Fjórir ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 16:35 Frá mótmælum sem fóru fram í kjölfar dauða stúlkunnar í byrjun mánaðarins. EPA/RAJAT GUPTA Fjórir indverskir menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Meðal mannanna er prestur, sem er meðal annars sakaður um að þvinga móður stúlkunnar til að brenna lík hennar með því markmiði að eyða sönnunargögnum. Stúlkan tilheyrði Dalit-stéttinni, en meðlimir hennar eru einnig kallaðir „hinir ósnertanlegu“. Morð stúlkunnar er sagt hafa átt sér stað þann fyrsta ágúst. Mennirnir voru handteknir degi seinna og ákærðir á laugardaginn, samkvæmt frétt Times of India. Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Indlands segir að ákvörðun um ákæru hafi verið tekin í kjölfar rannsóknar og byggi á um 400 blaðsíðna skýrslu þar sem fram komi að næg sönnunargögn séu til að sakfella mennina. Ráðuneytið hefur sett mál í forgang. Mennirnir verða færðir fyrir dómara á þriðjudaginn og gætu þeir verið dæmdir til dauða, verði þeir fundir sekir. Í frétt CNN segir stúlkan hafi verið send til líkbrennslu til að sækja vatn. Skömmu seinna hafi prestur hringt í móður stúlkunnar og sagt hana látna. Presturinn mun hafa sagt henni að stúlkan hefði orðið fyrir raflosti. Hann og þrír aðrir starfsmenn líkbrennslunnar þrýstu á móðurina og sannfærðu hana um að brenna lík stúlkunnar strax og blanda lögreglunni ekki í málið. Íbúar þorpsins sem er í útjaðri Delí, brugðust reiðir við þessum fregnum og mótmæltu við líkbrennsluna. Í kjölfarið voru mennirnir fjórir handteknir. Eins og áður hefur komið fram voru þeir ákærðir á laugardaginn. Fellt niður en enn áhrifamikið Stéttakerfi Indlands var formlega fellt niður árið 1950 en það spilar þó enn stóra rullu í landinu. Í einföldu máli sagt, þá flokkar kerfið Indverja sem fæðast innan hindúatrú í stétt við fæðingu. Það mótar stöðu þeirra í samfélaginu, hverjum þeir mega giftast og hvaða störf þeir mega vinna. Í frétt CNN segir að meðlimir Dalit-stéttarinnar séu um 201 milljón af 1,3 milljarði Indverja. Þeir séu meðal þeirra verst settu í stéttakerfinu og verði fyrir miklum fordómum, árásum og kynferðislegu ofbeldi. Mikið sé um að kynferðisofbeldi gegn konum í Dalit-stéttinni hafi leitt til reiði í indversku samfélagi undanfarin ár. Í fyrra hafi hópnauðgun og morð nítján ára konu leitt til mótmæla. Það hafi verið í kjölfar þess að þrettán ára stúlku hafi verið nauðgað og hún myrt mánuði áður. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Stúlkan tilheyrði Dalit-stéttinni, en meðlimir hennar eru einnig kallaðir „hinir ósnertanlegu“. Morð stúlkunnar er sagt hafa átt sér stað þann fyrsta ágúst. Mennirnir voru handteknir degi seinna og ákærðir á laugardaginn, samkvæmt frétt Times of India. Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Indlands segir að ákvörðun um ákæru hafi verið tekin í kjölfar rannsóknar og byggi á um 400 blaðsíðna skýrslu þar sem fram komi að næg sönnunargögn séu til að sakfella mennina. Ráðuneytið hefur sett mál í forgang. Mennirnir verða færðir fyrir dómara á þriðjudaginn og gætu þeir verið dæmdir til dauða, verði þeir fundir sekir. Í frétt CNN segir stúlkan hafi verið send til líkbrennslu til að sækja vatn. Skömmu seinna hafi prestur hringt í móður stúlkunnar og sagt hana látna. Presturinn mun hafa sagt henni að stúlkan hefði orðið fyrir raflosti. Hann og þrír aðrir starfsmenn líkbrennslunnar þrýstu á móðurina og sannfærðu hana um að brenna lík stúlkunnar strax og blanda lögreglunni ekki í málið. Íbúar þorpsins sem er í útjaðri Delí, brugðust reiðir við þessum fregnum og mótmæltu við líkbrennsluna. Í kjölfarið voru mennirnir fjórir handteknir. Eins og áður hefur komið fram voru þeir ákærðir á laugardaginn. Fellt niður en enn áhrifamikið Stéttakerfi Indlands var formlega fellt niður árið 1950 en það spilar þó enn stóra rullu í landinu. Í einföldu máli sagt, þá flokkar kerfið Indverja sem fæðast innan hindúatrú í stétt við fæðingu. Það mótar stöðu þeirra í samfélaginu, hverjum þeir mega giftast og hvaða störf þeir mega vinna. Í frétt CNN segir að meðlimir Dalit-stéttarinnar séu um 201 milljón af 1,3 milljarði Indverja. Þeir séu meðal þeirra verst settu í stéttakerfinu og verði fyrir miklum fordómum, árásum og kynferðislegu ofbeldi. Mikið sé um að kynferðisofbeldi gegn konum í Dalit-stéttinni hafi leitt til reiði í indversku samfélagi undanfarin ár. Í fyrra hafi hópnauðgun og morð nítján ára konu leitt til mótmæla. Það hafi verið í kjölfar þess að þrettán ára stúlku hafi verið nauðgað og hún myrt mánuði áður.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira