Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2021 19:00 Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. Sem dæmi má nefna hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands sem hafa hækkað um tæp 190 prósent og í Kviku banka um rúm 134 prósent. Þannig hafa þeir, sem keyptu til dæmis fyrir eina milljón í Eimskip, hagnast um allt að 1,89 milljónir króna. „Það hefur verið talsverð fjölgun félaga á markaði, svona miðað við það sem við höfum séð undanfarin ár. Núna á rúmum mánuði eða tveimur eru fjögur ný félög komin inn; Síldarvinnslan, Íslandsbanki, Play og Solid Clouds. Þessi tvö síðastnefndu eru á First North vaxtamarkaði, markaði fyrir vaxtafyrirtæki. Og samhliða þessu hefur þátttaka einstaklinga fjölgað mikið þannig að það eru miklar sviptingar í gangi má segja,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Hann segir enga eina skýringu á þessari auknu þátttöku á hlutabréfamarkaði, en að stór þáttur séu lækkandi vextir, og aukið sparifé fólks. „Síðan var útboð hjá Icelandair Group í fyrra sem heppnaðist mjög vel og það má svona segja að það hafi rutt brautina fyrir önnur fyrirtæki,” segir hann, en bréf í Icelandair Group hafa hríðlækkað að undanförnu og er félagið nú það eina á markaði sem sýnir neikvæða ávöxtun. Fjölgun hluthafa sé ánægjuefni. „Hlutabréfamarkaðurinn gengur dálítið út á þetta. Hann gengur út á gagnsæi og skýrari leikreglur þannig að stór hópur, breiður hópur fjárfesta, geti komið saman á jafnræðisgrunni og átt þar viðskipti. Þeim mun fleiri þátttakendur þeim mun betri og skilvirkari verður markaðurinn. Og sömuleiðis er þetta gott fyrir atvinnulífið, efnahagslífið og þjóðfélagi. Að fleiri séu þátttakendur og fleiri njóti þess þegar vel gengur, þannig að það er svona grunnurinn að eðlilegra hagkerfi myndi ég segja,” segir Baldur. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að um áhættufjárfestingar sé að ræða. „Hugsa sig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Þetta er vissulega áhættufjárfesting og fólk þarf í raun og veru með svona fjárfestingu að hafa í huga að þetta getur tapast að miklu leyti og jafnvel öllu. Og það eru einhverjar aðferðir til þess að draga úr áhættunni, losar þig aldrei alveg við hana, t.d dreifa áhættu, fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eða jafnvel í gegnum sjóð sem gerir þetta fyrir þig,” segir Baldur. Kauphöllin Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Sem dæmi má nefna hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands sem hafa hækkað um tæp 190 prósent og í Kviku banka um rúm 134 prósent. Þannig hafa þeir, sem keyptu til dæmis fyrir eina milljón í Eimskip, hagnast um allt að 1,89 milljónir króna. „Það hefur verið talsverð fjölgun félaga á markaði, svona miðað við það sem við höfum séð undanfarin ár. Núna á rúmum mánuði eða tveimur eru fjögur ný félög komin inn; Síldarvinnslan, Íslandsbanki, Play og Solid Clouds. Þessi tvö síðastnefndu eru á First North vaxtamarkaði, markaði fyrir vaxtafyrirtæki. Og samhliða þessu hefur þátttaka einstaklinga fjölgað mikið þannig að það eru miklar sviptingar í gangi má segja,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Hann segir enga eina skýringu á þessari auknu þátttöku á hlutabréfamarkaði, en að stór þáttur séu lækkandi vextir, og aukið sparifé fólks. „Síðan var útboð hjá Icelandair Group í fyrra sem heppnaðist mjög vel og það má svona segja að það hafi rutt brautina fyrir önnur fyrirtæki,” segir hann, en bréf í Icelandair Group hafa hríðlækkað að undanförnu og er félagið nú það eina á markaði sem sýnir neikvæða ávöxtun. Fjölgun hluthafa sé ánægjuefni. „Hlutabréfamarkaðurinn gengur dálítið út á þetta. Hann gengur út á gagnsæi og skýrari leikreglur þannig að stór hópur, breiður hópur fjárfesta, geti komið saman á jafnræðisgrunni og átt þar viðskipti. Þeim mun fleiri þátttakendur þeim mun betri og skilvirkari verður markaðurinn. Og sömuleiðis er þetta gott fyrir atvinnulífið, efnahagslífið og þjóðfélagi. Að fleiri séu þátttakendur og fleiri njóti þess þegar vel gengur, þannig að það er svona grunnurinn að eðlilegra hagkerfi myndi ég segja,” segir Baldur. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að um áhættufjárfestingar sé að ræða. „Hugsa sig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Þetta er vissulega áhættufjárfesting og fólk þarf í raun og veru með svona fjárfestingu að hafa í huga að þetta getur tapast að miklu leyti og jafnvel öllu. Og það eru einhverjar aðferðir til þess að draga úr áhættunni, losar þig aldrei alveg við hana, t.d dreifa áhættu, fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eða jafnvel í gegnum sjóð sem gerir þetta fyrir þig,” segir Baldur.
Kauphöllin Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira