Selshamurinn hlýtur verðlaun á kvikmyndahátíðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:31 Kvikmyndin Selshamurinn keppti í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni fyrr í sumar. MYND/MARKUS ENGLMAIR Kvikmyndin Selshamurinn eða Sealskin, heldur áfram að vekja athygli á kvikmyndahátíðum erlendis. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Ugla Hauksdóttir. Selshamurinn hlaut verðlaunin Best International Fiction á Leiria kvikmyndahátíðinni 2021 í Portugal. Myndin átti sína Portúgölsku frumsýningu á hátíðinni þann 28. Maí 2021. Dómnefndin hafði meðal annars þetta að segja um stuttmyndina: „Selshamurinn segir með þögnunum sögu sem er of sorgleg og persónuleg til þess að hægt sé að koma því í orð. “ Selshamurinn hlaut einnig verðlaunin Best Original Soundtrack á 16. Dieciminuti Film Festival hátíðinni á Ítalíu. Herdís Stefánsdóttir er tónskáld myndarinnar. Hún vann meðal annars að kvikmyndinni The Sun Is Also A Star og HBO þáttaseríunni We’re Here. Stiklu stuttmyndarinnar má sjá hér fyrir neðan. SEALSKIN (2020) - TRAILER from Ugla Hauksdóttir on Vimeo. Hugarró í þjóðsögu Selshamurinn var framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Hin fimm ára Sól býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir um söguþráð myndarinnar. Frá árinu 2017 hefur Ugla leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar starfað á alþjóðavettvangi sem kvikmynda- og sjónvarpsleikstjóri. Ugla hefur leikstýrt ýmsum sjónvarpsþáttum meðal annars að hluta til Hanna (Amazon), Snowfall (FX) og Ófærð (RVK Studios). Árið 2020 leiðstýrði Ugla tveimur þáttum af nýrri seríu Amazon The Power, byggð á metsölubók Naomi Alderman og framleidd af Sister Pictures. Ugla hefur leikstýrt fjölda stuttmynda og tónlistarmyndbanda og er nú að þróa sína fyrstu kvikmynd. Nýlega hlotnaðist Uglu sá heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Baltasar Samper látinn Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Selshamurinn hlaut verðlaunin Best International Fiction á Leiria kvikmyndahátíðinni 2021 í Portugal. Myndin átti sína Portúgölsku frumsýningu á hátíðinni þann 28. Maí 2021. Dómnefndin hafði meðal annars þetta að segja um stuttmyndina: „Selshamurinn segir með þögnunum sögu sem er of sorgleg og persónuleg til þess að hægt sé að koma því í orð. “ Selshamurinn hlaut einnig verðlaunin Best Original Soundtrack á 16. Dieciminuti Film Festival hátíðinni á Ítalíu. Herdís Stefánsdóttir er tónskáld myndarinnar. Hún vann meðal annars að kvikmyndinni The Sun Is Also A Star og HBO þáttaseríunni We’re Here. Stiklu stuttmyndarinnar má sjá hér fyrir neðan. SEALSKIN (2020) - TRAILER from Ugla Hauksdóttir on Vimeo. Hugarró í þjóðsögu Selshamurinn var framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Hin fimm ára Sól býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir um söguþráð myndarinnar. Frá árinu 2017 hefur Ugla leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar starfað á alþjóðavettvangi sem kvikmynda- og sjónvarpsleikstjóri. Ugla hefur leikstýrt ýmsum sjónvarpsþáttum meðal annars að hluta til Hanna (Amazon), Snowfall (FX) og Ófærð (RVK Studios). Árið 2020 leiðstýrði Ugla tveimur þáttum af nýrri seríu Amazon The Power, byggð á metsölubók Naomi Alderman og framleidd af Sister Pictures. Ugla hefur leikstýrt fjölda stuttmynda og tónlistarmyndbanda og er nú að þróa sína fyrstu kvikmynd. Nýlega hlotnaðist Uglu sá heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Baltasar Samper látinn Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira