Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg og eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Árni Jóhannsson skrifar 11. ágúst 2021 23:12 Fylkir tekur á móti Haukum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Leikið var á Würth vellinum í Árbænum undir flóðljósunum og skapaðist fínasta stemmning á leiknum. Fyrirfram var búist við því að Fylkir kæmist áfram úr þessari viðureign. Það varð og raunin en eins og oft verður með leiki úrvalsdeildarliða gegn neðri deildarliðum þá gerði vanmatið vart við sig og fæðingin varð erfiðari en áhangendur Fylkis bjuggust við og vonuðust líklegast eftir. Það tók ekki langan tíma fyrir heimamenn að komast yfir en á sjöttu mínútu leiksins fiskuðu þeir vítaspyrnu þegar markvörður Hauka keyrði niður Malthe Rasmussen í teignum. Orri Hrafn Kjartansson steig á punktinn og smurði hann knettinum út við stöngina en Terrance Dieterich fór í rétt horn en var ekki nógu snöggur til að ná að slá boltann framhjá. Heimamenn höfðu góð tök á leiknum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Haukar sýndu þó að þeir gætu velgt andstæðingum sínum undir uggum. Þeir náðu þó ekki að gera nóg til að skora en Fylkismenn óðu heldur ekki í færum þó þeir væru meira með boltann og því var staðan 1-0 í hálfleik. Haukar bitu í skjaldarrendur og jöfnuðu metin strax á 46. mínútu eða fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Frosti Brynjólfsson átti þá sendingu fyrir markið af vinstri kanti sem Ólafur, markvörður Fylkis, sló út í teiginn. Tómas Leó Ásgeirsson var fyrstur að átta sig á stöðunni og náði hann að moka boltanum yfir línuna og jafna. Fór væntanlega um margan Árbæinginn en við vitum að allt getur gerst í bikarnum. Fylkismenn náðu hinsvegar að bregðast vel við mótlætinu og tóku aftur völdin á leiknum. Uppskáru þeir mark á 53. mínútu og var þar að verki áður nefndu Malthe Rasmussen. Þórður Gunnar Hafþórsson sprengdi upp hægri kantinn, framhjá bakverðinum og sendi fyrir. Þar fékk Malthe boltann og þrumaði hann honum stöngina og inn. Fylkismenn duttu þá aftur aðeins niður og Haukar reyndu að ganga á lagið. Þeim gekk ágætlega að skapa sér færi en það gerðu Fylkismenn líka. Markverðir liðanna voru hinsvegar vel á verði og þau skot sem rötuðu á markið réðu þeir við og því fór sem fór. Fylkismenn voru væntanlega fegnir þegar flautað var til leiksloka en það þýddi að þeir eru komnir áfram og skilja Hauka eftir með sárt ennið. Afhverju vann Fylkir? Í dag var það gæðamunurinn á liðunum en það sást alveg á löngum köflum hvort liðið er í úrvalsdeildinni og hvað ekki. Haukar geta þó gengið stoltir frá borði því þeir gerðu eins vel og þeir gátu og heimamönnum leið örugglega ekki vel í leiknum. Bestur á vellinum? Malthe Rasmussen er nýr leikmaður Fylkis en hann gerði heldur betur gott mót í dag. Hann fiskaði víti, skoraði mark og var ógnandi á löngum köflum leiksins. Hjá Haukum stóð Terrance Dietrich sig vel og kom í veg fyrir að sigurinn hefði orðið stærri. Hvað gekk illa? Það gekk illa að skora og skapa sér færi á löngum köflum leiksins. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og verður hann væntanlega ekki valinn oft í framtíðinni til endursýningar í sjónvarpinu. Hvað næst? Haukar snúa sér aftur að deildarkeppninni en þar þurfa þeir að fara að rífa sig í gang ef ekki á illa að fara. Fylkismenn bíða næstu mótherja í bikarnum hinsvegar en þeir eru komnir í 8-liða úrslit. Igor Bjarni Kostic: Svo er þetta bara stundum spurning um heppni líka Þrátt fyrir tap sinna manna þá gat þjálfari Hauka gengið hnarreistur frá borði enda gáfu Haukar Fylkismönnum hörkuleik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Eg er mjög sáttur. Við vorum pressulausir í þessum leik, lögðum deildina aðeins til hliðar og ætluðum bara að gera okkar í kvöld. Mér fannst við gera það og þetta var allavega leikur.“ Haukar náðu að jafna metin strax í upphafi seinni hálfleiks og var Igor spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í klefanum í hálfleik. „Við vildum stíga aðeins hærra á þá. Vildum koma hærra á völlinn til að spara lappirnar okkar, hefja vörnina hærra á vellinum og sjá hvort við næðum að stressa þá eitthvað og skapa eitthvað ójafnvægi hjá þeim. Það tókst ágætlega en hættan við þetta var að Fylkir gat opnað okkur og þeir gerðu það í nokkrum atvikum. Þetta er gott lið og maður bjóst við því en þetta var flott hjá mínum mönnum.“ Nú fer að síga á seinni hluta deildarkeppna á landinu og var Igor spurður að því hvað hann ætlaði að taka með sér úr þessum leik í lokabardagann. „Algjörlega það að við getum spilað á þennan hátt, pressulausir, við þurfum ekkert að huga að því hvað er búið að gerast eða hvað getur gerst. Við ætlum bara að lifa þennan eina leik í einu og sjá hvort við getum ekki fengið eitthvað út úr honum.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvar herslumunurinn hefði verið í kvöld til að jafna leikinn. „Það er augljós deildarmunur. Þetta var kannski stærð leiksins. Mínir strákar hefðu mátt vera aðeins kaldari þegar við vorum komnir í álitlegar stöður en þeir fá allt hrós í heiminum fyrir það að hafa reynt og komist í þessar stöður. Svo er þetta bara stundum spurning um heppni líka.“ Ásgeir Eyþórsson: Gerðum okkur þetta óþarflega erfitt Fyrirliði Fylkis var að vonum ánægður með úrslitin en hann var sammála því að Fylkir hefði bara gert nóg í kvöld til að komast áfram. „Við byrjuðum þetta vel og það var gott að fá mark í byrjun. Svo veit ég ekki hvað gerist það er eins og að við héldum að þetta væri komið. Við duttum niður og mér fannst við klaufalegir í uppspili og vorum að gefa mikið af breikum á okkur og gerðum okkur þetta óþarflega erfitt. Sterkt samt að ná í sigurinn og þetta snerist um það.“ Ásgeir var spurður að því hvort að Haukar hafi komið honum eitthvað á óvart. „Svo sem ekki. Maður veit að þetta er stærsti leikur tímabilsins hjá svona liðum þannig að maður vissi að þeir væru vel gíraðir. Þeir voru bara mjög öflugir í kvöld.“ Ásgeir var svo spurður út í nýja leikmanninn Malthe Rasmussen. „Hann var mjög góður í dag. Eiginlega okkar besti maður, mjög öflugur og það var gaman að sjá hann. Hann fiskaði víti og skoraði geggjað mark og það hefur verið gaman að fylgjast með honum á æfingum. Hann mun klárlega styrkja okkur.“ Að lokum var Ásgeir spurður að því hvort að gott gengi í bikarnum skipti máli fyrir félag sem væri í kjalllarabaráttunni í deildinni. „Ég held það klárlega. Það er orðið dálítið langt síðan að við unnum leik þannig að þetta var kærkominn sigur. Það er gott að komast á smá bikarsprett og að þetta muni hjálpa okkur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Fylkir Haukar
Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Leikið var á Würth vellinum í Árbænum undir flóðljósunum og skapaðist fínasta stemmning á leiknum. Fyrirfram var búist við því að Fylkir kæmist áfram úr þessari viðureign. Það varð og raunin en eins og oft verður með leiki úrvalsdeildarliða gegn neðri deildarliðum þá gerði vanmatið vart við sig og fæðingin varð erfiðari en áhangendur Fylkis bjuggust við og vonuðust líklegast eftir. Það tók ekki langan tíma fyrir heimamenn að komast yfir en á sjöttu mínútu leiksins fiskuðu þeir vítaspyrnu þegar markvörður Hauka keyrði niður Malthe Rasmussen í teignum. Orri Hrafn Kjartansson steig á punktinn og smurði hann knettinum út við stöngina en Terrance Dieterich fór í rétt horn en var ekki nógu snöggur til að ná að slá boltann framhjá. Heimamenn höfðu góð tök á leiknum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Haukar sýndu þó að þeir gætu velgt andstæðingum sínum undir uggum. Þeir náðu þó ekki að gera nóg til að skora en Fylkismenn óðu heldur ekki í færum þó þeir væru meira með boltann og því var staðan 1-0 í hálfleik. Haukar bitu í skjaldarrendur og jöfnuðu metin strax á 46. mínútu eða fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Frosti Brynjólfsson átti þá sendingu fyrir markið af vinstri kanti sem Ólafur, markvörður Fylkis, sló út í teiginn. Tómas Leó Ásgeirsson var fyrstur að átta sig á stöðunni og náði hann að moka boltanum yfir línuna og jafna. Fór væntanlega um margan Árbæinginn en við vitum að allt getur gerst í bikarnum. Fylkismenn náðu hinsvegar að bregðast vel við mótlætinu og tóku aftur völdin á leiknum. Uppskáru þeir mark á 53. mínútu og var þar að verki áður nefndu Malthe Rasmussen. Þórður Gunnar Hafþórsson sprengdi upp hægri kantinn, framhjá bakverðinum og sendi fyrir. Þar fékk Malthe boltann og þrumaði hann honum stöngina og inn. Fylkismenn duttu þá aftur aðeins niður og Haukar reyndu að ganga á lagið. Þeim gekk ágætlega að skapa sér færi en það gerðu Fylkismenn líka. Markverðir liðanna voru hinsvegar vel á verði og þau skot sem rötuðu á markið réðu þeir við og því fór sem fór. Fylkismenn voru væntanlega fegnir þegar flautað var til leiksloka en það þýddi að þeir eru komnir áfram og skilja Hauka eftir með sárt ennið. Afhverju vann Fylkir? Í dag var það gæðamunurinn á liðunum en það sást alveg á löngum köflum hvort liðið er í úrvalsdeildinni og hvað ekki. Haukar geta þó gengið stoltir frá borði því þeir gerðu eins vel og þeir gátu og heimamönnum leið örugglega ekki vel í leiknum. Bestur á vellinum? Malthe Rasmussen er nýr leikmaður Fylkis en hann gerði heldur betur gott mót í dag. Hann fiskaði víti, skoraði mark og var ógnandi á löngum köflum leiksins. Hjá Haukum stóð Terrance Dietrich sig vel og kom í veg fyrir að sigurinn hefði orðið stærri. Hvað gekk illa? Það gekk illa að skora og skapa sér færi á löngum köflum leiksins. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og verður hann væntanlega ekki valinn oft í framtíðinni til endursýningar í sjónvarpinu. Hvað næst? Haukar snúa sér aftur að deildarkeppninni en þar þurfa þeir að fara að rífa sig í gang ef ekki á illa að fara. Fylkismenn bíða næstu mótherja í bikarnum hinsvegar en þeir eru komnir í 8-liða úrslit. Igor Bjarni Kostic: Svo er þetta bara stundum spurning um heppni líka Þrátt fyrir tap sinna manna þá gat þjálfari Hauka gengið hnarreistur frá borði enda gáfu Haukar Fylkismönnum hörkuleik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Eg er mjög sáttur. Við vorum pressulausir í þessum leik, lögðum deildina aðeins til hliðar og ætluðum bara að gera okkar í kvöld. Mér fannst við gera það og þetta var allavega leikur.“ Haukar náðu að jafna metin strax í upphafi seinni hálfleiks og var Igor spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í klefanum í hálfleik. „Við vildum stíga aðeins hærra á þá. Vildum koma hærra á völlinn til að spara lappirnar okkar, hefja vörnina hærra á vellinum og sjá hvort við næðum að stressa þá eitthvað og skapa eitthvað ójafnvægi hjá þeim. Það tókst ágætlega en hættan við þetta var að Fylkir gat opnað okkur og þeir gerðu það í nokkrum atvikum. Þetta er gott lið og maður bjóst við því en þetta var flott hjá mínum mönnum.“ Nú fer að síga á seinni hluta deildarkeppna á landinu og var Igor spurður að því hvað hann ætlaði að taka með sér úr þessum leik í lokabardagann. „Algjörlega það að við getum spilað á þennan hátt, pressulausir, við þurfum ekkert að huga að því hvað er búið að gerast eða hvað getur gerst. Við ætlum bara að lifa þennan eina leik í einu og sjá hvort við getum ekki fengið eitthvað út úr honum.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvar herslumunurinn hefði verið í kvöld til að jafna leikinn. „Það er augljós deildarmunur. Þetta var kannski stærð leiksins. Mínir strákar hefðu mátt vera aðeins kaldari þegar við vorum komnir í álitlegar stöður en þeir fá allt hrós í heiminum fyrir það að hafa reynt og komist í þessar stöður. Svo er þetta bara stundum spurning um heppni líka.“ Ásgeir Eyþórsson: Gerðum okkur þetta óþarflega erfitt Fyrirliði Fylkis var að vonum ánægður með úrslitin en hann var sammála því að Fylkir hefði bara gert nóg í kvöld til að komast áfram. „Við byrjuðum þetta vel og það var gott að fá mark í byrjun. Svo veit ég ekki hvað gerist það er eins og að við héldum að þetta væri komið. Við duttum niður og mér fannst við klaufalegir í uppspili og vorum að gefa mikið af breikum á okkur og gerðum okkur þetta óþarflega erfitt. Sterkt samt að ná í sigurinn og þetta snerist um það.“ Ásgeir var spurður að því hvort að Haukar hafi komið honum eitthvað á óvart. „Svo sem ekki. Maður veit að þetta er stærsti leikur tímabilsins hjá svona liðum þannig að maður vissi að þeir væru vel gíraðir. Þeir voru bara mjög öflugir í kvöld.“ Ásgeir var svo spurður út í nýja leikmanninn Malthe Rasmussen. „Hann var mjög góður í dag. Eiginlega okkar besti maður, mjög öflugur og það var gaman að sjá hann. Hann fiskaði víti og skoraði geggjað mark og það hefur verið gaman að fylgjast með honum á æfingum. Hann mun klárlega styrkja okkur.“ Að lokum var Ásgeir spurður að því hvort að gott gengi í bikarnum skipti máli fyrir félag sem væri í kjalllarabaráttunni í deildinni. „Ég held það klárlega. Það er orðið dálítið langt síðan að við unnum leik þannig að þetta var kærkominn sigur. Það er gott að komast á smá bikarsprett og að þetta muni hjálpa okkur.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti