Tékklistinn fyrir sumarfríið í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. júlí 2021 07:00 Sumar í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Þetta er svo geggjaður árstími: Sumarfríið framundan, samvera með vinum og vandamönnum. Jafnvel sól í heiði. Að fara í sumarfrí felur þó meira í sér en að vaktplanið sé skipulagt og allir upplýstir um þitt frí og annarra. Gott er fyrir okkur sjálf, að undirbúa okkur undir það að vera að fara í frí. Og þar sem góð vísa er sjaldan of oft kveðin, eru hér nokkur góð ráð úr umfjöllun Business Insider. Byrjaðu snemma að undirbúa þig undir fríið Margir kvarta undan því að vera í stressi áður en þeir fara í frí. Ná nánast ekki að fara í fríið á réttum tíma eða mæta jafnvel degi fyrr úr fríi vegna vinnu. Hér snýst málin fyrst og fremst um að byrja snemma að undirbúa sig undir það að fara í frí. Gera verkefnalista fram í tímann og passa þá vel að þar séu aðeins verkefni sem virkilega þurfa að klárast fyrir frí. Vinnunetfangið Með góðum fyrirvara er gott að setja texta niður á blað fyrir tilkynningu vinnutölvupóstsins um að þú sért í fríi. Ræða við samstarfsfólk um hvaða nafn og netfang eigi að gefa upp í þinni fjarveru. Mikilvægir viðskiptavinir Það fer auðvitað eftir því við hvað við störfum hvort það eigi við að láta viðskiptavini vita fyrirfram um sumarfríið þitt. En ef þú ert í þannig starfi að þú ert oft í samskiptum við viðskiptavini, er ágætt að skrifa niður lista af þeim viðskiptavinum sem þú telur æskilegt að viti með fyrirvara að þú ert að fara í frí. Þetta er ágætt að gera einni til tveimur vikum fyrir sumarfrí. Enda er þetta líka gott tilefni til að heyra í góðum viðskiptavinum. Skoðaðu forgangsröðunina vel Eitt er að búa til góðan verkefnalista með góðum fyrirvara en annað er að verkefnin séu unnin í réttri forgangsröðun. Ef forgangsröðun verkefna er ekki góð, er meiri hætta á að þú náir ekki að sinna öllu sem þú vildir fyrir frí og endir í stressinu sem þú ert að reyna að forðast. Það er því gott að gefa sér smá tíma í að skoða þetta atriði sérstaklega vel. Hvernig verður staðan eftir frí: Til dæmis eftir mánuð? Þegar að við undirbúum okkur fyrir fríið, er líka ágætt að horfa aðeins til þeirra verkefna sem eru líkleg til að taka við þegar að við komum aftur úr fríi. Ekki bara fyrstu dagana eftir frí, heldur til dæmis fyrstu vikurnar eftir frí. Hvað er til dæmis líklegt að verði í gangi í vinnunni mánuð eftir frí? Er eitthvað sem er gott að klára fyrir frí, þannig að það sé meira svigrúm til að undirbúa þau verkefni vel eftir frí? Treystu samstarfsfólkinu þínu Hvort sem þú ert í stjórnendastöðu eða ekki, er líka gott að hafa í huga að traust til samstarfsfólksins þíns er lykilatriði. Það eru til dæmis allar líkur á að allt muni ganga mjög vel fyrir sig, þótt þú sért að fara í frí! Fyrir fríið er samt ágætt að fara yfir það með samstarfsfólki, hvort það sé hægt að ná í þig á meðan þú ert í frí og þá hvernig (tölvupóstur, sími?). Eins ef markmiðið þitt er að vera alveg í fríi, þá er gott að ræða það líka við samstarfsfólk og gera ráðstafanir um úthlutun verkefna og/eða upplýsingagjöf um stöðu verkefna í samræmi við það. Góðu ráðin Tengdar fréttir Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01 Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að fara í sumarfrí felur þó meira í sér en að vaktplanið sé skipulagt og allir upplýstir um þitt frí og annarra. Gott er fyrir okkur sjálf, að undirbúa okkur undir það að vera að fara í frí. Og þar sem góð vísa er sjaldan of oft kveðin, eru hér nokkur góð ráð úr umfjöllun Business Insider. Byrjaðu snemma að undirbúa þig undir fríið Margir kvarta undan því að vera í stressi áður en þeir fara í frí. Ná nánast ekki að fara í fríið á réttum tíma eða mæta jafnvel degi fyrr úr fríi vegna vinnu. Hér snýst málin fyrst og fremst um að byrja snemma að undirbúa sig undir það að fara í frí. Gera verkefnalista fram í tímann og passa þá vel að þar séu aðeins verkefni sem virkilega þurfa að klárast fyrir frí. Vinnunetfangið Með góðum fyrirvara er gott að setja texta niður á blað fyrir tilkynningu vinnutölvupóstsins um að þú sért í fríi. Ræða við samstarfsfólk um hvaða nafn og netfang eigi að gefa upp í þinni fjarveru. Mikilvægir viðskiptavinir Það fer auðvitað eftir því við hvað við störfum hvort það eigi við að láta viðskiptavini vita fyrirfram um sumarfríið þitt. En ef þú ert í þannig starfi að þú ert oft í samskiptum við viðskiptavini, er ágætt að skrifa niður lista af þeim viðskiptavinum sem þú telur æskilegt að viti með fyrirvara að þú ert að fara í frí. Þetta er ágætt að gera einni til tveimur vikum fyrir sumarfrí. Enda er þetta líka gott tilefni til að heyra í góðum viðskiptavinum. Skoðaðu forgangsröðunina vel Eitt er að búa til góðan verkefnalista með góðum fyrirvara en annað er að verkefnin séu unnin í réttri forgangsröðun. Ef forgangsröðun verkefna er ekki góð, er meiri hætta á að þú náir ekki að sinna öllu sem þú vildir fyrir frí og endir í stressinu sem þú ert að reyna að forðast. Það er því gott að gefa sér smá tíma í að skoða þetta atriði sérstaklega vel. Hvernig verður staðan eftir frí: Til dæmis eftir mánuð? Þegar að við undirbúum okkur fyrir fríið, er líka ágætt að horfa aðeins til þeirra verkefna sem eru líkleg til að taka við þegar að við komum aftur úr fríi. Ekki bara fyrstu dagana eftir frí, heldur til dæmis fyrstu vikurnar eftir frí. Hvað er til dæmis líklegt að verði í gangi í vinnunni mánuð eftir frí? Er eitthvað sem er gott að klára fyrir frí, þannig að það sé meira svigrúm til að undirbúa þau verkefni vel eftir frí? Treystu samstarfsfólkinu þínu Hvort sem þú ert í stjórnendastöðu eða ekki, er líka gott að hafa í huga að traust til samstarfsfólksins þíns er lykilatriði. Það eru til dæmis allar líkur á að allt muni ganga mjög vel fyrir sig, þótt þú sért að fara í frí! Fyrir fríið er samt ágætt að fara yfir það með samstarfsfólki, hvort það sé hægt að ná í þig á meðan þú ert í frí og þá hvernig (tölvupóstur, sími?). Eins ef markmiðið þitt er að vera alveg í fríi, þá er gott að ræða það líka við samstarfsfólk og gera ráðstafanir um úthlutun verkefna og/eða upplýsingagjöf um stöðu verkefna í samræmi við það.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01 Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01
Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01
Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01