Sáttmáli við hin óbornu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. ágúst 2021 12:54 Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu. Við tölum um húsnæðismálin, barnabæturnar, fæðingarorlofið ... við tölum um kjör og aðbúnað eldra fólks: þessi gömlu góðu baráttumál jafnaðarmanna, sem þeim hefur tekist að þoka áfram í rétta átt þessar fimmtán mínútur í senn sem þeir hafa komist að við landstjórnina án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar neitunarvald. Og við tölum um loftslagsmálin. Þau eru nefnilega líka málefni fjölskyldunnar, málefni okkar hér og nú, ekki einhverra annarra og ekki einhver staðar í fjarskanum. Þau snerta okkur því loftslagsbreytingar af mannavöldum gerast nú í rauntíma, eins og öfgar í veðurfari vitna um. Þau snerta þá afkomendur okkar og fjölskyldumeðlimi sem enn eru ófæddir. Við þurfum að gera sáttmála við þau. Ef við gerum það ekki verður arfleifð okkar sú að hafa brugðist þeim. Við getum ekki samið við náttúruöflin. Ef við röskum loftslaginu, veðrakerfinu og hafið súrnar er engin önnur leið sem dugar en að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Klukkan tifar. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu í þessum málum og raunhæfa. Hún er meira að segja svo raunhæf og góð að Vinstri græn tóku hana upp um daginn og gerðu að sinni – gott hjá þeim – færðust frá fyrri markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 um 29% og upp í 60% eins og Samfylkingin hafði þá þegar kynnt. Munurinn á okkur og Vg í þessu er hins vegar sá að þau telja að þessum markmiðum verði náð fram með Sjálfstæðisflokkinn við völd en okkur í Samfó langar að leiða saman þau og aðra umbótaflokka og mynda ríkisstjórn um loftslagsmálin og önnur þjóðþrifamál – önnur fjölskyldumál. Hvorki formaður Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins hafa tekið undir fyrirheit Forsætisráðherra um 40% samdrátt – hvað þá 60%. Við höfum talað um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Raunhæfar aðgerðir sem hægt er að ráðast í ef viiljinn er fyrir hendi. Og við höfum sett fram markmið okkar í tíu liðum: í fyrsta lagi ætlum við að lögfesta að minnsta kosti 60% samdrátt í losun gróðurhúsaloftttegunda fyrir árið 2030, miðað við 2005 og tryggja fjármagn í þá umbreytingu svo hún verði réttlát og sjálfbær og skilvirk. Við ætlum að flýta borgarlínu og byggja upp raunverulegar almenningssamgöngur. Alltof lengi höfum við litið á almenningssamgöngur sem neyðarbrauð en ekki sjálfsögð réttindi og flottan kost fyrir nútímafólk vill komast fljótt og vel milli staða. Við ætlum líka að gera hjólreiðar enn fýsilegri kost um allt land, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í því að fólk nýti sér þennan holla og skemmtilega farkost. Við ætlum að ráðast í umbætur á landbúnaðarkerfinu, ekki til að draga úr stuðningi við bændur heldur til að skapa hvata til að snúa sér að umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum hætta að skilyrða styrki við framleiðslu á kjöti og mjólk og ýta frekar undir og styðja loftslagsverkefni, kolefnisbindingu með breyttri landnotkun, endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt þar sem hún á við. Við ætlum að banna notkun og flutninga á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands. Við ætlum að rafvæða hafnirnar og banna olíuborun í íslenskri efnahagslögsögu. Við ætlum að styðja við tæknilausnir og hugvit sem beinist að kolefnisföngun og kolefnisförgun – styrkja nýsköpun á borð við Carbfix. Og við ætlum að hafa hátt á alþjóðavettvangi, sem land grænnar orku, sem ætlast til þess af öðrum þjóðum að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannkyni og lífríki Jarðar úr þeim bráðavanda sem blasir við að mati vísindamanna. Þá verðum við líka að gera allt sem í okkar valdi stendur. Sumt af því kann að vera bölvað vesen, og kann að líta út sem fórnir, þó að ég sé sannfærður um að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett og ótal lausnir séu til þó að þær hafi enn ekki verið fundnar – enn ekki fæðst, frekar en þeir fjölskyldumeðlimir okkar sem munu þurfa að súpa seyðið af dáðleysi okkar ef við leggjumst ekki á eitt núna. Því það er ekki um annað að ræða en að taka höndum saman og gera sáttmála við hin óbornu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu. Við tölum um húsnæðismálin, barnabæturnar, fæðingarorlofið ... við tölum um kjör og aðbúnað eldra fólks: þessi gömlu góðu baráttumál jafnaðarmanna, sem þeim hefur tekist að þoka áfram í rétta átt þessar fimmtán mínútur í senn sem þeir hafa komist að við landstjórnina án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar neitunarvald. Og við tölum um loftslagsmálin. Þau eru nefnilega líka málefni fjölskyldunnar, málefni okkar hér og nú, ekki einhverra annarra og ekki einhver staðar í fjarskanum. Þau snerta okkur því loftslagsbreytingar af mannavöldum gerast nú í rauntíma, eins og öfgar í veðurfari vitna um. Þau snerta þá afkomendur okkar og fjölskyldumeðlimi sem enn eru ófæddir. Við þurfum að gera sáttmála við þau. Ef við gerum það ekki verður arfleifð okkar sú að hafa brugðist þeim. Við getum ekki samið við náttúruöflin. Ef við röskum loftslaginu, veðrakerfinu og hafið súrnar er engin önnur leið sem dugar en að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Klukkan tifar. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu í þessum málum og raunhæfa. Hún er meira að segja svo raunhæf og góð að Vinstri græn tóku hana upp um daginn og gerðu að sinni – gott hjá þeim – færðust frá fyrri markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 um 29% og upp í 60% eins og Samfylkingin hafði þá þegar kynnt. Munurinn á okkur og Vg í þessu er hins vegar sá að þau telja að þessum markmiðum verði náð fram með Sjálfstæðisflokkinn við völd en okkur í Samfó langar að leiða saman þau og aðra umbótaflokka og mynda ríkisstjórn um loftslagsmálin og önnur þjóðþrifamál – önnur fjölskyldumál. Hvorki formaður Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins hafa tekið undir fyrirheit Forsætisráðherra um 40% samdrátt – hvað þá 60%. Við höfum talað um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Raunhæfar aðgerðir sem hægt er að ráðast í ef viiljinn er fyrir hendi. Og við höfum sett fram markmið okkar í tíu liðum: í fyrsta lagi ætlum við að lögfesta að minnsta kosti 60% samdrátt í losun gróðurhúsaloftttegunda fyrir árið 2030, miðað við 2005 og tryggja fjármagn í þá umbreytingu svo hún verði réttlát og sjálfbær og skilvirk. Við ætlum að flýta borgarlínu og byggja upp raunverulegar almenningssamgöngur. Alltof lengi höfum við litið á almenningssamgöngur sem neyðarbrauð en ekki sjálfsögð réttindi og flottan kost fyrir nútímafólk vill komast fljótt og vel milli staða. Við ætlum líka að gera hjólreiðar enn fýsilegri kost um allt land, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í því að fólk nýti sér þennan holla og skemmtilega farkost. Við ætlum að ráðast í umbætur á landbúnaðarkerfinu, ekki til að draga úr stuðningi við bændur heldur til að skapa hvata til að snúa sér að umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum hætta að skilyrða styrki við framleiðslu á kjöti og mjólk og ýta frekar undir og styðja loftslagsverkefni, kolefnisbindingu með breyttri landnotkun, endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt þar sem hún á við. Við ætlum að banna notkun og flutninga á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands. Við ætlum að rafvæða hafnirnar og banna olíuborun í íslenskri efnahagslögsögu. Við ætlum að styðja við tæknilausnir og hugvit sem beinist að kolefnisföngun og kolefnisförgun – styrkja nýsköpun á borð við Carbfix. Og við ætlum að hafa hátt á alþjóðavettvangi, sem land grænnar orku, sem ætlast til þess af öðrum þjóðum að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannkyni og lífríki Jarðar úr þeim bráðavanda sem blasir við að mati vísindamanna. Þá verðum við líka að gera allt sem í okkar valdi stendur. Sumt af því kann að vera bölvað vesen, og kann að líta út sem fórnir, þó að ég sé sannfærður um að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett og ótal lausnir séu til þó að þær hafi enn ekki verið fundnar – enn ekki fæðst, frekar en þeir fjölskyldumeðlimir okkar sem munu þurfa að súpa seyðið af dáðleysi okkar ef við leggjumst ekki á eitt núna. Því það er ekki um annað að ræða en að taka höndum saman og gera sáttmála við hin óbornu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar