Vörnin frá Pfizer og Moderna líkleg til að endast í mörg ár Snorri Másson skrifar 28. júní 2021 16:59 Langtímavirkni bóluefnanna við Covid-19 lofar mjög góðu. EPA/Christophe Ena Bóluefni Pfizer og Moderna eru líkleg til þess að veita langvarandi vörn gegn Covid-19. Ný rannsókn gefur til kynna að ekki verði þörf á viðbótarsprautu um nokkurra ára skeið eftir að maður hefur verið fullbólusettur. Í nýrri grein í vísindatímaritinu Nature er fjallað um að vörnin sem fáist með bóluefnunum sé líkleg til að endast árum saman, ólíkt því sem sumir hafa óttast, að hún endist aðeins í ár eða skemur. Rannsóknin sýndi einnig að bóluefnin sýndu mjög góða virkni gegn þremur nýjum afbrigðum veirunnar, jafnvel Beta-afbrigðinu, sem hefur verið sagt ógna árangri sumra bóluefna. Farið var ofan í kjölinn á líffræðilegum áhrifum bóluefnisins og þær athuganir leiddu í ljós að viðmiðunargildi sem eiga á hættu að dala fljótlega eftir ýmsa hefðbundna bólusetningu mældust enn sterk löngu síðar eftir bólusetningu með umræddum bóluefnum. Rannsóknin náði aðeins til Pfizer og Moderna og samkvæmt einum höfundinum, sem New York Times ræddi við, er ekki ólíklegt að önnur bóluefni muni endast skemur, eins og Janssen-bóluefnið. Það er enda af hefðbundnum toga og styðst ekki við mRNA-tækni eins og Pfizer og Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem brást Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. 18. júní 2021 23:44 Bóluefnið frá Pfizer: Sterkara mótefnasvar ef beðið er í tólf vikur Ný bresk rannsókn bendir til þess að sterkara mótefnasvar fáist með því að bíða tólf vikur milli fyrri og seinni skammtsins af Covid-19 bóluefninu frá Pfizer en þær þrjár vikur sem venjulega eru á milli skammta. 14. maí 2021 08:41 Ónæmið gæti varið í mörg ár Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. 27. maí 2021 11:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Í nýrri grein í vísindatímaritinu Nature er fjallað um að vörnin sem fáist með bóluefnunum sé líkleg til að endast árum saman, ólíkt því sem sumir hafa óttast, að hún endist aðeins í ár eða skemur. Rannsóknin sýndi einnig að bóluefnin sýndu mjög góða virkni gegn þremur nýjum afbrigðum veirunnar, jafnvel Beta-afbrigðinu, sem hefur verið sagt ógna árangri sumra bóluefna. Farið var ofan í kjölinn á líffræðilegum áhrifum bóluefnisins og þær athuganir leiddu í ljós að viðmiðunargildi sem eiga á hættu að dala fljótlega eftir ýmsa hefðbundna bólusetningu mældust enn sterk löngu síðar eftir bólusetningu með umræddum bóluefnum. Rannsóknin náði aðeins til Pfizer og Moderna og samkvæmt einum höfundinum, sem New York Times ræddi við, er ekki ólíklegt að önnur bóluefni muni endast skemur, eins og Janssen-bóluefnið. Það er enda af hefðbundnum toga og styðst ekki við mRNA-tækni eins og Pfizer og Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem brást Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. 18. júní 2021 23:44 Bóluefnið frá Pfizer: Sterkara mótefnasvar ef beðið er í tólf vikur Ný bresk rannsókn bendir til þess að sterkara mótefnasvar fáist með því að bíða tólf vikur milli fyrri og seinni skammtsins af Covid-19 bóluefninu frá Pfizer en þær þrjár vikur sem venjulega eru á milli skammta. 14. maí 2021 08:41 Ónæmið gæti varið í mörg ár Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. 27. maí 2021 11:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Bóluefnið sem brást Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. 18. júní 2021 23:44
Bóluefnið frá Pfizer: Sterkara mótefnasvar ef beðið er í tólf vikur Ný bresk rannsókn bendir til þess að sterkara mótefnasvar fáist með því að bíða tólf vikur milli fyrri og seinni skammtsins af Covid-19 bóluefninu frá Pfizer en þær þrjár vikur sem venjulega eru á milli skammta. 14. maí 2021 08:41
Ónæmið gæti varið í mörg ár Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. 27. maí 2021 11:57