Tækniskólinn í Hafnarfjörð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júlí 2021 15:29 Tækniskólinn á Skólavörðuholti. Spurning hvaða starfsemi tekur við í þessu sögufræga húsnæði. VÍSIR/PJETUR Framtíðarlausn á húsnæðisvanda Tækniskólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sammælst um hana. Hún er í formi nýs húsnæðis við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu viljayfirlýsingu um að byggja slíkt húsnæði undir skólann í gær. „Þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytum um málið. Við undirritunina í gær. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Egill Jónsson, stjórnarformaður Tækniskólans.stjórnarráðið Eins og er starfar skólinn í átta byggingum, sumum í Hafnarfirði, öðrum niðri í miðbæ og meira að segja einu í Grafarvogi. „Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans,“ segir í tilkynningunni. Hafnarfjarðarbær gefur fría lóð án kvaða Í viljayfirlýsingunni sammælast yfirvöld um að skipa fulltrúa í verkefnastjórn, skoða vel fyrirliggjandi þarfagreiningar og tillögur um fyrirkomulag eignarhalds og fjármögnun verkefnisins. Hafnarfjarðarbær staðfestir með viljayfirlýsingunni vilja sinn til að leggja fram stofnfjárframlag frá bænum í formi lóðar án kvaða og gjalda ásamt beinu fjárframlagi samkvæmt nánara samkomulagi. Stefnt er að því að niðurstöður úr greiningarvinnu liggi fyrir í lok nóvember í ár. „Þetta er mikill gleðidagur, því núverandi skólabyggingar dreifast um höfuðborgarsvæðið og eru allt að 75 ára gamlar. Nú byggjum við til framtíðar og styðjumst við hugmyndafræði sem hefur reynst vel um allan heim. Við höfum undirbúið verkefnið vel og erum sannfærð um að ný skólabygging muni stórefla starfs- og tækninám í landinu,“ er haft eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu viljayfirlýsingu um að byggja slíkt húsnæði undir skólann í gær. „Þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytum um málið. Við undirritunina í gær. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Egill Jónsson, stjórnarformaður Tækniskólans.stjórnarráðið Eins og er starfar skólinn í átta byggingum, sumum í Hafnarfirði, öðrum niðri í miðbæ og meira að segja einu í Grafarvogi. „Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans,“ segir í tilkynningunni. Hafnarfjarðarbær gefur fría lóð án kvaða Í viljayfirlýsingunni sammælast yfirvöld um að skipa fulltrúa í verkefnastjórn, skoða vel fyrirliggjandi þarfagreiningar og tillögur um fyrirkomulag eignarhalds og fjármögnun verkefnisins. Hafnarfjarðarbær staðfestir með viljayfirlýsingunni vilja sinn til að leggja fram stofnfjárframlag frá bænum í formi lóðar án kvaða og gjalda ásamt beinu fjárframlagi samkvæmt nánara samkomulagi. Stefnt er að því að niðurstöður úr greiningarvinnu liggi fyrir í lok nóvember í ár. „Þetta er mikill gleðidagur, því núverandi skólabyggingar dreifast um höfuðborgarsvæðið og eru allt að 75 ára gamlar. Nú byggjum við til framtíðar og styðjumst við hugmyndafræði sem hefur reynst vel um allan heim. Við höfum undirbúið verkefnið vel og erum sannfærð um að ný skólabygging muni stórefla starfs- og tækninám í landinu,“ er haft eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira