Bein útsending: Tíu sprotafyrirtæki fá fimm mínútur til að heilla fjárfesta Eiður Þór Árnason skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Fjárfestadagurinn fer fram í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Gróska Botninn verður sleginn í viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í dag þegar fjárfestadagur fer fram í Grósku hugmyndahúsi klukkan 13. Tíu sprotafyrirtæki sem voru valin úr 85 umsóknum munu þar kynna hugmyndir sínar. Hægt er að fylgjast með viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan en hvert fyrirtæki hefur fimm mínútur til að kynna sig og í kjölfarið svara spurningum úr pallborði. Í því sitja Magnús Scheving athafnamaður og Hekla Arnardóttir, meðeigandi Crowberry Captial. Elsa Bjarnadóttir hjá Icelandic Startups opnar viðburðinn en síðan mun Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ávarpa samkomuna. Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant, verður með erindi en hann hefur leitt vöruþróun fyrirtækisins síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Startups en félagið keyrir nú viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í samstarfi við Nova og Grósku annað árið í röð. Vetnisframleiðsla og sjálfbær útivistarfatnaður Sprotafyrirtækin sem taka þátt í hraðlinum hafa síðustu tíu vikur meðal annars sótt vinnustofur í gerð viðskiptaáætlana, markaðssetningu og vöruþróun. Að sögn Icelandic Startups hafa þau til viðbótar farið í yfir þrjátíu viðtöl við reynslubolta úr viðskiptalífinu sem hafa gefið þeim endurgjöf á þeirra hugmyndir og framkvæmd. Fyrirtækin sem kynna starfsemi sína eru fjölbreytt: IðunnH2 stefnir á framleiðslu á vetni til útflutnings, Wildness framleiðir sjálfbæran útivistarfatnað, meðal annars úr plasti sem fangað er úr hafinu, og Swapp Agency sýnir vel hvernig hægt er að nýta tækifæri í krísum en þau hafa sérhæft sig í endurstaðsetningu starfsfólks til að mæta aukinni þörf fyrir fjarvinnu milli landa. Dagskrá 12:30 Húsið opnað 13:00 Dagskrá hefst - kynnir og opnun frá Icelandic Startups / Elsa Bjarna 13:10 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 13:15 Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant 13:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 14:20 10 mínútna hlé 14:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 15:30 Viðburði lýkur Nýsköpun Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Hægt er að fylgjast með viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan en hvert fyrirtæki hefur fimm mínútur til að kynna sig og í kjölfarið svara spurningum úr pallborði. Í því sitja Magnús Scheving athafnamaður og Hekla Arnardóttir, meðeigandi Crowberry Captial. Elsa Bjarnadóttir hjá Icelandic Startups opnar viðburðinn en síðan mun Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ávarpa samkomuna. Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant, verður með erindi en hann hefur leitt vöruþróun fyrirtækisins síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Startups en félagið keyrir nú viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í samstarfi við Nova og Grósku annað árið í röð. Vetnisframleiðsla og sjálfbær útivistarfatnaður Sprotafyrirtækin sem taka þátt í hraðlinum hafa síðustu tíu vikur meðal annars sótt vinnustofur í gerð viðskiptaáætlana, markaðssetningu og vöruþróun. Að sögn Icelandic Startups hafa þau til viðbótar farið í yfir þrjátíu viðtöl við reynslubolta úr viðskiptalífinu sem hafa gefið þeim endurgjöf á þeirra hugmyndir og framkvæmd. Fyrirtækin sem kynna starfsemi sína eru fjölbreytt: IðunnH2 stefnir á framleiðslu á vetni til útflutnings, Wildness framleiðir sjálfbæran útivistarfatnað, meðal annars úr plasti sem fangað er úr hafinu, og Swapp Agency sýnir vel hvernig hægt er að nýta tækifæri í krísum en þau hafa sérhæft sig í endurstaðsetningu starfsfólks til að mæta aukinni þörf fyrir fjarvinnu milli landa. Dagskrá 12:30 Húsið opnað 13:00 Dagskrá hefst - kynnir og opnun frá Icelandic Startups / Elsa Bjarna 13:10 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 13:15 Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant 13:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 14:20 10 mínútna hlé 14:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 15:30 Viðburði lýkur
Nýsköpun Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun