Gætu boðað til verkfalls á mánudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 22:52 Arnar Hjálmsson segir að flugumferðarstjórar gætu boðað til verkfalls á mánudag. vísir/vilhelm Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun og velta mögulegar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóranna væntanlega á útkomu hans. „Þetta mjakaðist lítið áfram í dag,“ sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Vísi eftir fundinn, sem kláraðist í kvöld. „Þetta hefur strandað á vinnutímamálum. Það er búið að vera okkar helsta of fyrsta krafa síðan viðræður byrjuðu í febrúar,“ segir hann.“ Ákveða framhaldið á morgun Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Arnar segir að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Félagið myndi því boða til þess verkfalls á morgun ef það ákvæði að fara í það. Boða þarf til verkfallsaðgerða með vikufyrirvara. Spurður hvort sér þyki líklegt að af verkfallinu verði segir hann: „Það er allt eins líklegt. Við munum svo hitta trúnaðarráðið á morgun þar sem næstu skref verða ákveðin og í hvaða átt skal halda. Og endurnýja þá í raun umboð okkar til að boða til verkfalla, ef okkur finnst vera þörf á. Þá myndum sem sagt láta kjósa um fleiri verkföll.“ Hann vill ekki greina frá því í hverju verkfallsaðgerðirnar myndu felast. Hann segir þó að eitthvað hafi mjakast í deilunni síðustu vikur en ekki mikið. Þó þannig að félagið ákvað ekki að boða til hinna fimm verkfallanna, sem félagsmenn höfðu veitt því umboð til að boða, áður en frestur fyrir þau rann út. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun og velta mögulegar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóranna væntanlega á útkomu hans. „Þetta mjakaðist lítið áfram í dag,“ sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Vísi eftir fundinn, sem kláraðist í kvöld. „Þetta hefur strandað á vinnutímamálum. Það er búið að vera okkar helsta of fyrsta krafa síðan viðræður byrjuðu í febrúar,“ segir hann.“ Ákveða framhaldið á morgun Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Arnar segir að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Félagið myndi því boða til þess verkfalls á morgun ef það ákvæði að fara í það. Boða þarf til verkfallsaðgerða með vikufyrirvara. Spurður hvort sér þyki líklegt að af verkfallinu verði segir hann: „Það er allt eins líklegt. Við munum svo hitta trúnaðarráðið á morgun þar sem næstu skref verða ákveðin og í hvaða átt skal halda. Og endurnýja þá í raun umboð okkar til að boða til verkfalla, ef okkur finnst vera þörf á. Þá myndum sem sagt láta kjósa um fleiri verkföll.“ Hann vill ekki greina frá því í hverju verkfallsaðgerðirnar myndu felast. Hann segir þó að eitthvað hafi mjakast í deilunni síðustu vikur en ekki mikið. Þó þannig að félagið ákvað ekki að boða til hinna fimm verkfallanna, sem félagsmenn höfðu veitt því umboð til að boða, áður en frestur fyrir þau rann út.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira