Nýju indónísku Ólympíumeistararnir fá hverja ótrúlegu gjöfina á fætur annarri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 10:30 Greysia Polii og Apriyani Rahayu (liggjand) fagna hér þegar sigurinn og gullverðlaunin voru í húsi. AP/Dita Alangkara Það er óhætt að segja að Indónesía sé stolt af fyrstu gullverðlaunahöfum sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Badminton konurnar Greysia Polii og Apriyani Rahayu unnu gull í tvíliðaleik eftir að hafa unnið þær kínversku Chen Qing Chen og Jia Yi Fan í úrslitaleiknum, 21-19 og 21-15. Indonesia celebrates Olympic gold offering the winners five cows, a meatball restaurant and a new house #Olympics https://t.co/8Fmjo7pidg— Spencer Wells (@spwells) August 4, 2021 Badminton er mjög vinsælt í suðaustur Asíu og fjölmennasta landið, Indónesía, er þar engin undantekning. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Indónesíu á þessum leikum og þau áttundu í sögunni. Öll átta hafa unnist í badminton. Það er þó fækkun hjá þeim sem stunda badminton íþróttina í landinu sem sérfræðingar tengja kórónuveirunni og því er sigur Polii og Rahayu mikilvægur fyrir framtíð badmintons í landinu enda hefur gullið þeirra verið stærsta fréttin þar síðan á mánudaginn. Það hefur heldur ekki vantað viðbrögðin í heimalandinu og þær Polii og Rahayu hafa hreinlega hlaðnar gjöfum síðustu dögum. Sumar þeirra eru engar smágjafir. Greysia Polii og Apriyani Rahayu með gullverðlaun sín.AP/Markus Schreiber Ríkisstjórnin ákvað að verðlauna gull tvíeykið sitt með fimm milljörðum rúpía eða 349 þúsund Bandaríkjadala sem gera um 43 milljónir íslenskra króna. Aðrir landsmenn hafa líka vilja fagna þeim með því að gefa gjafir og sumar mjög óvenjulegar. Heimabær Apriyani á Sulawesi eyju gaf henni heilt hús og fimm kýr með og þá hefur veitingastaður sem sérhæfir sig í kjötbollum ákveðið að gefa þeim sitthvort útbúið. Forsetinn Joko Widodo sagði á Twitter að erfiður og æsispennandi sigur þeirra væri gjöf til landsins í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. ágúst næstkomandi. Sigur þeirra er talinn ekki bara vekja athygli á badminton í landinu heldur einnig á kvennaíþróttum. Þetta var fyrsta gull Indónesíu í kvennagrein síðan á Ól í Barcelona 1992 en á síðustu leikum þá vann Indónesía reyndar gull í tvenndarleik. Greysia er 33 ára gömul og var því búin að bíða lengi eftir þessari stundu. „Ég fæddist til að verða badminton spilari. Ég hafði trú allan tíma, jafnvel þegar ég var þrettán ára, að ég vildi og ætlaði að skrifa söguna fyrir Indónesíu,“ sagði Greysia Polii. Apriyani Rahayu er tíu árum yngri en hún. Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Indónesía Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Sjá meira
Badminton konurnar Greysia Polii og Apriyani Rahayu unnu gull í tvíliðaleik eftir að hafa unnið þær kínversku Chen Qing Chen og Jia Yi Fan í úrslitaleiknum, 21-19 og 21-15. Indonesia celebrates Olympic gold offering the winners five cows, a meatball restaurant and a new house #Olympics https://t.co/8Fmjo7pidg— Spencer Wells (@spwells) August 4, 2021 Badminton er mjög vinsælt í suðaustur Asíu og fjölmennasta landið, Indónesía, er þar engin undantekning. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Indónesíu á þessum leikum og þau áttundu í sögunni. Öll átta hafa unnist í badminton. Það er þó fækkun hjá þeim sem stunda badminton íþróttina í landinu sem sérfræðingar tengja kórónuveirunni og því er sigur Polii og Rahayu mikilvægur fyrir framtíð badmintons í landinu enda hefur gullið þeirra verið stærsta fréttin þar síðan á mánudaginn. Það hefur heldur ekki vantað viðbrögðin í heimalandinu og þær Polii og Rahayu hafa hreinlega hlaðnar gjöfum síðustu dögum. Sumar þeirra eru engar smágjafir. Greysia Polii og Apriyani Rahayu með gullverðlaun sín.AP/Markus Schreiber Ríkisstjórnin ákvað að verðlauna gull tvíeykið sitt með fimm milljörðum rúpía eða 349 þúsund Bandaríkjadala sem gera um 43 milljónir íslenskra króna. Aðrir landsmenn hafa líka vilja fagna þeim með því að gefa gjafir og sumar mjög óvenjulegar. Heimabær Apriyani á Sulawesi eyju gaf henni heilt hús og fimm kýr með og þá hefur veitingastaður sem sérhæfir sig í kjötbollum ákveðið að gefa þeim sitthvort útbúið. Forsetinn Joko Widodo sagði á Twitter að erfiður og æsispennandi sigur þeirra væri gjöf til landsins í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. ágúst næstkomandi. Sigur þeirra er talinn ekki bara vekja athygli á badminton í landinu heldur einnig á kvennaíþróttum. Þetta var fyrsta gull Indónesíu í kvennagrein síðan á Ól í Barcelona 1992 en á síðustu leikum þá vann Indónesía reyndar gull í tvenndarleik. Greysia er 33 ára gömul og var því búin að bíða lengi eftir þessari stundu. „Ég fæddist til að verða badminton spilari. Ég hafði trú allan tíma, jafnvel þegar ég var þrettán ára, að ég vildi og ætlaði að skrifa söguna fyrir Indónesíu,“ sagði Greysia Polii. Apriyani Rahayu er tíu árum yngri en hún.
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Indónesía Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Sjá meira