Ísland skiptir máli í áformum Breta um að skjóta flaug út í geim Snorri Másson skrifar 14. ágúst 2021 14:01 Ísland frá sjónarhóli Envisat, gervihnattar Evrópsku geimstofnunarinnar. Evrópska geimstofnunin Íslendingar hafa undirritað samkomulag við bresk yfirvöld um samstarf á vettvangi geimrannsókna. Það gerir Bretum meðal annars kleift að fljúga eldflaugum innan lofthelgi Íslendinga og gerir lendingar slíkra véla á Íslandi löglegar. Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta mánuð en geimvísindastofnun Bretlands gerði það að sérstöku umtalsefni í grein sem birt var á vef hennar í gær. Fyrirsögnin er þar að Íslendingar og Bretar séu að treysta samband sitt í aðdraganda geimskots Breta. Bretar hafa ekki áður skotið eldflaug út í geim, en vilja nú ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ráðgert er að fyrsta flaugin fari frá þeim út í geim á næsta ári og samgönguráðuneytið breska er staðráðið í að Bretar muni taka þátt í væntanlegum ævintýrum á sviði geimtúrisma. Bretar hafa gert svipað samkomulag við fjölda annarra þjóða, meðal annars mjög sambærilegt við Færeyjar. Áhrif á yfirráðasvæði Íslendinga Bresk-íslenska samningnum er ætlað að tryggja að breskar geimflaugar sem kunna að hafna á íslensku yfirráðasvæði geri það með lagalegri heimild og leyfi stjórnvalda. Það er orðað þannig að Bretar geta á grundvelli samkomulagsins tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, en þó ætíð með samþykki Íslendinga. Íslendingum er heimilt að synja um eða afturkalla leyfi til að nota íslenskt loftrými, sem kann að hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, vegna staks geimskots eða raðar geimskota ef íslensk yfirvöld líta svo á að skilyrði vegna fyrri geimskota hafi ekki verið uppfyllt eða ef í ljós kemur að líkur séu á að geimskotið eða röð geimskota valdi skaða eða samrýmist ekki íslenskum lögum. Auk þessa felur samkomulagið í sér að íslenskir nemendur fái tækifæri til starfsnáms á þessu sviði í Bretlandi og möguleikar til námsstyrkja verða þá auknir með nýjum sjóði. „Fyrir utan eiginlegar fríverslunarviðræður voru rannsóknir og menntamál á meðal þess sem íslensk stjórnvöld settu á oddinn í viðræðum við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna. Ég er afar ánægður að þetta mikilvæga mál sé nú í höfn og íslenskir námsmenn og fræðimenn hafi áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi, eftir útgönguna úr Evrópska efnahagssvæðinu“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Geimurinn Bretland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta mánuð en geimvísindastofnun Bretlands gerði það að sérstöku umtalsefni í grein sem birt var á vef hennar í gær. Fyrirsögnin er þar að Íslendingar og Bretar séu að treysta samband sitt í aðdraganda geimskots Breta. Bretar hafa ekki áður skotið eldflaug út í geim, en vilja nú ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ráðgert er að fyrsta flaugin fari frá þeim út í geim á næsta ári og samgönguráðuneytið breska er staðráðið í að Bretar muni taka þátt í væntanlegum ævintýrum á sviði geimtúrisma. Bretar hafa gert svipað samkomulag við fjölda annarra þjóða, meðal annars mjög sambærilegt við Færeyjar. Áhrif á yfirráðasvæði Íslendinga Bresk-íslenska samningnum er ætlað að tryggja að breskar geimflaugar sem kunna að hafna á íslensku yfirráðasvæði geri það með lagalegri heimild og leyfi stjórnvalda. Það er orðað þannig að Bretar geta á grundvelli samkomulagsins tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, en þó ætíð með samþykki Íslendinga. Íslendingum er heimilt að synja um eða afturkalla leyfi til að nota íslenskt loftrými, sem kann að hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, vegna staks geimskots eða raðar geimskota ef íslensk yfirvöld líta svo á að skilyrði vegna fyrri geimskota hafi ekki verið uppfyllt eða ef í ljós kemur að líkur séu á að geimskotið eða röð geimskota valdi skaða eða samrýmist ekki íslenskum lögum. Auk þessa felur samkomulagið í sér að íslenskir nemendur fái tækifæri til starfsnáms á þessu sviði í Bretlandi og möguleikar til námsstyrkja verða þá auknir með nýjum sjóði. „Fyrir utan eiginlegar fríverslunarviðræður voru rannsóknir og menntamál á meðal þess sem íslensk stjórnvöld settu á oddinn í viðræðum við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna. Ég er afar ánægður að þetta mikilvæga mál sé nú í höfn og íslenskir námsmenn og fræðimenn hafi áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi, eftir útgönguna úr Evrópska efnahagssvæðinu“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Geimurinn Bretland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira