Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2021 07:02 Boris Johnson biðlar til landa sinna að fara varlega nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt. AP/Daniel Leal-Olivas Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. Mælt er með grímunotkun á tilteknum svæðum en grímuskylda hefur verið aflögð. Afléttingin kemur þó á heldur viðkvæmum tíma á Englandi þar sem smit í landinu hafa aukist mikið síðustu daga. Þannig er Boris Johnson forsætisráðherra í sóttkví þar sem hann fundaði með Sajid Javid heilbrigðisráðherra sem reyndist síðan smitaður. Sömu sögu er að segja af fjármálaráðherranum Rishi Sunak. Forsætisráðherrann birti myndband á Twitter í gær þar sem hann tilkynnti að hann myndi fara í sóttkví. Þá hvatti hann landa sína til að fara varlega þegar takmörkunum yrði aflétt í dag. Like so many people I've been pinged by NHS Test and Trace as I have been in contact with someone with COVID-19, and I will be self-isolating until Monday 26th July. pic.twitter.com/X57gDpwDqe— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 18, 2021 Sumir vísindamenn eru á því að smituðum eigi eftir að fjölga mikið. Nú greinast um fimmtíu þúsund nýsmitaðir daglega og óttast menn að sú tala verði komin í 200 þúsund síðsumars. Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur leikið lausum hala um Bretlandseyjar undanfarið. Tæplega 70 prósent Breta hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni og því hefur spítalainnlögnum af völdum Covid 19 ekki fjölgað að sama skapi og smituðum. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt BBC af djamminu í nótt. These are the pictures from a nightclub in London last night Many have reopened for the first time since the start of the pandemic.It's as the final stage of unlocking in England began at midnight.More on #BBCBreakfast with @luxmy_ghttps://t.co/hAsY2xummy pic.twitter.com/mbDeDdmbEi— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 19, 2021 England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Mælt er með grímunotkun á tilteknum svæðum en grímuskylda hefur verið aflögð. Afléttingin kemur þó á heldur viðkvæmum tíma á Englandi þar sem smit í landinu hafa aukist mikið síðustu daga. Þannig er Boris Johnson forsætisráðherra í sóttkví þar sem hann fundaði með Sajid Javid heilbrigðisráðherra sem reyndist síðan smitaður. Sömu sögu er að segja af fjármálaráðherranum Rishi Sunak. Forsætisráðherrann birti myndband á Twitter í gær þar sem hann tilkynnti að hann myndi fara í sóttkví. Þá hvatti hann landa sína til að fara varlega þegar takmörkunum yrði aflétt í dag. Like so many people I've been pinged by NHS Test and Trace as I have been in contact with someone with COVID-19, and I will be self-isolating until Monday 26th July. pic.twitter.com/X57gDpwDqe— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 18, 2021 Sumir vísindamenn eru á því að smituðum eigi eftir að fjölga mikið. Nú greinast um fimmtíu þúsund nýsmitaðir daglega og óttast menn að sú tala verði komin í 200 þúsund síðsumars. Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur leikið lausum hala um Bretlandseyjar undanfarið. Tæplega 70 prósent Breta hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni og því hefur spítalainnlögnum af völdum Covid 19 ekki fjölgað að sama skapi og smituðum. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt BBC af djamminu í nótt. These are the pictures from a nightclub in London last night Many have reopened for the first time since the start of the pandemic.It's as the final stage of unlocking in England began at midnight.More on #BBCBreakfast with @luxmy_ghttps://t.co/hAsY2xummy pic.twitter.com/mbDeDdmbEi— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 19, 2021
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40