undir þeim kostnaði sem til fellur við að halda utan um þetta kerfi, svo sem rannsóknum og eftirliti. Eins og staðan er núna þá nær veiðigjaldið ekki að standa undir kostnaði ríkisins við að reka þetta kerfi. Þar er að minnsta kosti kominn vísir að mælistiku. Einnig hafa umræðurnar snúist um sanngjarna skiptingu auðlindarentunnar á milli eiganda auðlindarinnar og rétthafa. Hversu mikið er útgerðin í raun og veru tilbúin til að greiða fyrir það leyfi að veiða í íslenskri lögsögu þar sem öllum hinum er haldið í burtu frá takmarkaðri auðlind? Einfaldar spurningar Ein leið er að spyrja einfaldra spurninga: Hvað myndi gerast ef ríkið myndi hætta með kvótakerfið og gefa öllum íslenskum ríkisborgurum leyfi til að veiða fisk innan landhelginnar án takmarkana? Hversu mikið væru núverandi leyfishafar tilbúnir til að greiða fyrir að svo verði ekki? Svarið við fyrri hlutanum er nokkuð ljóst:, það myndi leiða til ofveiði og hagnaður greinarinnar myndi hverfa tiltölulega fljótt. Svarið við hinni er ekki alveg eins augljóst en ég er nokkuð viss um að kvótaeigendur sæju sér hag í því að greiða meira en þeir hafa gert undanfarna áratugi í veiðigjald. Það er munur á vilja og getu Eitt af því sem er kennt í viðskiptafræðum er að verðleggja ekki þjónustu út frá kostnaði við að veita hana heldur út frá því hvað viðskiptavinurinn er tilbúinn til að greiða fyrir hana. Til að forðast misskilning þá geri ég greinarmun á því hvað viðkomandi vilji greiða og því hvað hann er tilbúinn að greiða. Þar er stór munur á. Besta leiðin til að kanna hversu hátt aðilar á markaði eru tilbúnir til að greiða fyrir vöru, þjónustu eða leyfi er með því að leyfa aðilum á markaði að bjóða í. Væntanlega liggur sanngjarnt verð einhvers staðar á milli greiðsluvilja og greiðslugetu. Er ekki kominn tími til að kanna það? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Upphæð veiðigjalds hefur um langt skeið verið þrætuepli manna á meðal. Er það of lágt eða er það of hátt? Það er erfitt að segja án þess að hafa mælistiku sem hægt er að sammælast um. Samkvæmt markmiðum laga um veiðigjald skal það standa m.a. undir þeim kostnaði sem til fellur við að halda utan um þetta kerfi, svo sem rannsóknum og eftirliti. Eins og staðan er núna þá nær veiðigjaldið ekki að standa undir kostnaði ríkisins við að reka þetta kerfi. Þar er að minnsta kosti kominn vísir að mælistiku. Einnig hafa umræðurnar snúist um sanngjarna skiptingu auðlindarentunnar á milli eiganda auðlindarinnar og rétthafa. Hversu mikið er útgerðin í raun og veru tilbúin til að greiða fyrir það leyfi að veiða í íslenskri lögsögu þar sem öllum hinum er haldið í burtu frá takmarkaðri auðlind? Einfaldar spurningar Ein leið er að spyrja einfaldra spurninga: Hvað myndi gerast ef ríkið myndi hætta með kvótakerfið og gefa öllum íslenskum ríkisborgurum leyfi til að veiða fisk innan landhelginnar án takmarkana? Hversu mikið væru núverandi leyfishafar tilbúnir til að greiða fyrir að svo verði ekki? Svarið við fyrri hlutanum er nokkuð ljóst:, það myndi leiða til ofveiði og hagnaður greinarinnar myndi hverfa tiltölulega fljótt. Svarið við hinni er ekki alveg eins augljóst en ég er nokkuð viss um að kvótaeigendur sæju sér hag í því að greiða meira en þeir hafa gert undanfarna áratugi í veiðigjald. Það er munur á vilja og getu Eitt af því sem er kennt í viðskiptafræðum er að verðleggja ekki þjónustu út frá kostnaði við að veita hana heldur út frá því hvað viðskiptavinurinn er tilbúinn til að greiða fyrir hana. Til að forðast misskilning þá geri ég greinarmun á því hvað viðkomandi vilji greiða og því hvað hann er tilbúinn að greiða. Þar er stór munur á. Besta leiðin til að kanna hversu hátt aðilar á markaði eru tilbúnir til að greiða fyrir vöru, þjónustu eða leyfi er með því að leyfa aðilum á markaði að bjóða í. Væntanlega liggur sanngjarnt verð einhvers staðar á milli greiðsluvilja og greiðslugetu. Er ekki kominn tími til að kanna það? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun