Mönnun stóra vandamál Landspítalans Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 09:11 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Stóra vandamál Landspítalans er mönnun, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir þörf á að bæta kjör og auka framboð á menntun heilbrigðisstarfsfólks. Mikið hefur verið rætt um gríðarlegt álag á starfsfólki Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í þessari síðustu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Katrín sagði að faraldurinn hefði skapað ómanneskjulegt álag á heilbrigðiskerfið undanfarna mánuði í viðtali á Bylgjunni í morgun. Sagði hún óumdeilanlegt að ríkisstjórn sín hefði markvisst aukið framlög til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu, bæði til Landspítalans og heilsugæslunnar. Þá sé nú verið að byggja nýjan spítala. Mönnun sagði Katrín þó stærsta vanda spítalans en að það væri ekki séríslenskt vandamál. Öll Norðurlöndin glímdu við sama vanda. Til að ráða bót á því þurfi að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks. „Við höfum verið að gera það, bæði í gegnum launaþróun og styttingu vinnuviku, bæta starfsaðstæður því maður ímyndar sér að það sé auðvitað stórmál,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að auka þyrfti framboð á menntun, til dæmis fyrir starfsfólk sem er sérhæft í gjörgæslu. Opinbera kerfið mætt afgangi árum saman Forsætisráðherra var spurður út í afstöðu sína til ólíkra rekstrarforma innan heilbrigðiskerfisins. Blanda af opinberum rekstri og einkarekstri sagðist hún telja ágætisfyrirkomulag. Katrín benti þó á að opinberi hlutinn hefði verið látinn mæta afgangi árum saman. Því hafi ríkisstjórn hennar lagt áherslu á að byggja upp heilsugæsluna og Landspítalann. „Þetta er auðvitað undirstaðan í heilbrigðiskerfinu. Þar með er ekki verið að segja að ríkið eigi að reka allt kerfið. Þetta eru undirstöðustofnanirnar, þær þurfa að virka,“ sagði Katrín sem lofaði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fyrir að reka skynsamlega stefnu í þessum efnum. Ef allir hugsa að aðrir þurfi að leysa málin þá gerist ekki neitt Ný og svört skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kvað fastar að orði um tengsl hnattrænnar hlýnunar af völdum manna við hamfaraatburði kom út í síðustu viku. Þá gæti metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C brostið strax á næsta áratug, jafnvel þótt dregið yrði hratt úr losun. Katrín var spurð út í hvað Ísland eigi að gera í vandanum í ljósi frétta af því að Kínverjar, stærstu losendur heims á gróðurhúsalofttegundum, hyggi á mikla uppbyggingu kolaorkuvera á næstu árum. „Auðvitað leysum við ekki málin fyrir Kína sem mér finnst nú reyndar að sumir stjórnmálamenn á Íslandi tali fyrir,“ sagði Katrín og virtist vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ísland geti ekki leyst það að Kínverjar nái því markmiði sem þeir þurfi að ná sem þjóð, sagði forsætisráðherra. „En við getum hins vegar náð okkar markmiðum. Við erum að gera mjög margt og höfum aldrei verið að gera meira til þess að ná árangri gegn loftslagsvánni,“ sagði Katrín. Það sem skýrsla IPCC sýndi væri að Íslendingar og þjóðir heims þyrftu að gera betur, bæði í markmiðum og aðgerðum. „Við eigum bara að halda ótrauð áfram og standa okkur. Ef allir hugsa bara að það er einhver annar sem þarf að gera þetta þá gerist ekki neitt,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Loftslagsmál Bítið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um gríðarlegt álag á starfsfólki Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í þessari síðustu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Katrín sagði að faraldurinn hefði skapað ómanneskjulegt álag á heilbrigðiskerfið undanfarna mánuði í viðtali á Bylgjunni í morgun. Sagði hún óumdeilanlegt að ríkisstjórn sín hefði markvisst aukið framlög til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu, bæði til Landspítalans og heilsugæslunnar. Þá sé nú verið að byggja nýjan spítala. Mönnun sagði Katrín þó stærsta vanda spítalans en að það væri ekki séríslenskt vandamál. Öll Norðurlöndin glímdu við sama vanda. Til að ráða bót á því þurfi að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks. „Við höfum verið að gera það, bæði í gegnum launaþróun og styttingu vinnuviku, bæta starfsaðstæður því maður ímyndar sér að það sé auðvitað stórmál,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að auka þyrfti framboð á menntun, til dæmis fyrir starfsfólk sem er sérhæft í gjörgæslu. Opinbera kerfið mætt afgangi árum saman Forsætisráðherra var spurður út í afstöðu sína til ólíkra rekstrarforma innan heilbrigðiskerfisins. Blanda af opinberum rekstri og einkarekstri sagðist hún telja ágætisfyrirkomulag. Katrín benti þó á að opinberi hlutinn hefði verið látinn mæta afgangi árum saman. Því hafi ríkisstjórn hennar lagt áherslu á að byggja upp heilsugæsluna og Landspítalann. „Þetta er auðvitað undirstaðan í heilbrigðiskerfinu. Þar með er ekki verið að segja að ríkið eigi að reka allt kerfið. Þetta eru undirstöðustofnanirnar, þær þurfa að virka,“ sagði Katrín sem lofaði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fyrir að reka skynsamlega stefnu í þessum efnum. Ef allir hugsa að aðrir þurfi að leysa málin þá gerist ekki neitt Ný og svört skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kvað fastar að orði um tengsl hnattrænnar hlýnunar af völdum manna við hamfaraatburði kom út í síðustu viku. Þá gæti metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C brostið strax á næsta áratug, jafnvel þótt dregið yrði hratt úr losun. Katrín var spurð út í hvað Ísland eigi að gera í vandanum í ljósi frétta af því að Kínverjar, stærstu losendur heims á gróðurhúsalofttegundum, hyggi á mikla uppbyggingu kolaorkuvera á næstu árum. „Auðvitað leysum við ekki málin fyrir Kína sem mér finnst nú reyndar að sumir stjórnmálamenn á Íslandi tali fyrir,“ sagði Katrín og virtist vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ísland geti ekki leyst það að Kínverjar nái því markmiði sem þeir þurfi að ná sem þjóð, sagði forsætisráðherra. „En við getum hins vegar náð okkar markmiðum. Við erum að gera mjög margt og höfum aldrei verið að gera meira til þess að ná árangri gegn loftslagsvánni,“ sagði Katrín. Það sem skýrsla IPCC sýndi væri að Íslendingar og þjóðir heims þyrftu að gera betur, bæði í markmiðum og aðgerðum. „Við eigum bara að halda ótrauð áfram og standa okkur. Ef allir hugsa bara að það er einhver annar sem þarf að gera þetta þá gerist ekki neitt,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Loftslagsmál Bítið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira