Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 11:34 Roman Badanin, aðalritstjóri Proekt. Hann er sagður hafa stöðu grunaðs manns í rannsókn í ærumeiðingarmáli sem tengist heimildarmynd sem hann gerði um kaupsýslumann í Pétursborg árið 2017. AP/Evgení Feldman Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. Húsleitin beindist að ritstjóra og blaðamönnum Proekt, fréttasíðu sem stundar rannsóknarblaðamennsku. Lögreglumenn leituðu í íbúð Romans Badanin, aðalritstjóra, og Mariu Zholobovu, blaðamanns miðilsins. Þá fóru lögreglumennirnir um heimili foreldra Mikhails Rubin, aðstoðarritstjóra. Rubin var sjálfur tekinn höndum nærri íbúð Zholobovu og færður heim til foreldra sinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Proekt sagði á samfélagsmiðlinum Telegram að húsleitin hefði verið gerð eftir að fjölmiðilinn boðaði birtingu á rannsókn á meintum auðæfum Vladímírs Kolokoltsev, innanríkisráðherra. Umfjöllunin birtist á vefnum skömmu eftir að húsleitin hófst. Síðar sagði vefmiðillinn að húsleitin á að minnsta kosti tveimur staðanna tengdist meiðyrðamáli kaupsýslumanns í Pétursborg vegna heimildarmyndar Badanin og Zholobovu frá 2017 þar sem hann var bendlaður við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórn Pútín forseta hefur háð harða herferð gegn frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni undanfarnar vikur. Fjöldi stjórnrandstæðinga hefur sætt handtökum og húsleit. Þá voru Meduza og VTimes, tveir sjálfstæðir fjölmiðlar, lýstir „erlendir útsendarar“ en það hefur í för með sér aukið eftirlit yfirvalda. VTimes var lokað í kjölfarið en aðstandendur Meduza hófu hópfjármögnun til þess að bjarga miðlinum. Þá voru samtök Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, gegn spillingu lýst ólögleg öfgasamtök nýlega. Skilgreiningin þýðir að fólk sem hefur tengst samtökunum getur ekki boðið sig fram til þingkosninga sem fara fram í haust. Rússland Tengdar fréttir Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. 11. júní 2021 13:05 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Húsleitin beindist að ritstjóra og blaðamönnum Proekt, fréttasíðu sem stundar rannsóknarblaðamennsku. Lögreglumenn leituðu í íbúð Romans Badanin, aðalritstjóra, og Mariu Zholobovu, blaðamanns miðilsins. Þá fóru lögreglumennirnir um heimili foreldra Mikhails Rubin, aðstoðarritstjóra. Rubin var sjálfur tekinn höndum nærri íbúð Zholobovu og færður heim til foreldra sinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Proekt sagði á samfélagsmiðlinum Telegram að húsleitin hefði verið gerð eftir að fjölmiðilinn boðaði birtingu á rannsókn á meintum auðæfum Vladímírs Kolokoltsev, innanríkisráðherra. Umfjöllunin birtist á vefnum skömmu eftir að húsleitin hófst. Síðar sagði vefmiðillinn að húsleitin á að minnsta kosti tveimur staðanna tengdist meiðyrðamáli kaupsýslumanns í Pétursborg vegna heimildarmyndar Badanin og Zholobovu frá 2017 þar sem hann var bendlaður við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórn Pútín forseta hefur háð harða herferð gegn frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni undanfarnar vikur. Fjöldi stjórnrandstæðinga hefur sætt handtökum og húsleit. Þá voru Meduza og VTimes, tveir sjálfstæðir fjölmiðlar, lýstir „erlendir útsendarar“ en það hefur í för með sér aukið eftirlit yfirvalda. VTimes var lokað í kjölfarið en aðstandendur Meduza hófu hópfjármögnun til þess að bjarga miðlinum. Þá voru samtök Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, gegn spillingu lýst ólögleg öfgasamtök nýlega. Skilgreiningin þýðir að fólk sem hefur tengst samtökunum getur ekki boðið sig fram til þingkosninga sem fara fram í haust.
Rússland Tengdar fréttir Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. 11. júní 2021 13:05 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. 11. júní 2021 13:05
Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent