Fimm álmur Ásmundarsalar Björn Leví Gunnarsson skrifar 1. júlí 2021 13:00 Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni. Eins og staðan er núna er Ásmundarsalarmálið fimmþætt. Allir fimm þættirnir eru mikilvægir, varhugaverðir og gagnrýniverðir, sem nauðsynlegt er að læra af. 1. Fjármálaráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn ráðherrans hafði lagt íþyngjandi kvaðir á samborgara sína, sem hann virti ekki sjálfur. Þrátt fyrir að hafa verið tvísaga, annars vegar í afsökunarbeiðni sinni og hins vegar í Kastljósi, gekkst ráðherrann við dómgreindarbresti sínum. Ólíkt mörgum kollegum hans í útlöndum sem komu sér í svipaðar aðstæður sagði ráðherrann ekki af sér. 2. Símtöl dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra má vitaskuld hringja í lögreglustjóra en þegar málið snertir samráðherra og náinn samstarfsmann má dómsmálaráðherra átta sig á hagsmunatengslunum. Að spyrjast fyrir um afsökunarbeiðni, þannig að lögreglustjóri þarf að minna dómsmálaráðherra á að hlutast ekki til um rannsóknina, bætir svo ekki úr skák. 3. Krafa um trúnað Þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um símtölin með ráðherra og lögreglustjóra var fundurinn lokaður og þær gáfu ekki leyfi til að vitna til orða sinna. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir vilja þær ekki aflétta trúnaðinum. Það múlbindur nefndarmenn og geldir eftirlitshlutverk Alþingis. Píratar hafa ítrekað kallað eftir því að nefndarfundir séu almennt opnir, einmitt til að koma í veg fyrir þessa stöðu. 4. Hagræðing á búkmyndavélaupptökum Lögreglan á ekki að geta átt við upptökur úr búkmyndavélum. Myndavélarnar eiga að tryggja öryggi lögreglumanna og að þeir misbeiti ekki valdi sínu gegn borgurunum. Upptökur eiga því að sýna nákvæmlega það sem á sér stað. Hagræðingin á upptökunum undirstrikar mikilvægi sjálfstæðs eftirlits með lögreglu, sem Píratar hafa barist fyrir. 5. Ávítur eftirlitsnefndar Lögreglumenn eru gagnrýndir fyrir einkasamtal sem hafði ekki nein áhrif á störf þeirra á vettvangi, enda kvartaði enginn undan því. Kvartað var undan dagbókarfærslu sem lögreglumennirnir skrifuðu ekki. Eftirlitsnefndin grautar saman ummælum lögreglumanns í einkasamtali við getu hans til að sinna störfum sínum af hlutlægni. Píratar hafa kallað eftir fundi til að kanna hvort þessar opinberu ávítur standist lög og reglur. Stjórnvöld hafa stigið mörg feilspor í Ásmundarsalarmálinu. Til þess að hvítþvo sitt fólk hafa stuðningsmenn stjórnvalda grautað saman ólíkum þáttum málsins, sagt að einn trompi annan og þannig reynt að færa umræðuna á grundvöll sem hentar þeim betur. En til þess að við getum dregið heildstæðan lærdóm af málinu þurfum við að tækla alla þætti þess. Þó svo að það sé ólystugt þá hefðum við gott af því að klára þetta lasagna. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni. Eins og staðan er núna er Ásmundarsalarmálið fimmþætt. Allir fimm þættirnir eru mikilvægir, varhugaverðir og gagnrýniverðir, sem nauðsynlegt er að læra af. 1. Fjármálaráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn ráðherrans hafði lagt íþyngjandi kvaðir á samborgara sína, sem hann virti ekki sjálfur. Þrátt fyrir að hafa verið tvísaga, annars vegar í afsökunarbeiðni sinni og hins vegar í Kastljósi, gekkst ráðherrann við dómgreindarbresti sínum. Ólíkt mörgum kollegum hans í útlöndum sem komu sér í svipaðar aðstæður sagði ráðherrann ekki af sér. 2. Símtöl dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra má vitaskuld hringja í lögreglustjóra en þegar málið snertir samráðherra og náinn samstarfsmann má dómsmálaráðherra átta sig á hagsmunatengslunum. Að spyrjast fyrir um afsökunarbeiðni, þannig að lögreglustjóri þarf að minna dómsmálaráðherra á að hlutast ekki til um rannsóknina, bætir svo ekki úr skák. 3. Krafa um trúnað Þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um símtölin með ráðherra og lögreglustjóra var fundurinn lokaður og þær gáfu ekki leyfi til að vitna til orða sinna. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir vilja þær ekki aflétta trúnaðinum. Það múlbindur nefndarmenn og geldir eftirlitshlutverk Alþingis. Píratar hafa ítrekað kallað eftir því að nefndarfundir séu almennt opnir, einmitt til að koma í veg fyrir þessa stöðu. 4. Hagræðing á búkmyndavélaupptökum Lögreglan á ekki að geta átt við upptökur úr búkmyndavélum. Myndavélarnar eiga að tryggja öryggi lögreglumanna og að þeir misbeiti ekki valdi sínu gegn borgurunum. Upptökur eiga því að sýna nákvæmlega það sem á sér stað. Hagræðingin á upptökunum undirstrikar mikilvægi sjálfstæðs eftirlits með lögreglu, sem Píratar hafa barist fyrir. 5. Ávítur eftirlitsnefndar Lögreglumenn eru gagnrýndir fyrir einkasamtal sem hafði ekki nein áhrif á störf þeirra á vettvangi, enda kvartaði enginn undan því. Kvartað var undan dagbókarfærslu sem lögreglumennirnir skrifuðu ekki. Eftirlitsnefndin grautar saman ummælum lögreglumanns í einkasamtali við getu hans til að sinna störfum sínum af hlutlægni. Píratar hafa kallað eftir fundi til að kanna hvort þessar opinberu ávítur standist lög og reglur. Stjórnvöld hafa stigið mörg feilspor í Ásmundarsalarmálinu. Til þess að hvítþvo sitt fólk hafa stuðningsmenn stjórnvalda grautað saman ólíkum þáttum málsins, sagt að einn trompi annan og þannig reynt að færa umræðuna á grundvöll sem hentar þeim betur. En til þess að við getum dregið heildstæðan lærdóm af málinu þurfum við að tækla alla þætti þess. Þó svo að það sé ólystugt þá hefðum við gott af því að klára þetta lasagna. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar