Öryggi barna í umferðinni Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 08:30 Ný árstíð er handan við hornið og samfélagið er smám saman að komast aftur í fastar skorður eftir sumarleyfin. Skólarnir hefja göngu sína og börn og ungmenni eru meira á ferðinni. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Börn og samgöngur Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en fullorðnir. Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, var árið 2020 eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Í skýrslunni segir að aukninguna megi að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa. Þá ber að hafa í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Ljóst er að allir bera ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi. Mikilvægt er að hafa helstu öryggisatriði í lagi, svo sem að nota hjálm þegar við á, spenna bílbeltin og virða umferðarreglur. En tillitssemi í umferðinni er lykilatriði. Ökumenn þurfa að muna eftir börnum í umferðinni og gæta sín sérstaklega í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem börn eru á ferðinni. Ástæða er til að minna sérstaklega á hraðatakmarkanir en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði. Einnig er mikilvægt að kenna börnum umferðarreglurnar, kenna þeim á farartækin sem þau nýta sér og brýna fyrir þeim að fara varlega. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Verkefnið Göngum í skólann hefst þann 8. september næstkomandi hér á landi en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að hvetja foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl. Einnig er með þessu móti reynt að minnka umferð við skóla og draga þannig úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Mikilvægt er að leiðbeina börnum um hver öruggasta leiðin er í skólann og hvar hætturnar geta leynst. Í tilefni af verkefninu þetta árið er sérstaklega bent á Umferðarvefinn, umferd.is, þar sem finna má fjölbreytt og skemmtilegt fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra áhugasama. Enn er hægt að skrá sig í verkefnið á gongumiskolann.is og eru grunnskólar hvattir til að taka þátt. Sjáumst í umferðinni Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og seint verður lögð nógu mikil áhersla á að gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Mikilvægt er að börn á leið í skóla noti endurskinsmerki svo þau sjáist vel þegar skyggja tekur. Einfalt er að verða sér út um endurskinsmerki ýmist með því að kaupa þau eða sækja ókeypis til þeirra fjöldamörgu aðila sem gefa endurskinsmerki. Til dæmis má nálgast þau í útibúum Sjóvár víðs vegar um landið en á vef Samgöngustofu er einnig að finna lista yfir staði þar sem hægt er að nálgast endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum og á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er gott að velja töskur, skó og hlífðarfatnað með endurskinsmerkjum. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn greina vegfarendur því minni líkur eru á að slys verði. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur notkun endurskinsmerkja því reynst örlagarík. Ávinningurinn er því augljós. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Börn og uppeldi Umferðaröryggi Slysavarnir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ný árstíð er handan við hornið og samfélagið er smám saman að komast aftur í fastar skorður eftir sumarleyfin. Skólarnir hefja göngu sína og börn og ungmenni eru meira á ferðinni. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Börn og samgöngur Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en fullorðnir. Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, var árið 2020 eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Í skýrslunni segir að aukninguna megi að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa. Þá ber að hafa í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Ljóst er að allir bera ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi. Mikilvægt er að hafa helstu öryggisatriði í lagi, svo sem að nota hjálm þegar við á, spenna bílbeltin og virða umferðarreglur. En tillitssemi í umferðinni er lykilatriði. Ökumenn þurfa að muna eftir börnum í umferðinni og gæta sín sérstaklega í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem börn eru á ferðinni. Ástæða er til að minna sérstaklega á hraðatakmarkanir en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði. Einnig er mikilvægt að kenna börnum umferðarreglurnar, kenna þeim á farartækin sem þau nýta sér og brýna fyrir þeim að fara varlega. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Verkefnið Göngum í skólann hefst þann 8. september næstkomandi hér á landi en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að hvetja foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl. Einnig er með þessu móti reynt að minnka umferð við skóla og draga þannig úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Mikilvægt er að leiðbeina börnum um hver öruggasta leiðin er í skólann og hvar hætturnar geta leynst. Í tilefni af verkefninu þetta árið er sérstaklega bent á Umferðarvefinn, umferd.is, þar sem finna má fjölbreytt og skemmtilegt fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra áhugasama. Enn er hægt að skrá sig í verkefnið á gongumiskolann.is og eru grunnskólar hvattir til að taka þátt. Sjáumst í umferðinni Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og seint verður lögð nógu mikil áhersla á að gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Mikilvægt er að börn á leið í skóla noti endurskinsmerki svo þau sjáist vel þegar skyggja tekur. Einfalt er að verða sér út um endurskinsmerki ýmist með því að kaupa þau eða sækja ókeypis til þeirra fjöldamörgu aðila sem gefa endurskinsmerki. Til dæmis má nálgast þau í útibúum Sjóvár víðs vegar um landið en á vef Samgöngustofu er einnig að finna lista yfir staði þar sem hægt er að nálgast endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum og á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er gott að velja töskur, skó og hlífðarfatnað með endurskinsmerkjum. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn greina vegfarendur því minni líkur eru á að slys verði. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur notkun endurskinsmerkja því reynst örlagarík. Ávinningurinn er því augljós. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun