Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. ágúst 2021 19:44 Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi samstöðufundar á Austurvelli í gær, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga of skammt. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. Eins og segir í tilkynningu verða fyrstu viðbrögð stjórnvalda að taka á móti starfsfólki NATO, fyrrverandi nemendum við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem og að aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, stóð fyrir samstöðufundi á Austurvelli í gær þar sem þess var krafist að fjölskyldum afganskra Íslendinga verði komið til landsins. Navid segir ákvörðun stjórnvalda vonbrigði. Aðgerðirnar gangi of skammt. „Þetta voru vonbrigði. Ég veit að aðrir afganskir Íslendingar eru vonsviknir. Er þetta allt sem stjórnvöld geta gert fyrir fjölskyldur þeirra?“ spyr Navid. Hann segir að ekki sé horft sérstaklega til þeirra sem búa nú við afar skert mannréttindi. Þá hafi stór hluti þeirra sem til stendur að sækja á grundvelli fjölskyldusameiningar nú þegar átt rétt á að koma til landsins og unnið hafi verið að því áður, segir Navid. Reglurnar um fjölskyldusameiningu séu strangar. „Ef maður á bróður eða systur sem er eldri en átján, er viðkomandi sem sagt nógu gamall til að deyja? Hvað á það að þýða? Er þetta eins og á einhverju kjúklingabýli? Mér finnst þetta vanhugsað,“ segir Navid og heldur áfram: „Ef maður lítur til þess sem önnur ríki eru að gera má sjá að þau aðstoðuðu allavega þau sem hafa starfað fyrir afganska herinn. Ríkisstjórnin minntist ekkert á það fólk, konur eða minnihlutahópa. Ég held að Ísland geti gert meira. Þetta dugar ekki til.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við fréttina. Fólk er beðið um að halda sig við málefnalega umræðu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Eins og segir í tilkynningu verða fyrstu viðbrögð stjórnvalda að taka á móti starfsfólki NATO, fyrrverandi nemendum við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem og að aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, stóð fyrir samstöðufundi á Austurvelli í gær þar sem þess var krafist að fjölskyldum afganskra Íslendinga verði komið til landsins. Navid segir ákvörðun stjórnvalda vonbrigði. Aðgerðirnar gangi of skammt. „Þetta voru vonbrigði. Ég veit að aðrir afganskir Íslendingar eru vonsviknir. Er þetta allt sem stjórnvöld geta gert fyrir fjölskyldur þeirra?“ spyr Navid. Hann segir að ekki sé horft sérstaklega til þeirra sem búa nú við afar skert mannréttindi. Þá hafi stór hluti þeirra sem til stendur að sækja á grundvelli fjölskyldusameiningar nú þegar átt rétt á að koma til landsins og unnið hafi verið að því áður, segir Navid. Reglurnar um fjölskyldusameiningu séu strangar. „Ef maður á bróður eða systur sem er eldri en átján, er viðkomandi sem sagt nógu gamall til að deyja? Hvað á það að þýða? Er þetta eins og á einhverju kjúklingabýli? Mér finnst þetta vanhugsað,“ segir Navid og heldur áfram: „Ef maður lítur til þess sem önnur ríki eru að gera má sjá að þau aðstoðuðu allavega þau sem hafa starfað fyrir afganska herinn. Ríkisstjórnin minntist ekkert á það fólk, konur eða minnihlutahópa. Ég held að Ísland geti gert meira. Þetta dugar ekki til.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við fréttina. Fólk er beðið um að halda sig við málefnalega umræðu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22
Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00