Upplýsingaóreiða heilbrigðisyfirvalda Erna Bjarnadóttir og Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir skrifa 12. ágúst 2021 12:30 Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn. Nú eru liðnar á hátt á sjöttu viku síðan og upplýsingaóreiðan kringum þetta mál virðist enn magnast. Við erum æði mörg sem erum langþreytt á bið eftir niðurstöðum á greiningum og úrlausn á þessu dæmalausa klúðri í heilbrigðisþjónustu. Gaslýsing? Þegar við héldum að ekki yrði dýpra sokkið, kemur enn eitt hyldýpið betur í ljós. Í ársbyrjun keypti Embætti landlæknis (EL) Skimanaskrá Krabbameinsfélags Íslands, SKRÍN. Í umræðum í fésbókarhópnum “Aðför að heilsu kvenna” sá starfsmaður EL ástæðu til að leiðrétta fullyrðingu um að skránni hafi verið lokað með eftirfarandi orðum. „Embætti landlæknis keypti skrána og hún er sú sem notuð er og verður notuð þangað til ný skrá verður tilbúin. Skimun byggir á skimunarsögu konunnar.“ En þá gerðist hið ótrúlega. Svör til kvenna sem hafa beðið vikum eða mánuðum saman eftir niðurstöðum herma einmitt hið gagnstæða. Í bréfi til annars greinarhöfundar frá Samhæfingamiðstöð krabbameinsskimana, SKS, segir orðrétt m.a. „Ferli skimunar fyrir krabbameini í leghálsi er þannig að eftir að sýni berst SKS er það skráð og sent til rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Þetta ferli tekur um viku og sýni er send utan vikulega. Rannsókn sýnanna tekur að meðaltali 3-6 daga og eru niðurstöður SKS sem sendir þær beint til Embættis landlæknis sem ber ábyrgð á að skrá þau í skimunarskrá embættisins og inn á island.is.“ Síðan segir síðar í bréfinu: „Ef töf er á að niðurstöður berist á island.is er skýringin að ekki er til skimunarskrá Embættis landlæknis sem er forrituð eftir nýjum skimunarleiðbeiningum og því krefst ferlið mikillar handavinnu sem er tímafrek.“ Í alvöru! Sitja konur og læknar þeirra vikum saman og bíða eftir niðurstöðum sem í raun og sanni eru komnar til landsins frá dönsku rannsóknastofunni um það bil þremur vikum eftir að sýni voru tekin? Hvers vegna var farið út í þessa vegferð án þess að búið væri að forrita skimunarskrá EL eftir nýjum skimunarleiðbeiningum? Hvaða skimunarskrá er er yfirleitt til og hver ekki? Af hverju fá konur loksins svör er þær senda tölvupóst á EL en svör berast ekki inn á island.is þegar svör liggja fyrir? Þetta er með öllu ólíðandi óvissa og bið sem konum er boðið upp á tækniöld árið 2021. Engin svör að fá og konur leita út fyrir landsteina Vert er að geta þess að konur hafa margar hverjar ítrekað óskað eftir svörum um ferlið sem sýnin þeirra fara í, allt frá afhendingu sýnanna til SKS og að því hvenær niðurstöður berast SKS frá Danmörku. Með vísan í upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um sjúkraskrá leita þær eftir svörum og einhverskonar festu og fyrirsjáanleika um sýnin sín. Veigrar SKS sér við að svara þessum spurningum? Það eru stöðluð svör berast, spurningarnar hreinlega hundsaðar eða þeim að lokum svarað með miklum trega. Að slík háttsemi sé höfð af stjórnsýslu er óskiljanlegt þegar horft er til laganna. Í hópnum “Aðför að heilsu kvenna” eru nú til frásagnir af því að konur fari til Danmerkur og Ungverjalands á eigin vegum til að sækja sér þessa þjónustu. Þar fá þær svör jafnvel á 10 dögum! Er þetta liður í af-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að þegnar þessa lands kaupi sér flugfar á tímum heimsfaraldurs til að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum! Óvissan, ólgan og óttinn sem viðkemur þessu fyrirkomulagi skimana fyrir leghálskrabbameini er raunveruleg vá sem stafar að heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og stofnandi hópsins „Aðför að heilsu kvenna" Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Erna Bjarnadóttir Heilbrigðismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn. Nú eru liðnar á hátt á sjöttu viku síðan og upplýsingaóreiðan kringum þetta mál virðist enn magnast. Við erum æði mörg sem erum langþreytt á bið eftir niðurstöðum á greiningum og úrlausn á þessu dæmalausa klúðri í heilbrigðisþjónustu. Gaslýsing? Þegar við héldum að ekki yrði dýpra sokkið, kemur enn eitt hyldýpið betur í ljós. Í ársbyrjun keypti Embætti landlæknis (EL) Skimanaskrá Krabbameinsfélags Íslands, SKRÍN. Í umræðum í fésbókarhópnum “Aðför að heilsu kvenna” sá starfsmaður EL ástæðu til að leiðrétta fullyrðingu um að skránni hafi verið lokað með eftirfarandi orðum. „Embætti landlæknis keypti skrána og hún er sú sem notuð er og verður notuð þangað til ný skrá verður tilbúin. Skimun byggir á skimunarsögu konunnar.“ En þá gerðist hið ótrúlega. Svör til kvenna sem hafa beðið vikum eða mánuðum saman eftir niðurstöðum herma einmitt hið gagnstæða. Í bréfi til annars greinarhöfundar frá Samhæfingamiðstöð krabbameinsskimana, SKS, segir orðrétt m.a. „Ferli skimunar fyrir krabbameini í leghálsi er þannig að eftir að sýni berst SKS er það skráð og sent til rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Þetta ferli tekur um viku og sýni er send utan vikulega. Rannsókn sýnanna tekur að meðaltali 3-6 daga og eru niðurstöður SKS sem sendir þær beint til Embættis landlæknis sem ber ábyrgð á að skrá þau í skimunarskrá embættisins og inn á island.is.“ Síðan segir síðar í bréfinu: „Ef töf er á að niðurstöður berist á island.is er skýringin að ekki er til skimunarskrá Embættis landlæknis sem er forrituð eftir nýjum skimunarleiðbeiningum og því krefst ferlið mikillar handavinnu sem er tímafrek.“ Í alvöru! Sitja konur og læknar þeirra vikum saman og bíða eftir niðurstöðum sem í raun og sanni eru komnar til landsins frá dönsku rannsóknastofunni um það bil þremur vikum eftir að sýni voru tekin? Hvers vegna var farið út í þessa vegferð án þess að búið væri að forrita skimunarskrá EL eftir nýjum skimunarleiðbeiningum? Hvaða skimunarskrá er er yfirleitt til og hver ekki? Af hverju fá konur loksins svör er þær senda tölvupóst á EL en svör berast ekki inn á island.is þegar svör liggja fyrir? Þetta er með öllu ólíðandi óvissa og bið sem konum er boðið upp á tækniöld árið 2021. Engin svör að fá og konur leita út fyrir landsteina Vert er að geta þess að konur hafa margar hverjar ítrekað óskað eftir svörum um ferlið sem sýnin þeirra fara í, allt frá afhendingu sýnanna til SKS og að því hvenær niðurstöður berast SKS frá Danmörku. Með vísan í upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um sjúkraskrá leita þær eftir svörum og einhverskonar festu og fyrirsjáanleika um sýnin sín. Veigrar SKS sér við að svara þessum spurningum? Það eru stöðluð svör berast, spurningarnar hreinlega hundsaðar eða þeim að lokum svarað með miklum trega. Að slík háttsemi sé höfð af stjórnsýslu er óskiljanlegt þegar horft er til laganna. Í hópnum “Aðför að heilsu kvenna” eru nú til frásagnir af því að konur fari til Danmerkur og Ungverjalands á eigin vegum til að sækja sér þessa þjónustu. Þar fá þær svör jafnvel á 10 dögum! Er þetta liður í af-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að þegnar þessa lands kaupi sér flugfar á tímum heimsfaraldurs til að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum! Óvissan, ólgan og óttinn sem viðkemur þessu fyrirkomulagi skimana fyrir leghálskrabbameini er raunveruleg vá sem stafar að heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og stofnandi hópsins „Aðför að heilsu kvenna" Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun