Pique nýtir sér vinsældir Messis Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2021 09:01 Lionel Messi og Gerard Pique voru afar sigursælir saman hjá Barcelona. Getty/David Ramos Gerard Pique er vitaskuld vel meðvitaður um vinsældir síns gamla lagsbróður til margra ára, Lionels Messi. Pique hefur nú keypt sjónvarpsútsendingaréttinn á Spáni frá leikjum Argentínumannsins í Frakklandi. Pique og Messi hafa spilað saman hjá Barcelona stærstan hluta þessarar aldar og saman fagnað meðal annars átta Spánarmeistaratitlum og þremur Evrópumeistaratitlum. Eftir vistaskipti Messis til Paris Saint-Germain hefur áhugi Spánverja á frönsku deildinni snaraukist og Pique ætlar að nýta sér það með kaupum á sýningarréttinum í gegnum fyrirtæki sitt Kosmos Holding. ESPN greindi fyrst frá þessu. Búast má við því að Messi þreyti frumraun sína með PSG á sunnudaginn þegar liðið mætir Reims á útivelli. Leikurinn verður í opinn dagskrá fyrir Spánverja í gegnum Twitch-síðu rafíþróttalýsandans Ibai Llanos. Spænska stöðin Telecinco hefur einnig greitt fyrir réttinn til að sýna leikinn. Kosmos keypti réttinn í samstarfi við Enjoy TV og ætlar að leigja hann út, samkvæmt frétt ESPN. Movistar átti áður réttinn til að sýna franska boltann á Spáni, og greiddi fyrir það innan við 2,5 milljónir evra, en hafnaði tilboði um að endurnýja samninginn áður en ljóst varð að Messi færi til Frakklands. Fyrirtæki Pique átti líka sýningarréttinn að Ameríkukeppninni í sumar, þar sem Messi vann sinn fyrsta titil með argentínska landsliðinu, og keypti nýverið sýningarréttinn að ítölsku B-deildinni þar sem nokkrir Íslendingar spila. Pique, sem er 34 ára, er einnig eigandi knattspyrnufélagsins Andorra sem spilar í spænsku 3. deildinni. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Sjá meira
Pique og Messi hafa spilað saman hjá Barcelona stærstan hluta þessarar aldar og saman fagnað meðal annars átta Spánarmeistaratitlum og þremur Evrópumeistaratitlum. Eftir vistaskipti Messis til Paris Saint-Germain hefur áhugi Spánverja á frönsku deildinni snaraukist og Pique ætlar að nýta sér það með kaupum á sýningarréttinum í gegnum fyrirtæki sitt Kosmos Holding. ESPN greindi fyrst frá þessu. Búast má við því að Messi þreyti frumraun sína með PSG á sunnudaginn þegar liðið mætir Reims á útivelli. Leikurinn verður í opinn dagskrá fyrir Spánverja í gegnum Twitch-síðu rafíþróttalýsandans Ibai Llanos. Spænska stöðin Telecinco hefur einnig greitt fyrir réttinn til að sýna leikinn. Kosmos keypti réttinn í samstarfi við Enjoy TV og ætlar að leigja hann út, samkvæmt frétt ESPN. Movistar átti áður réttinn til að sýna franska boltann á Spáni, og greiddi fyrir það innan við 2,5 milljónir evra, en hafnaði tilboði um að endurnýja samninginn áður en ljóst varð að Messi færi til Frakklands. Fyrirtæki Pique átti líka sýningarréttinn að Ameríkukeppninni í sumar, þar sem Messi vann sinn fyrsta titil með argentínska landsliðinu, og keypti nýverið sýningarréttinn að ítölsku B-deildinni þar sem nokkrir Íslendingar spila. Pique, sem er 34 ára, er einnig eigandi knattspyrnufélagsins Andorra sem spilar í spænsku 3. deildinni.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Sjá meira