Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 18:26 Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. vísir/Sigurjón Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. Meginvextir Seðlabankans voru í dag hækkaðir um 0,25 prósent og eru nú 1,25 prósent. Seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að minnka svigrúmið sem var veitt með hröðum og sögulegum vaxtalækkunum í fyrra þar sem vel hafi tekist að örva hagkerfið. Þetta er önnur vaxtahækkun ársins „Við erum byrjaðir á vaxtahækkunarferli en ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvernig það mun vera,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri aðspurður um næstu skref. Til framtíðar segir hann mögulegt að halda vöxtum lágum með samvinnu stjórnvalda, seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag. Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir. Hækkunin var þvert á spár markaðsaðila og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur hana ótímabæra. Vaxtahækkunin var þvert á spár markaðsaðila.Vísir „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan er að fara í rétta átt og það er aukin óvissa út af faraldrinum með Delta afbrigðið þannig það lá kannski ekkert á því að fara hækka vextina núna,“ segir Daníel Svavarsson. Hann segir vaxtabreytingar bíta heimilin hraðar en áður nú þegar stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Sem dæmi má nefna að vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að sjötíu og fimm þúsund krónur á ári við 0,25 prósenta hækkun. „Þannig þetta kemur mjög hratt við budduna hjá heimilum,“ segir Daníel. Hann telur frekari vaxtahækkanir fram undan. „Mér þætti nú ekki ólíklegt að við ættum eftir að sjá 25 til 50 punkta viðbótarhækkun fyrir áramót. en ég á þá frekar von á því að það komi seinna í vetur; í nóvember eða desember.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans voru í dag hækkaðir um 0,25 prósent og eru nú 1,25 prósent. Seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að minnka svigrúmið sem var veitt með hröðum og sögulegum vaxtalækkunum í fyrra þar sem vel hafi tekist að örva hagkerfið. Þetta er önnur vaxtahækkun ársins „Við erum byrjaðir á vaxtahækkunarferli en ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvernig það mun vera,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri aðspurður um næstu skref. Til framtíðar segir hann mögulegt að halda vöxtum lágum með samvinnu stjórnvalda, seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag. Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir. Hækkunin var þvert á spár markaðsaðila og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur hana ótímabæra. Vaxtahækkunin var þvert á spár markaðsaðila.Vísir „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan er að fara í rétta átt og það er aukin óvissa út af faraldrinum með Delta afbrigðið þannig það lá kannski ekkert á því að fara hækka vextina núna,“ segir Daníel Svavarsson. Hann segir vaxtabreytingar bíta heimilin hraðar en áður nú þegar stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Sem dæmi má nefna að vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að sjötíu og fimm þúsund krónur á ári við 0,25 prósenta hækkun. „Þannig þetta kemur mjög hratt við budduna hjá heimilum,“ segir Daníel. Hann telur frekari vaxtahækkanir fram undan. „Mér þætti nú ekki ólíklegt að við ættum eftir að sjá 25 til 50 punkta viðbótarhækkun fyrir áramót. en ég á þá frekar von á því að það komi seinna í vetur; í nóvember eða desember.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira