Mönnun stóra vandamál Landspítalans Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 09:11 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Stóra vandamál Landspítalans er mönnun, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir þörf á að bæta kjör og auka framboð á menntun heilbrigðisstarfsfólks. Mikið hefur verið rætt um gríðarlegt álag á starfsfólki Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í þessari síðustu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Katrín sagði að faraldurinn hefði skapað ómanneskjulegt álag á heilbrigðiskerfið undanfarna mánuði í viðtali á Bylgjunni í morgun. Sagði hún óumdeilanlegt að ríkisstjórn sín hefði markvisst aukið framlög til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu, bæði til Landspítalans og heilsugæslunnar. Þá sé nú verið að byggja nýjan spítala. Mönnun sagði Katrín þó stærsta vanda spítalans en að það væri ekki séríslenskt vandamál. Öll Norðurlöndin glímdu við sama vanda. Til að ráða bót á því þurfi að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks. „Við höfum verið að gera það, bæði í gegnum launaþróun og styttingu vinnuviku, bæta starfsaðstæður því maður ímyndar sér að það sé auðvitað stórmál,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að auka þyrfti framboð á menntun, til dæmis fyrir starfsfólk sem er sérhæft í gjörgæslu. Opinbera kerfið mætt afgangi árum saman Forsætisráðherra var spurður út í afstöðu sína til ólíkra rekstrarforma innan heilbrigðiskerfisins. Blanda af opinberum rekstri og einkarekstri sagðist hún telja ágætisfyrirkomulag. Katrín benti þó á að opinberi hlutinn hefði verið látinn mæta afgangi árum saman. Því hafi ríkisstjórn hennar lagt áherslu á að byggja upp heilsugæsluna og Landspítalann. „Þetta er auðvitað undirstaðan í heilbrigðiskerfinu. Þar með er ekki verið að segja að ríkið eigi að reka allt kerfið. Þetta eru undirstöðustofnanirnar, þær þurfa að virka,“ sagði Katrín sem lofaði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fyrir að reka skynsamlega stefnu í þessum efnum. Ef allir hugsa að aðrir þurfi að leysa málin þá gerist ekki neitt Ný og svört skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kvað fastar að orði um tengsl hnattrænnar hlýnunar af völdum manna við hamfaraatburði kom út í síðustu viku. Þá gæti metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C brostið strax á næsta áratug, jafnvel þótt dregið yrði hratt úr losun. Katrín var spurð út í hvað Ísland eigi að gera í vandanum í ljósi frétta af því að Kínverjar, stærstu losendur heims á gróðurhúsalofttegundum, hyggi á mikla uppbyggingu kolaorkuvera á næstu árum. „Auðvitað leysum við ekki málin fyrir Kína sem mér finnst nú reyndar að sumir stjórnmálamenn á Íslandi tali fyrir,“ sagði Katrín og virtist vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ísland geti ekki leyst það að Kínverjar nái því markmiði sem þeir þurfi að ná sem þjóð, sagði forsætisráðherra. „En við getum hins vegar náð okkar markmiðum. Við erum að gera mjög margt og höfum aldrei verið að gera meira til þess að ná árangri gegn loftslagsvánni,“ sagði Katrín. Það sem skýrsla IPCC sýndi væri að Íslendingar og þjóðir heims þyrftu að gera betur, bæði í markmiðum og aðgerðum. „Við eigum bara að halda ótrauð áfram og standa okkur. Ef allir hugsa bara að það er einhver annar sem þarf að gera þetta þá gerist ekki neitt,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Loftslagsmál Bítið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um gríðarlegt álag á starfsfólki Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í þessari síðustu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Katrín sagði að faraldurinn hefði skapað ómanneskjulegt álag á heilbrigðiskerfið undanfarna mánuði í viðtali á Bylgjunni í morgun. Sagði hún óumdeilanlegt að ríkisstjórn sín hefði markvisst aukið framlög til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu, bæði til Landspítalans og heilsugæslunnar. Þá sé nú verið að byggja nýjan spítala. Mönnun sagði Katrín þó stærsta vanda spítalans en að það væri ekki séríslenskt vandamál. Öll Norðurlöndin glímdu við sama vanda. Til að ráða bót á því þurfi að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks. „Við höfum verið að gera það, bæði í gegnum launaþróun og styttingu vinnuviku, bæta starfsaðstæður því maður ímyndar sér að það sé auðvitað stórmál,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að auka þyrfti framboð á menntun, til dæmis fyrir starfsfólk sem er sérhæft í gjörgæslu. Opinbera kerfið mætt afgangi árum saman Forsætisráðherra var spurður út í afstöðu sína til ólíkra rekstrarforma innan heilbrigðiskerfisins. Blanda af opinberum rekstri og einkarekstri sagðist hún telja ágætisfyrirkomulag. Katrín benti þó á að opinberi hlutinn hefði verið látinn mæta afgangi árum saman. Því hafi ríkisstjórn hennar lagt áherslu á að byggja upp heilsugæsluna og Landspítalann. „Þetta er auðvitað undirstaðan í heilbrigðiskerfinu. Þar með er ekki verið að segja að ríkið eigi að reka allt kerfið. Þetta eru undirstöðustofnanirnar, þær þurfa að virka,“ sagði Katrín sem lofaði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fyrir að reka skynsamlega stefnu í þessum efnum. Ef allir hugsa að aðrir þurfi að leysa málin þá gerist ekki neitt Ný og svört skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kvað fastar að orði um tengsl hnattrænnar hlýnunar af völdum manna við hamfaraatburði kom út í síðustu viku. Þá gæti metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C brostið strax á næsta áratug, jafnvel þótt dregið yrði hratt úr losun. Katrín var spurð út í hvað Ísland eigi að gera í vandanum í ljósi frétta af því að Kínverjar, stærstu losendur heims á gróðurhúsalofttegundum, hyggi á mikla uppbyggingu kolaorkuvera á næstu árum. „Auðvitað leysum við ekki málin fyrir Kína sem mér finnst nú reyndar að sumir stjórnmálamenn á Íslandi tali fyrir,“ sagði Katrín og virtist vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ísland geti ekki leyst það að Kínverjar nái því markmiði sem þeir þurfi að ná sem þjóð, sagði forsætisráðherra. „En við getum hins vegar náð okkar markmiðum. Við erum að gera mjög margt og höfum aldrei verið að gera meira til þess að ná árangri gegn loftslagsvánni,“ sagði Katrín. Það sem skýrsla IPCC sýndi væri að Íslendingar og þjóðir heims þyrftu að gera betur, bæði í markmiðum og aðgerðum. „Við eigum bara að halda ótrauð áfram og standa okkur. Ef allir hugsa bara að það er einhver annar sem þarf að gera þetta þá gerist ekki neitt,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Loftslagsmál Bítið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira