Einhentur körfuboltamaður fékk boð um að spila í bandaríska háskólaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 12:30 Hansel Emmanuel treður hér boltanum í körfuna. Skjámynd/Youtube/SLAM Þegar viljinn og metnaðurinn er fyrir hendi er allt hægt. Dóminískur körfuboltastrákur lætur ekkert stoppa sig og fagnaði stórum tímamótum á dögunum. Hansel Emmanuel Donato Domínguez hefur vakið mikla athygli á körfuboltavellinum í High school (menntaskóla) en hafði ekki fengið nein tilboð um að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. Sumum fannst það ekkert skrýtið. Ástæðan fyrir því er að Hansel hefur bara eina hendi sem flestum þykir ekki vænlegt til árangurs þegar þú ert að spila íþrótta þar sem þú notar báðar hendurnar. Þrátt fyrir að vera einhentur þá er Hansel löngu búinn að sýna það og sanna að hann er frábær körfuboltaleikmaður sem fann leið til að spila leikinn þrátt fyrir fötlun sína. „Ég var blessaður með mínu fyrsta tilboði frá 1. deildarskóla þegar ég fékk boð frá Tennessee State university. Takk fyrir að trúa á mína hæfileika,“ skrifaði Hansel Enmanuel á Instagram síðu sína. Hann er vinsæll enda meir meira en 628 þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Hansel Enmanuel (@enmanuelhansel) Hansel er núna sautján ára gamall en hann missti vinstri hendina í slysi þegar hann var sex ára gamall. Veggur féll þá á Hansel og hann var fastur í meira en tvo tíma. Á endanum var ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja vinstri hendina hans. Faðir hans er fyrrum atvinnumaður í körfubolta og hann var sá sem bjargaði stráknum úr prísundinni. Þá bjó fjölskyldan í Dóminíska lýðveldinu. „Líf mitt hrundi þegar Hansel lenti í slysinu. Hann var með mér og mér fannst allt búið þegar þeir þurftu að taka af honum handlegginn. Guð greip hins vegar í okkur og kom okkur á þessa slóð,“ sagði faðir hans við Orlando Sentinel. „Ég vona að allir horfi ekki á mig sem sérstakan strák sem er með þessa fötlun. Ég vona að þau sjái mig sem frábæran leikmann sem geti komist langt. Að þau sjái að ég sé góður leikmaður,“ sagði Hansel við sama blað. watch on YouTube Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Dóminíska lýðveldið Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Hansel Emmanuel Donato Domínguez hefur vakið mikla athygli á körfuboltavellinum í High school (menntaskóla) en hafði ekki fengið nein tilboð um að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. Sumum fannst það ekkert skrýtið. Ástæðan fyrir því er að Hansel hefur bara eina hendi sem flestum þykir ekki vænlegt til árangurs þegar þú ert að spila íþrótta þar sem þú notar báðar hendurnar. Þrátt fyrir að vera einhentur þá er Hansel löngu búinn að sýna það og sanna að hann er frábær körfuboltaleikmaður sem fann leið til að spila leikinn þrátt fyrir fötlun sína. „Ég var blessaður með mínu fyrsta tilboði frá 1. deildarskóla þegar ég fékk boð frá Tennessee State university. Takk fyrir að trúa á mína hæfileika,“ skrifaði Hansel Enmanuel á Instagram síðu sína. Hann er vinsæll enda meir meira en 628 þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Hansel Enmanuel (@enmanuelhansel) Hansel er núna sautján ára gamall en hann missti vinstri hendina í slysi þegar hann var sex ára gamall. Veggur féll þá á Hansel og hann var fastur í meira en tvo tíma. Á endanum var ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja vinstri hendina hans. Faðir hans er fyrrum atvinnumaður í körfubolta og hann var sá sem bjargaði stráknum úr prísundinni. Þá bjó fjölskyldan í Dóminíska lýðveldinu. „Líf mitt hrundi þegar Hansel lenti í slysinu. Hann var með mér og mér fannst allt búið þegar þeir þurftu að taka af honum handlegginn. Guð greip hins vegar í okkur og kom okkur á þessa slóð,“ sagði faðir hans við Orlando Sentinel. „Ég vona að allir horfi ekki á mig sem sérstakan strák sem er með þessa fötlun. Ég vona að þau sjái mig sem frábæran leikmann sem geti komist langt. Að þau sjái að ég sé góður leikmaður,“ sagði Hansel við sama blað. watch on YouTube
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Dóminíska lýðveldið Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira