Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2021 17:01 Stjórnarher Afganistans gekk ekkert að halda aftur af leiftursókn Talibana. EPA/JALIL REZAYEE Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. Talibanar hafa átt í átökum við stjórnvöld í tuttugu ár en frá því herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra verið afar hröð. Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur sem starfaði fyrir NATO í Afganistan, segir að mögulega hafi afganski herinn og ríkisstjórnin ekki verið í stakk búin til að missa þennan stuðning. „Það eru fjórir dagar síðan bandaríska leyniþjónustan sagði í það minnsta 30 daga þar til Talibanar myndu umkringja Kabúl og það tæki þá 90 daga að ná tökum á borginni. Eins og við höfum öll séð, sem höfum fylgst með fréttum undanfarna daga, þá tók þetta innan við 10 daga. Það eru bara 10 dagar frá því þeir tóku fyrstu héraðshöfuðborgina,“ segir Brynja. Brynja Huld Óskarsdóttir minnir á að það hafi aðeins tekið Talibana tíu daga frá því þeir náðu valdi á fyrstu héraðshöfuðborginni og þar til þeir náðu valdi í landinu öllu. Nú þurfi landsmenn að fylgja reglum og túlkun Talibana á kóraninum, sem sé sú öfgafyllsta í heimi. Þetta þýði til dæmis afar skert réttindi kvenna. Brynja segir ringulreið nú ríkja í landinu. Ófremdarástand á flugvellinum „Staðan í Kabúl í dag er sú að það er örtröð á Hamid Kharzai-flugvellinum. Það var búið að setja upp loftbrú í gær til að koma starfsfólki vestrænna sendiráða úr landi og til stóð að flytja líka Afgani sem hafa verið að vinna fyrir vestrænt herlið eða sendiráð. Sú loftbrú féll niður í nótt. Það eru einhver herflug að koma og fara eftir að lokað var fyrir almenn flug í gær. En það sem af er degi er meira að segja óöruggt fyrir herflugin að koma og fara því það er svo mikil ringulreið á flugvellinum í Afganistan.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna stöðunnar í dag og breska þingið hefur verið kallað saman svo fátt eitt sé nefnt. En ef til vill eru þessi viðbrögð alþjóðasamfélagsins of sein, segir Brynja. Ólíklegt sé að vesturlönd ákveði að fara aftur inn með herlið í landið til að berjast við Talibana. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021 Afganistan NATO Tengdar fréttir Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41 Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01 Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Talibanar hafa átt í átökum við stjórnvöld í tuttugu ár en frá því herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra verið afar hröð. Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur sem starfaði fyrir NATO í Afganistan, segir að mögulega hafi afganski herinn og ríkisstjórnin ekki verið í stakk búin til að missa þennan stuðning. „Það eru fjórir dagar síðan bandaríska leyniþjónustan sagði í það minnsta 30 daga þar til Talibanar myndu umkringja Kabúl og það tæki þá 90 daga að ná tökum á borginni. Eins og við höfum öll séð, sem höfum fylgst með fréttum undanfarna daga, þá tók þetta innan við 10 daga. Það eru bara 10 dagar frá því þeir tóku fyrstu héraðshöfuðborgina,“ segir Brynja. Brynja Huld Óskarsdóttir minnir á að það hafi aðeins tekið Talibana tíu daga frá því þeir náðu valdi á fyrstu héraðshöfuðborginni og þar til þeir náðu valdi í landinu öllu. Nú þurfi landsmenn að fylgja reglum og túlkun Talibana á kóraninum, sem sé sú öfgafyllsta í heimi. Þetta þýði til dæmis afar skert réttindi kvenna. Brynja segir ringulreið nú ríkja í landinu. Ófremdarástand á flugvellinum „Staðan í Kabúl í dag er sú að það er örtröð á Hamid Kharzai-flugvellinum. Það var búið að setja upp loftbrú í gær til að koma starfsfólki vestrænna sendiráða úr landi og til stóð að flytja líka Afgani sem hafa verið að vinna fyrir vestrænt herlið eða sendiráð. Sú loftbrú féll niður í nótt. Það eru einhver herflug að koma og fara eftir að lokað var fyrir almenn flug í gær. En það sem af er degi er meira að segja óöruggt fyrir herflugin að koma og fara því það er svo mikil ringulreið á flugvellinum í Afganistan.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna stöðunnar í dag og breska þingið hefur verið kallað saman svo fátt eitt sé nefnt. En ef til vill eru þessi viðbrögð alþjóðasamfélagsins of sein, segir Brynja. Ólíklegt sé að vesturlönd ákveði að fara aftur inn með herlið í landið til að berjast við Talibana. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021
Afganistan NATO Tengdar fréttir Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41 Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01 Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41
Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01
Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent