Anníe Mist átti „undraverðan“ dag og Katrín Tanja ekkert nema bros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 12:00 CrossFit heimurinn fagnaði því að sjá Anníe Mist Þórisdóttir aftur í keppni þeirra bestu. Hún er komin aftur. Instagram/@roguefitness Íslensku CrossFit konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir voru báðar ánægðar með fyrsta daginn sinn á heimsleikunum í CrossFit en þær fá nú tækifæri til að safna orku í dag eftir að hafa klárað fjórar greinar í gær. Katrín Tanja er í sjötta sæti og Anníe Mist er í tólfta sæti. Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í nítjánda sæti. Katrín náði best sjötta sæti í þriðju greininni en Anníe náði best sjöunda sæti í grein númer tvö. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er að stinga af en hún er með 397 stig af 400 mögulegum eða 57 stigum meira en Haley Adams í öðru sæti, 114 stigum meira en Katrín Tanja og 154 stigum meira en Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín Tanja og Anníe Mist gerðu báðar upp fyrsta daginn á Instagram síðum sínum. „Ekkert nema bros eftir fyrsta daginn. Ég elska að keppa. Hvíld á morgun og ég get ekki beðið eftir því að fá að keppa aftur á föstudaginn,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. Anníe Mist sýndi það og sannaði að hún er komin öflug til baka þrátt fyrir að ekki sé liðið ár síðan að hún eignaðist dótturina Freyju Mist í ágúst í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe er að gera betur en hinar mömmurnar í hópnum. Kara Saunders er þannig bara í 34. sæti, 150 stigum á eftir Anníe. Regan Huckaby er i 33. sætinu og Arielle Loewen er i 20. sæti. „Þetta var undraverður dagur. Ég synti lengra en ég hef áður gert, hljóp hraðar en ég hef gert í meira en tvö ár og fékk að keppa í Colosseum höllinni í fyrsta sinn síðan 2018 og það voru engin vonbrigði,“ skrifaði Anníe Mist. „Hvíldardagur á morgun og síðan þrír dagar til viðbótar til að prófa hreysti okkar,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Katrín Tanja er í sjötta sæti og Anníe Mist er í tólfta sæti. Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í nítjánda sæti. Katrín náði best sjötta sæti í þriðju greininni en Anníe náði best sjöunda sæti í grein númer tvö. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er að stinga af en hún er með 397 stig af 400 mögulegum eða 57 stigum meira en Haley Adams í öðru sæti, 114 stigum meira en Katrín Tanja og 154 stigum meira en Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín Tanja og Anníe Mist gerðu báðar upp fyrsta daginn á Instagram síðum sínum. „Ekkert nema bros eftir fyrsta daginn. Ég elska að keppa. Hvíld á morgun og ég get ekki beðið eftir því að fá að keppa aftur á föstudaginn,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. Anníe Mist sýndi það og sannaði að hún er komin öflug til baka þrátt fyrir að ekki sé liðið ár síðan að hún eignaðist dótturina Freyju Mist í ágúst í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe er að gera betur en hinar mömmurnar í hópnum. Kara Saunders er þannig bara í 34. sæti, 150 stigum á eftir Anníe. Regan Huckaby er i 33. sætinu og Arielle Loewen er i 20. sæti. „Þetta var undraverður dagur. Ég synti lengra en ég hef áður gert, hljóp hraðar en ég hef gert í meira en tvö ár og fékk að keppa í Colosseum höllinni í fyrsta sinn síðan 2018 og það voru engin vonbrigði,“ skrifaði Anníe Mist. „Hvíldardagur á morgun og síðan þrír dagar til viðbótar til að prófa hreysti okkar,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira