Stórlaxinn fyrrverandi lýsir dramatískum flótta frá Japan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 10:52 Carlos Ghosn sneri við rekstri Nissan og Renault á sínum tíma, en var ákærður fyrir fjármálamisferli í tengslum við rekstur Nissan. Getty/Harold Cunningham Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur nú stigið fram og lýst því í smáatriðum hvernig honum tókst að flýja undan yfirvöldum í Japan. Hann faldi sig meðal annars í hljóðfærakassa til að komast undan eftirliti á flugvelli þar sem einkaþota beið hans. Forstjórinn fyrrverandi flúði ákærur um fjárglæpi í Japan þegar hann gekk laus gegn tryggingu en hann hafði áður setið í fangelsi. Hann flúði til Beirút í Líbanon með viðkomu í Istanbúl í Tyrklandi undir lok árs 2019. Ljóst er að flótti Ghosn var nokkuð dramatískur en í viðtali við BBC sem birtist í dag fer hann í smáatriðum yfir það hvernig honum tókst að flýja frá Japan. Hann hafði verið í haldi yfirvalda í Japan í um eitt ár, fyrst í fangaklefa en síðar í stofufangelsi. Kornið sem fyllti mælinn Hann segir að skilaboð þess efnis að hann mætti ekki lengur eiga í samskiptum við eiginkonu sína í stofufangelsinu hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Augljóst er að flóttinn var þaulskipulagður. „Það var ljóst að ég þyrfti að fela mig einhvern veginn,“ segir Ghosn í viðtali við BBC. „Eina leiðin fyrir mig til þess að fela mig var í einhvers konar tösku svo að enginn gæti séð mig.“ Segir hann að hljóðfærakassi sem yfirleitt er notaður til að þess að ferja hljóðfæri á öruggan máta á milli landa hafi snemma komið til greina sem felustaður. Segist Ghosn hafa reynt að haga sér á eins venjubundinn hátt í aðdraganda flóttans. Hann klæddi sig í venjuleg föt og tók lest til Osaka frá Tókýó. Þar skaust hann inn á hótel þar sem kassinn beið. „Þegar maður er í kasssanum hugsar maður ekki um fortíðina, maður hugsar ekki um framtíðina, eingöngu um það sem er að gerast á því augnabliki,“ segir Ghosn. Eyddi einum og hálfum tíma í kassanum Hann segist hafa verið mjög einbeittur á flóttanum, þar sem hann hafi litið á þetta sem sitt eina tækifæri til þess að losna undan yfirvöldum í Japan. „Þetta er tækifærið, þetta má ekki klikka. Ef þetta mistekst þá er þetta búið spil. Það eina sem bíður er líf fangans í Japan,“ segist Ghosn hafa hugsað með sér í kassanum. Kassar áþekkir þeim sem Ghosn segist hafa falið sig í.Getty/Akintevs Hann telur sig hafa eytt um einum og hálfum tíma í kassanum, en sú stund hafi reyndar liðið á við eitt og hálft ár, að því er Ghosn segir í viðtali við BBC. Bandarísku feðgarnir Michael og Peter Taylor aðstoðuðu Ghosn á flóttanum. Þóttust þeir vera tónlistarmenn með hljóðfæri sem þurfti að ferja í umræddum kassa. Kassinn geymdi hins vegar enginn hljóðfæri, heldur fyrrverandi stórlax úr bílaheiminum, Carlos Ghosn. Michael Taylor á flugvelli í Tyrklandi þar sem einkaþotan millilenti á leiðinni til Líbanons, Ghosn ólst upp í Líbanon. Enginn framsalssamingur er á milli Líbanons og Japans.AP/DHA Áætlunin heppnaðist og þegar feðgarnir og kassinn sem innihélt Ghosn komust í gegnum eftirlitið á flugvellinum var förinni haldið til Beirút, í gegnum Tyrkland. Þar hefur Ghosn haldið til en enginn framsalssamningur er á milli Líbanon og Japans. Feðgarnir tveir voru hins vegar framseldir til Japans frá Bandaríkjunum fyrir þátt sinn í flóttanum, þar sem þeir hafa játað að hafa aðstoðað Ghosn að flýja Japan. Lesa má frétt BBC hér. Japan Líbanon Bílar Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. 14. júní 2021 10:00 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20 Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forstjórinn fyrrverandi flúði ákærur um fjárglæpi í Japan þegar hann gekk laus gegn tryggingu en hann hafði áður setið í fangelsi. Hann flúði til Beirút í Líbanon með viðkomu í Istanbúl í Tyrklandi undir lok árs 2019. Ljóst er að flótti Ghosn var nokkuð dramatískur en í viðtali við BBC sem birtist í dag fer hann í smáatriðum yfir það hvernig honum tókst að flýja frá Japan. Hann hafði verið í haldi yfirvalda í Japan í um eitt ár, fyrst í fangaklefa en síðar í stofufangelsi. Kornið sem fyllti mælinn Hann segir að skilaboð þess efnis að hann mætti ekki lengur eiga í samskiptum við eiginkonu sína í stofufangelsinu hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Augljóst er að flóttinn var þaulskipulagður. „Það var ljóst að ég þyrfti að fela mig einhvern veginn,“ segir Ghosn í viðtali við BBC. „Eina leiðin fyrir mig til þess að fela mig var í einhvers konar tösku svo að enginn gæti séð mig.“ Segir hann að hljóðfærakassi sem yfirleitt er notaður til að þess að ferja hljóðfæri á öruggan máta á milli landa hafi snemma komið til greina sem felustaður. Segist Ghosn hafa reynt að haga sér á eins venjubundinn hátt í aðdraganda flóttans. Hann klæddi sig í venjuleg föt og tók lest til Osaka frá Tókýó. Þar skaust hann inn á hótel þar sem kassinn beið. „Þegar maður er í kasssanum hugsar maður ekki um fortíðina, maður hugsar ekki um framtíðina, eingöngu um það sem er að gerast á því augnabliki,“ segir Ghosn. Eyddi einum og hálfum tíma í kassanum Hann segist hafa verið mjög einbeittur á flóttanum, þar sem hann hafi litið á þetta sem sitt eina tækifæri til þess að losna undan yfirvöldum í Japan. „Þetta er tækifærið, þetta má ekki klikka. Ef þetta mistekst þá er þetta búið spil. Það eina sem bíður er líf fangans í Japan,“ segist Ghosn hafa hugsað með sér í kassanum. Kassar áþekkir þeim sem Ghosn segist hafa falið sig í.Getty/Akintevs Hann telur sig hafa eytt um einum og hálfum tíma í kassanum, en sú stund hafi reyndar liðið á við eitt og hálft ár, að því er Ghosn segir í viðtali við BBC. Bandarísku feðgarnir Michael og Peter Taylor aðstoðuðu Ghosn á flóttanum. Þóttust þeir vera tónlistarmenn með hljóðfæri sem þurfti að ferja í umræddum kassa. Kassinn geymdi hins vegar enginn hljóðfæri, heldur fyrrverandi stórlax úr bílaheiminum, Carlos Ghosn. Michael Taylor á flugvelli í Tyrklandi þar sem einkaþotan millilenti á leiðinni til Líbanons, Ghosn ólst upp í Líbanon. Enginn framsalssamingur er á milli Líbanons og Japans.AP/DHA Áætlunin heppnaðist og þegar feðgarnir og kassinn sem innihélt Ghosn komust í gegnum eftirlitið á flugvellinum var förinni haldið til Beirút, í gegnum Tyrkland. Þar hefur Ghosn haldið til en enginn framsalssamningur er á milli Líbanon og Japans. Feðgarnir tveir voru hins vegar framseldir til Japans frá Bandaríkjunum fyrir þátt sinn í flóttanum, þar sem þeir hafa játað að hafa aðstoðað Ghosn að flýja Japan. Lesa má frétt BBC hér.
Japan Líbanon Bílar Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. 14. júní 2021 10:00 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20 Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. 14. júní 2021 10:00
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25
Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20
Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19
Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45