Aftur til vinnu eftir frí: Sex góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 07:01 Það getur verið þrælerfitt að mæta aftur til vinnu eftir gott sumarfrí. Vísir/Getty Eftir dásamlegt frí, jafnvel sólardaga, er komið að því: Við þurfum að byrja aftur að vinna! Og þá gildir um marga að fá smá hnút í magann. Finna jafnvel til þess að „nenna” varla. Þótt við séum almennt ánægð í vinnunni okkar. Enda engin von: Stundum erum við hálf þreytt eftir fríin okkar (já það er staðreynd!) og oft erum við bara svo afslöppuð og sæl að við varla tímum að slá af sælunni. Oooooh.... já, þetta getur verið erfitt. En í þessu eru auðvitað til góð ráð eins og í svo mörgu öðru og hér eru nokkur: 1. Taktu þér frí eftir fríið (ef þú getur) Mörg okkar nýta fríið til að ferðast og fyrir hertar sóttvarnarreglur voru margir á ferð og flugi. Við áttum líka góða verslunarmannahelgi. En oft erum við þreytt eftir frí þannig að ef þú mögulega getur skipulagt fríið þitt þannig að þú náir að minnsta kosti einum frídegi heima við, áður en þú byrjar að vinna, þá er það oft gott. Tveggja daga frí heima við eftir frí væri jafnvel enn betra. Því þá náum við að ganga frá öllu heima, versla inn og koma heimilinu í stand í rólegheitunum. Náum að njóta þess aðeins og slappa af. Ef þetta er ekki í boði í þetta sinn og þú finnur samt að frí heima við eftir fríið hefði verið kærkomið, mundu þá þetta atriði fyrir næsta ár. 2. Að auðvelda sér fyrsta vinnudaginn Í stað þess að mæta til vinnu og demba sér af stað í verkefni er ágætt að ákveða fyrirfram að fyrsta morguninn í vinnunni ætlar þú að gefa þér smá tíma í næði til að vinna að mjög góðum verkefnalista. Þar skráir þú ekki aðeins verkefni dagsins, heldur vandar þig sérstaklega við að forgangsraða og taka ákvörðun um hvað nákvæmlega þú þarft að gera þennan fyrsta dag. Ágætis ráð er að byrja á því að skoða þau verkefni sem þú náðir ekki að klára fyrir frí. Því það að gleyma sér við verkefni sem við vorum að vinna að fyrir sumarfríið, hjálpar huganum að koma sér í vinnugírinn á ný. Ekki ráðast í of stór eða viðamikil verkefni fyrsta vinnudaginn. Kláraðu frekar einfaldari og fljótlegri verkefni. Leyfðu þér að taka fyrsta vinnudaginn í smá hænuskrefum. 3. Smá „dash” af fríinu með í vinnuna Eins og í góðum uppskriftum er ekki vitlaust að taka með sér smá ,,dash” af sumarfríinu í vinnuna. Í gegnum árin hefur það til dæmis verið vinsælt víða á vinnustöðum að koma með fríhafnarnammi fyrir vinnufélaga fyrsta daginn eftir frí. Á tímum Covid á þetta minna við. En auðveld leið til að leyfa okkur að njóta svolítið minninga úr fríinu er að sýna vinnufélögum nokkrar myndir í símanum eða skoða nokkrar myndir sjálf. Því rannsóknir hafa sýnt að það að leyfa okkur að fá smá nasaþef af fríinu þegar að við mætum aftur til vinnu, gefur okkur vellíðunar- og ánægjutilfinningu. Sem aftur gefur okkur orku og aukna afkastagetu. 4. Spjallaðu við vinnufélagana Mjög líklega munu einhverjir vinnufélagar spyrja þig hvernig fríið hjá þér var. Taktu vel á móti þessum spurningum og njóttu þess að segja frá. Helst í gamansömum tón og á jákvæðum nótum. Því þannig spjall eykur ánægju- og gleðitilfinninguna okkar. Hlustaðu líka á sumarfríssögur vinnufélaganna þinna og spurðu hvernig þeim fannst fríið. Því almennt gildir að fólki finnst gaman að segja frá sumarfríinu sínu þegar það mætir aftur til vinnu. Spjall sem þetta eykur á ný tengslin okkar við vinnufélaga og vinnustaðinn. 5. Nýju vinnugleraugun Eitt það besta við góð sumarfrí er að það er bæði gott fyrir þig og gott fyrir vinnuveitandann. Því það að ná góðri hvíld skilar okkur ekki bara til baka sem úthvíldum og ánægðum starfsmönnum heldur gerir hvíldin það að verkum að við fáum oft nýjar og ferskar hugmyndir. Að mæta aftur til vinnu og vera meðvituð um að vera með ný vinnugleraugu á nefinu eftir gott frí og góða hvíld, þýðir í raun að okkur gæti hreinlega dottið eitthvað nýtt í hug eða að eitthvað sem áður virtist flókið er það ekki lengur. Vertu opin/n fyrir því að leyfa þessum hugmyndum að koma til þín. 6. Og loks eru það pásurnar Eftir gott frí er mjög mikilvægt að ofkeyra sig ekki strax á fyrsta vinnudegi. Það er streituvaldandi og líklegt til að hafa áhrif á það hvernig þú mætir til vinnu á degi númer 2, 3 og svo framvegis. Að gíra sig upp í stress og streitu er svo sannarlega ekki rétta leiðin til að mæta aftur til vinnu eftir gott sumarfrí. Hvorki fyrir þig né vinnuveitandann og þá ekki síst á tímum Covid þegar áhyggjurnar eru jafnvel fleiri og meiri en nokkru sinni fyrr. Mundu því eftir að taka þér regluleg hlé frá vinnu í dag. Góðu ráðin Heilsa Vinnustaðurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Tékklistinn fyrir sumarfríið í vinnunni Þetta er svo geggjaður árstími: Sumarfríið framundan, samvera með vinum og vandamönnum. Jafnvel sól í heiði. 14. júlí 2021 07:00 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Enda engin von: Stundum erum við hálf þreytt eftir fríin okkar (já það er staðreynd!) og oft erum við bara svo afslöppuð og sæl að við varla tímum að slá af sælunni. Oooooh.... já, þetta getur verið erfitt. En í þessu eru auðvitað til góð ráð eins og í svo mörgu öðru og hér eru nokkur: 1. Taktu þér frí eftir fríið (ef þú getur) Mörg okkar nýta fríið til að ferðast og fyrir hertar sóttvarnarreglur voru margir á ferð og flugi. Við áttum líka góða verslunarmannahelgi. En oft erum við þreytt eftir frí þannig að ef þú mögulega getur skipulagt fríið þitt þannig að þú náir að minnsta kosti einum frídegi heima við, áður en þú byrjar að vinna, þá er það oft gott. Tveggja daga frí heima við eftir frí væri jafnvel enn betra. Því þá náum við að ganga frá öllu heima, versla inn og koma heimilinu í stand í rólegheitunum. Náum að njóta þess aðeins og slappa af. Ef þetta er ekki í boði í þetta sinn og þú finnur samt að frí heima við eftir fríið hefði verið kærkomið, mundu þá þetta atriði fyrir næsta ár. 2. Að auðvelda sér fyrsta vinnudaginn Í stað þess að mæta til vinnu og demba sér af stað í verkefni er ágætt að ákveða fyrirfram að fyrsta morguninn í vinnunni ætlar þú að gefa þér smá tíma í næði til að vinna að mjög góðum verkefnalista. Þar skráir þú ekki aðeins verkefni dagsins, heldur vandar þig sérstaklega við að forgangsraða og taka ákvörðun um hvað nákvæmlega þú þarft að gera þennan fyrsta dag. Ágætis ráð er að byrja á því að skoða þau verkefni sem þú náðir ekki að klára fyrir frí. Því það að gleyma sér við verkefni sem við vorum að vinna að fyrir sumarfríið, hjálpar huganum að koma sér í vinnugírinn á ný. Ekki ráðast í of stór eða viðamikil verkefni fyrsta vinnudaginn. Kláraðu frekar einfaldari og fljótlegri verkefni. Leyfðu þér að taka fyrsta vinnudaginn í smá hænuskrefum. 3. Smá „dash” af fríinu með í vinnuna Eins og í góðum uppskriftum er ekki vitlaust að taka með sér smá ,,dash” af sumarfríinu í vinnuna. Í gegnum árin hefur það til dæmis verið vinsælt víða á vinnustöðum að koma með fríhafnarnammi fyrir vinnufélaga fyrsta daginn eftir frí. Á tímum Covid á þetta minna við. En auðveld leið til að leyfa okkur að njóta svolítið minninga úr fríinu er að sýna vinnufélögum nokkrar myndir í símanum eða skoða nokkrar myndir sjálf. Því rannsóknir hafa sýnt að það að leyfa okkur að fá smá nasaþef af fríinu þegar að við mætum aftur til vinnu, gefur okkur vellíðunar- og ánægjutilfinningu. Sem aftur gefur okkur orku og aukna afkastagetu. 4. Spjallaðu við vinnufélagana Mjög líklega munu einhverjir vinnufélagar spyrja þig hvernig fríið hjá þér var. Taktu vel á móti þessum spurningum og njóttu þess að segja frá. Helst í gamansömum tón og á jákvæðum nótum. Því þannig spjall eykur ánægju- og gleðitilfinninguna okkar. Hlustaðu líka á sumarfríssögur vinnufélaganna þinna og spurðu hvernig þeim fannst fríið. Því almennt gildir að fólki finnst gaman að segja frá sumarfríinu sínu þegar það mætir aftur til vinnu. Spjall sem þetta eykur á ný tengslin okkar við vinnufélaga og vinnustaðinn. 5. Nýju vinnugleraugun Eitt það besta við góð sumarfrí er að það er bæði gott fyrir þig og gott fyrir vinnuveitandann. Því það að ná góðri hvíld skilar okkur ekki bara til baka sem úthvíldum og ánægðum starfsmönnum heldur gerir hvíldin það að verkum að við fáum oft nýjar og ferskar hugmyndir. Að mæta aftur til vinnu og vera meðvituð um að vera með ný vinnugleraugu á nefinu eftir gott frí og góða hvíld, þýðir í raun að okkur gæti hreinlega dottið eitthvað nýtt í hug eða að eitthvað sem áður virtist flókið er það ekki lengur. Vertu opin/n fyrir því að leyfa þessum hugmyndum að koma til þín. 6. Og loks eru það pásurnar Eftir gott frí er mjög mikilvægt að ofkeyra sig ekki strax á fyrsta vinnudegi. Það er streituvaldandi og líklegt til að hafa áhrif á það hvernig þú mætir til vinnu á degi númer 2, 3 og svo framvegis. Að gíra sig upp í stress og streitu er svo sannarlega ekki rétta leiðin til að mæta aftur til vinnu eftir gott sumarfrí. Hvorki fyrir þig né vinnuveitandann og þá ekki síst á tímum Covid þegar áhyggjurnar eru jafnvel fleiri og meiri en nokkru sinni fyrr. Mundu því eftir að taka þér regluleg hlé frá vinnu í dag.
Góðu ráðin Heilsa Vinnustaðurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Tékklistinn fyrir sumarfríið í vinnunni Þetta er svo geggjaður árstími: Sumarfríið framundan, samvera með vinum og vandamönnum. Jafnvel sól í heiði. 14. júlí 2021 07:00 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01
Tékklistinn fyrir sumarfríið í vinnunni Þetta er svo geggjaður árstími: Sumarfríið framundan, samvera með vinum og vandamönnum. Jafnvel sól í heiði. 14. júlí 2021 07:00
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01
Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00