Milljónir hafa horft á stikluna fyrir kvikmyndina Dýrið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 15:14 Stikla úr myndinni Dýrið eða Lamb. Hér má sjá leikkionuna Naomi Rapace. Dýrið Íslenska kvikmyndin Dýrið vakti gríðarlega athygli þegar hún var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og nú er stiklan fyrir myndina að fá metáhorf. Dýrið fékk verðlaun fyrir frumleika í Un Certain Regard keppninni og erlendir fjölmiðlar kepptust við að ausa hana lofi. Eftirvænting fyrir frumsýningu hennar fer vaxandi eins og áhorfið á einstaklega vel heppnaða alþjóðlega stikluna sýnir. Á rúmri viku er búið að horfa á stikluna tæplega 1.8 milljón sinnum á Twitter reikningi A24 og 2.6 milljón sinnum á vinsælustu útgáfuna á Youtube til viðbótar. Þá eru ótalin milljón áhorf á Facebook og hundruð þúsund áhorfa á aðrar útgáfur af stiklunni á Youtube: Þá eru tugir búin að birta Youtube myndbönd af sér að bregðast við stiklunni, búið að ræða hana á vinsælum kvikmynda bloggum og hlaðvörpum og bókstaflega þúsundir sagt hug sinn á Twitter. Það er ekki hægt að líkja viðbrögðunum við stiklu fyrir Dýrið við neina aðra íslenska kvikmynd eða sjónvarpsefni hingað til, segja aðstandendur myndarinnar. Bandaríska framleiðslu-og dreifingarfyrirtækið A24 tryggði sér sýningarrétt að Dýrinu í Norður-Ameríku. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Myndin var tekin upp í Hörgársveit. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk hennar fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk. Dýrið verður frumsýnd í lok september hér á landi og 8.október í Bandaríkjunum og heitir þar Lamb. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. 28. júlí 2021 11:59 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02 A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. 5. júlí 2021 21:24 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr Sjá meira
Dýrið fékk verðlaun fyrir frumleika í Un Certain Regard keppninni og erlendir fjölmiðlar kepptust við að ausa hana lofi. Eftirvænting fyrir frumsýningu hennar fer vaxandi eins og áhorfið á einstaklega vel heppnaða alþjóðlega stikluna sýnir. Á rúmri viku er búið að horfa á stikluna tæplega 1.8 milljón sinnum á Twitter reikningi A24 og 2.6 milljón sinnum á vinsælustu útgáfuna á Youtube til viðbótar. Þá eru ótalin milljón áhorf á Facebook og hundruð þúsund áhorfa á aðrar útgáfur af stiklunni á Youtube: Þá eru tugir búin að birta Youtube myndbönd af sér að bregðast við stiklunni, búið að ræða hana á vinsælum kvikmynda bloggum og hlaðvörpum og bókstaflega þúsundir sagt hug sinn á Twitter. Það er ekki hægt að líkja viðbrögðunum við stiklu fyrir Dýrið við neina aðra íslenska kvikmynd eða sjónvarpsefni hingað til, segja aðstandendur myndarinnar. Bandaríska framleiðslu-og dreifingarfyrirtækið A24 tryggði sér sýningarrétt að Dýrinu í Norður-Ameríku. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Myndin var tekin upp í Hörgársveit. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk hennar fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk. Dýrið verður frumsýnd í lok september hér á landi og 8.október í Bandaríkjunum og heitir þar Lamb. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. 28. júlí 2021 11:59 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02 A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. 5. júlí 2021 21:24 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr Sjá meira
Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. 28. júlí 2021 11:59
Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14
Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02
A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. 5. júlí 2021 21:24