„Þakklát fyrir að hafa fengið að vera áfram til“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2021 07:01 Stilla af leikkonunni Ingumaríu Eyjólfsdóttir úr kvikmyndinni Skuggahverfið. Skuggahverfið. Ingamaría Eyjólfsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í íslensku kvikmyndinni Skuggahverfið eða Shadowtown. Í janúar árið 2019 var hún þungt haldin á sjúkrahúsi í Danmörku eftir alvarlegt umferðarslys. Hún segist hafa lært margt af þeirri lífsreynslu og tekur engu sem sjálfsögðu. „Sama hvað hver segir, þá vil ég meina að ég geti allt sem ég vil,“ segir Ingamaría. Hún var skírð Inga María við fæðingu en breytti nafninu nýlega í þjóðskrá. Ingamaría byrjaði að leika, syngja og spila á fiðlu sem barn og vissi alltaf að hún ætlaði að verða leikkona. Hún flutti til Kaupmannahafnar í leiklistarnám árið 2012 og ílengdist svo þar í ýmsum verkefnum en flutti alveg heim til Íslands fyrr á þessu ári. „Það er frelsi í því að hjóla hvert sem maður fer og þurfa ekki að eiga bíl. Það er líka fólk þarna frá öllum heiminum þannig að ég kynntist fólki alls staðar að.“ Hélt að hún þyrfti kannski að kveðja Slysið varð þann 14. janúar árið 2019 en Ingamaría var að hjóla yfir götu í Nørrebro hverfinu sem hún bjó í þegar ekið var á hana á miklum hraða. Ingamaría var flutt alvarlega slösuð á bráðamóttöku þar sem hún lá fyrstu dagana meðvitundarlaus í öndunarvél og ekki var vitað hvort hún myndi nokkurn tíman vakna. Hún fékk höfuðhögg og var með miklar innvortis blæðingar. Miltað sprakk, annað nýrað laskaðist og nánast öll vinstri hlið líkamans var mölbrotin. Um tíma var mjög tvísýnt hvort hún myndi lifa af. „Í upphafi þegar mamma kom út, þá var ekkert vitað hvort að mamma myndi þurfa að kveðja mig. Það leit ekkert út fyrir annað en að ég yrði bara heiladauð, hún fékk þær upplýsingar.“ Bílstjórinn, 27 ára karlmaður, hafði ekið langt yfir hámarkshraða. „Ég held að hann hafi fengið átta mánaða fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps. Honum var haldið í nokkra sólarhringa eftir slysið því það átti að kæra hann fyrir manndráp, hefði ég dáið. Það munaði svo litlu.“ Hún upplifir ekki reiði eða biturleika yfir slysinu. „Mér finnst ömurlegt að þetta hafi gerst en ég hef aldrei kennt neinum um þetta. Sá sem keyrði á mig var ekki að reyna að keyra á mig held ég. Ég var bara ein af mörgum og það vildi svo til að hann lenti á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Ingamaría (@ingamariae) Snortin yfir góðvild fólks Þegar Ingamaría komst úr öndunarvél gat hún tjáð sig en líkamlegur bati tók langan tíma. „Ég þurfti að læra flest allar líkamlegar hreyfingar aftur.“ Fjölskylda Ingu efndi til söfnunar til að standa straum af kostnaði vegna slyssins svo móðir hennar gæti dvalið í Kaupmannahöfn hjá Ingumaríu á meðan hún lá þar á sjúkrahúsi, þangað til hún gæti flogið heim til Íslands. „Ég fann það þegar ég kom heim að fólk er svo afskaplega gott. Ég kynntist því í gegnum þessar hamfarir sem slysið var, hvað fólk er gott í sér og vill hjálpa.“ Ingamaría tók því stærstan hluta af bataferlinu á Íslandi umkringd sínum nánustu, en þetta hefur verið langt og erfitt ferli. „Ég kom í endurhæfingu á Grensás í júní 2019. Það var æðislegt og ég er mjög þakklát fyrir starfsfólkið og hvernig var um mig hugsað.“ Lærði þolinmæði Ingamaría segir að andleg líðan í gegnum þetta allt hafi verið mjög sveiflukennd. „Ég þurfti að fá hjálp þar og fór í EMDR meðferð við áfallastreituröskun. Það er með því betra sem ég hef gert fyrir sjálfa mig.“ Ingamaría segir að hún hafi kynnst sjálfri sér alveg upp á nýtt eftir slysið. „Ég er búin að læra að vera þolinmóðari, sem hefur verið vandamál mitt frá fæðingu. Ég er líka farin að virða mín eigin mörk miklu meira. Ég sé enn betur hvað heimurinn er fullur af tækifærum og hvað er margt sem maður getur notið.“ Hún segir að reiðhjólahjálmurinn hafi bjargað lífi sínu, án hans hefði hún ekki verið hér í dag. Ingamaría segir að hún eigi mjög erfitt með að sjá fólk hjóla án hjálms og bílstjóra aka bílum yfir hámarkshraða. „Þegar ég sé fólk fara óvarlega í umferðinni eða einhvern hjóla hjálmlaust, hugsa ég áttu ekki fjölskyldu? Ég var með hjálm og þess vegna er ég lifandi, þetta er svo einfalt.“ Ingamaría byrjaði snemma í leiklist og söng. Hún lauk BA í leiklistarskóla í Danmörku og er nú í söngnámi í Söngskólanum í Reykjavík. Þakklát fyrir tækifærið Ingamaría er ákveðin að láta ekkert stoppa sig í að elta draumana og stefnir áfram á leiklistina. Stærsta verkefnið sem hún hefur unnið í til þessa er kvikmyndin Skuggahverfið eða Shadowtown. „Hann hafði samband við mig hann Jón Einarsson Gústafsson og ég fór í prufu hjá honum í gegnum vefinn. Það er svo áhugavert að það sé hægt að gera þetta svona í dag, ég var bara í Danmörku í prufu. Það var mjög skemmtilegt. Það var ótrúlega gaman að fá tækifæri til þess að vera með í myndinni,“ segir Ingamaría. „Eftir að ég sá myndina var ég sérstaklega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af henni. Ekki bara af því að þetta var skemmtileg reynsla og gaman að vinna í henni heldur var líka ótrúlega flott fólk sem vann að þessari mynd.“ Ingamaría leikur persónuna Sóley í myndinni og er hún traustur vinur, sem er til staðar fyrir þá sem eru nálægt henni. „Hún sér alveg meira en aðrir og skynjar meira en við sjáum á yfirborðinu,“ segir Ingamaría um karakterinn. „Hún er dugleg og þrautseig. Hún er raungóð fyrir þá sem þurfa á henni að halda og réttlát.“ Sýnishorn úr kvikmyndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Allar hliðar manneskjunnar Þó að þetta sé sýnilegasta hlutverk Ingumaríu til þessa, hefur hún þó tekið þátt í mörgum verkefnum í Danmörku. Einnig hefur hún tekið þátt í fleiri myndum í fullri lengd með álíka stór hlutverk en engin af þeim myndum hefur verið sýnd á Íslandi. „Ein þeirra fékk vinnuheitið Flakið og hin er Indónesísk og heitir Amore Merda en sú mynd var tekin að hluta til á Íslandi, hluta í París og á Indónesíu. Ég hef líka tekið þátt í ýmsum auglýsingum í Danmörku, sjónvarpsþáttum og leiksýningum en Skuggahverfið eða Shadowtown er sýnilegasta verkefnið hér á Íslandi hingað til.“ Svo lék hún einnig aukahlutverk í kvikmynd Marteins Thorssonar, XL. „Þetta er afskaplega góð leið til þess að kynnast öllum hliðum manneskjunnar, á miklu dýpra stigi,“ segir Ingamaría um það besta við leiklistina. „Þegar þú ert að leika einhvern, þá ert þú ekkert að leika einhvern á yfirborðinu heldur ferð alltaf á dýptina. Þetta er eiginlega bara verkleg mannfræði,“ segir Ingamaría og hlær. View this post on Instagram A post shared by Ingamaría (@ingamariae) Íslendingar fatta húmorinn „Ég fæ ótrúlega mikinn innblástur frá manneskjum og manneskjulegri hegðun,“ segir Ingamaría um starf leikkonunnar. Ingamaría er opin fyrir nýjum og spennandi tækifærum og útilokar ekki að fara meira erlendis vegna náms eða vinnu. Ræturnar eru samt alltaf á Íslandi. „Ég finn það ótrúlega mikið eftir að ég flutti heim. Ég finn kraftinn úr náttúrunni, hér eru ræturnar mínar. Fólk fattar brandarana mína hérna. Bara það lætur mér líða eins og ég sé heima hjá mér.“ Eftir erfitt verkefni síðustu tvö ár er Ingamaría spennt fyrir því sem fram undan er. „Ég er afskaplega tilbúin fyrir lífið og ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera áfram til. Hefði þetta verið búið þarna, hefði ég misst af svo miklu.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Helgarviðtal Tengdar fréttir Safna fyrir Ingu Maríu sem slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn Inga María Eyjólfsdóttir, 28 ára leikkona, slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn í janúar. 12. febrúar 2019 13:45 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Sama hvað hver segir, þá vil ég meina að ég geti allt sem ég vil,“ segir Ingamaría. Hún var skírð Inga María við fæðingu en breytti nafninu nýlega í þjóðskrá. Ingamaría byrjaði að leika, syngja og spila á fiðlu sem barn og vissi alltaf að hún ætlaði að verða leikkona. Hún flutti til Kaupmannahafnar í leiklistarnám árið 2012 og ílengdist svo þar í ýmsum verkefnum en flutti alveg heim til Íslands fyrr á þessu ári. „Það er frelsi í því að hjóla hvert sem maður fer og þurfa ekki að eiga bíl. Það er líka fólk þarna frá öllum heiminum þannig að ég kynntist fólki alls staðar að.“ Hélt að hún þyrfti kannski að kveðja Slysið varð þann 14. janúar árið 2019 en Ingamaría var að hjóla yfir götu í Nørrebro hverfinu sem hún bjó í þegar ekið var á hana á miklum hraða. Ingamaría var flutt alvarlega slösuð á bráðamóttöku þar sem hún lá fyrstu dagana meðvitundarlaus í öndunarvél og ekki var vitað hvort hún myndi nokkurn tíman vakna. Hún fékk höfuðhögg og var með miklar innvortis blæðingar. Miltað sprakk, annað nýrað laskaðist og nánast öll vinstri hlið líkamans var mölbrotin. Um tíma var mjög tvísýnt hvort hún myndi lifa af. „Í upphafi þegar mamma kom út, þá var ekkert vitað hvort að mamma myndi þurfa að kveðja mig. Það leit ekkert út fyrir annað en að ég yrði bara heiladauð, hún fékk þær upplýsingar.“ Bílstjórinn, 27 ára karlmaður, hafði ekið langt yfir hámarkshraða. „Ég held að hann hafi fengið átta mánaða fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps. Honum var haldið í nokkra sólarhringa eftir slysið því það átti að kæra hann fyrir manndráp, hefði ég dáið. Það munaði svo litlu.“ Hún upplifir ekki reiði eða biturleika yfir slysinu. „Mér finnst ömurlegt að þetta hafi gerst en ég hef aldrei kennt neinum um þetta. Sá sem keyrði á mig var ekki að reyna að keyra á mig held ég. Ég var bara ein af mörgum og það vildi svo til að hann lenti á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Ingamaría (@ingamariae) Snortin yfir góðvild fólks Þegar Ingamaría komst úr öndunarvél gat hún tjáð sig en líkamlegur bati tók langan tíma. „Ég þurfti að læra flest allar líkamlegar hreyfingar aftur.“ Fjölskylda Ingu efndi til söfnunar til að standa straum af kostnaði vegna slyssins svo móðir hennar gæti dvalið í Kaupmannahöfn hjá Ingumaríu á meðan hún lá þar á sjúkrahúsi, þangað til hún gæti flogið heim til Íslands. „Ég fann það þegar ég kom heim að fólk er svo afskaplega gott. Ég kynntist því í gegnum þessar hamfarir sem slysið var, hvað fólk er gott í sér og vill hjálpa.“ Ingamaría tók því stærstan hluta af bataferlinu á Íslandi umkringd sínum nánustu, en þetta hefur verið langt og erfitt ferli. „Ég kom í endurhæfingu á Grensás í júní 2019. Það var æðislegt og ég er mjög þakklát fyrir starfsfólkið og hvernig var um mig hugsað.“ Lærði þolinmæði Ingamaría segir að andleg líðan í gegnum þetta allt hafi verið mjög sveiflukennd. „Ég þurfti að fá hjálp þar og fór í EMDR meðferð við áfallastreituröskun. Það er með því betra sem ég hef gert fyrir sjálfa mig.“ Ingamaría segir að hún hafi kynnst sjálfri sér alveg upp á nýtt eftir slysið. „Ég er búin að læra að vera þolinmóðari, sem hefur verið vandamál mitt frá fæðingu. Ég er líka farin að virða mín eigin mörk miklu meira. Ég sé enn betur hvað heimurinn er fullur af tækifærum og hvað er margt sem maður getur notið.“ Hún segir að reiðhjólahjálmurinn hafi bjargað lífi sínu, án hans hefði hún ekki verið hér í dag. Ingamaría segir að hún eigi mjög erfitt með að sjá fólk hjóla án hjálms og bílstjóra aka bílum yfir hámarkshraða. „Þegar ég sé fólk fara óvarlega í umferðinni eða einhvern hjóla hjálmlaust, hugsa ég áttu ekki fjölskyldu? Ég var með hjálm og þess vegna er ég lifandi, þetta er svo einfalt.“ Ingamaría byrjaði snemma í leiklist og söng. Hún lauk BA í leiklistarskóla í Danmörku og er nú í söngnámi í Söngskólanum í Reykjavík. Þakklát fyrir tækifærið Ingamaría er ákveðin að láta ekkert stoppa sig í að elta draumana og stefnir áfram á leiklistina. Stærsta verkefnið sem hún hefur unnið í til þessa er kvikmyndin Skuggahverfið eða Shadowtown. „Hann hafði samband við mig hann Jón Einarsson Gústafsson og ég fór í prufu hjá honum í gegnum vefinn. Það er svo áhugavert að það sé hægt að gera þetta svona í dag, ég var bara í Danmörku í prufu. Það var mjög skemmtilegt. Það var ótrúlega gaman að fá tækifæri til þess að vera með í myndinni,“ segir Ingamaría. „Eftir að ég sá myndina var ég sérstaklega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af henni. Ekki bara af því að þetta var skemmtileg reynsla og gaman að vinna í henni heldur var líka ótrúlega flott fólk sem vann að þessari mynd.“ Ingamaría leikur persónuna Sóley í myndinni og er hún traustur vinur, sem er til staðar fyrir þá sem eru nálægt henni. „Hún sér alveg meira en aðrir og skynjar meira en við sjáum á yfirborðinu,“ segir Ingamaría um karakterinn. „Hún er dugleg og þrautseig. Hún er raungóð fyrir þá sem þurfa á henni að halda og réttlát.“ Sýnishorn úr kvikmyndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Allar hliðar manneskjunnar Þó að þetta sé sýnilegasta hlutverk Ingumaríu til þessa, hefur hún þó tekið þátt í mörgum verkefnum í Danmörku. Einnig hefur hún tekið þátt í fleiri myndum í fullri lengd með álíka stór hlutverk en engin af þeim myndum hefur verið sýnd á Íslandi. „Ein þeirra fékk vinnuheitið Flakið og hin er Indónesísk og heitir Amore Merda en sú mynd var tekin að hluta til á Íslandi, hluta í París og á Indónesíu. Ég hef líka tekið þátt í ýmsum auglýsingum í Danmörku, sjónvarpsþáttum og leiksýningum en Skuggahverfið eða Shadowtown er sýnilegasta verkefnið hér á Íslandi hingað til.“ Svo lék hún einnig aukahlutverk í kvikmynd Marteins Thorssonar, XL. „Þetta er afskaplega góð leið til þess að kynnast öllum hliðum manneskjunnar, á miklu dýpra stigi,“ segir Ingamaría um það besta við leiklistina. „Þegar þú ert að leika einhvern, þá ert þú ekkert að leika einhvern á yfirborðinu heldur ferð alltaf á dýptina. Þetta er eiginlega bara verkleg mannfræði,“ segir Ingamaría og hlær. View this post on Instagram A post shared by Ingamaría (@ingamariae) Íslendingar fatta húmorinn „Ég fæ ótrúlega mikinn innblástur frá manneskjum og manneskjulegri hegðun,“ segir Ingamaría um starf leikkonunnar. Ingamaría er opin fyrir nýjum og spennandi tækifærum og útilokar ekki að fara meira erlendis vegna náms eða vinnu. Ræturnar eru samt alltaf á Íslandi. „Ég finn það ótrúlega mikið eftir að ég flutti heim. Ég finn kraftinn úr náttúrunni, hér eru ræturnar mínar. Fólk fattar brandarana mína hérna. Bara það lætur mér líða eins og ég sé heima hjá mér.“ Eftir erfitt verkefni síðustu tvö ár er Ingamaría spennt fyrir því sem fram undan er. „Ég er afskaplega tilbúin fyrir lífið og ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera áfram til. Hefði þetta verið búið þarna, hefði ég misst af svo miklu.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Helgarviðtal Tengdar fréttir Safna fyrir Ingu Maríu sem slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn Inga María Eyjólfsdóttir, 28 ára leikkona, slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn í janúar. 12. febrúar 2019 13:45 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Safna fyrir Ingu Maríu sem slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn Inga María Eyjólfsdóttir, 28 ára leikkona, slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn í janúar. 12. febrúar 2019 13:45