Fékk skilaboð frá nauðgara sínum sem stendur nú frammi fyrir handtöku Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 20:31 Háskólinn þar sem naðugunin fór fram þykir tiltölulega lítill með um 2.500 nemendur. AP/Matt Rourke Lögregluþjónar í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum gáfu í dag út handtökuskipun gegn manni fyrir meinta nauðgun árið 2013. Nærri því átta ár eru síðan kona fór til lögreglunnar og sagði manninn hafa nauðgað sér en hann varð aldrei ákærður. Fyrir um ári síðan fékk hún skilaboð frá manninum sem hófust á orðunum: „Svo ég nauðgaði þér.“ Shannon Keeler steig fram í viðtali við AP fréttaveituna fyrr á árinu og sagði meðal annars frá nauðguninni og skilaboðunum sem nauðgari hennar sendi henni í fyrra. Árið 2003 var Keeler átján ára gömul í háskóla. Hún var í samkvæmi en Ian Cleary er sakaður um að hafa elt hana heim og nauðgað henni. Hún fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð og leitaði einnig til lögreglu. Henni var sagt að erfitt væri að sækja mál þar sem fórnarlömb nauðgunar hefðu verið við drykkju. Þá týndist áverkavottorð hennar. Keeler útskrifaðist svo þremur árum seinna en Cleary var aldrei ákærður. Shannon Keeler var átján ára gömul þegar henni var nauðgað í háskóla. Hún fékk skilaboð frá meintum nauðgara sínum átta árum síðar.AP Í fyrra rakst hún svo á óskoðuð skilaboð sem hún hafði fengið hálfu ári áður sem voru frá Cleary. Þar sagði hann: „Svo ég nauðgaði þér.“ Hann skrifaði einnig að hann myndi aldrei nauðga annarri manneskju og að hann þyrfti að heyra rödd hennar. Þá sagðist Cleary ætla að biðja fyrir Keeler. Þessi skilaboð tók Keeler til lögreglunnar og fór hún fram á að málið gegn Cleary yrði opnað á nýjan leik. Það virðist hafa borið árangur en eins og áður segir hefur verið gefin út handtökuskipun gegn Cleary. Í nýrri frétt AP segir að lögregluþjónum hafi tekist að tengja aðganginn sem sendi skilaboðin við Cleary. Háskólinn sem þau Keeler og Cleary sóttu kallast Gettysburg College og þykir tiltölulega lítill en þar hafa nemendur verið um 2.500 talsins. Á árunum 2013 til 2019 voru 95 nauðganir tilkynntar til forsvarsmanna skólans en á sama tímabili var einungis ákært í tíu nauðgunarmálum í umræddri sýslu, samkvæmt greiningu AP. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Shannon Keeler steig fram í viðtali við AP fréttaveituna fyrr á árinu og sagði meðal annars frá nauðguninni og skilaboðunum sem nauðgari hennar sendi henni í fyrra. Árið 2003 var Keeler átján ára gömul í háskóla. Hún var í samkvæmi en Ian Cleary er sakaður um að hafa elt hana heim og nauðgað henni. Hún fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð og leitaði einnig til lögreglu. Henni var sagt að erfitt væri að sækja mál þar sem fórnarlömb nauðgunar hefðu verið við drykkju. Þá týndist áverkavottorð hennar. Keeler útskrifaðist svo þremur árum seinna en Cleary var aldrei ákærður. Shannon Keeler var átján ára gömul þegar henni var nauðgað í háskóla. Hún fékk skilaboð frá meintum nauðgara sínum átta árum síðar.AP Í fyrra rakst hún svo á óskoðuð skilaboð sem hún hafði fengið hálfu ári áður sem voru frá Cleary. Þar sagði hann: „Svo ég nauðgaði þér.“ Hann skrifaði einnig að hann myndi aldrei nauðga annarri manneskju og að hann þyrfti að heyra rödd hennar. Þá sagðist Cleary ætla að biðja fyrir Keeler. Þessi skilaboð tók Keeler til lögreglunnar og fór hún fram á að málið gegn Cleary yrði opnað á nýjan leik. Það virðist hafa borið árangur en eins og áður segir hefur verið gefin út handtökuskipun gegn Cleary. Í nýrri frétt AP segir að lögregluþjónum hafi tekist að tengja aðganginn sem sendi skilaboðin við Cleary. Háskólinn sem þau Keeler og Cleary sóttu kallast Gettysburg College og þykir tiltölulega lítill en þar hafa nemendur verið um 2.500 talsins. Á árunum 2013 til 2019 voru 95 nauðganir tilkynntar til forsvarsmanna skólans en á sama tímabili var einungis ákært í tíu nauðgunarmálum í umræddri sýslu, samkvæmt greiningu AP.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira