Papparör og pólitík Brynja Dan Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 15:01 Eftir að hafa heyrt mikið talað um kolsvarta loftslagsskýrslu síðustu daga skynjar maður alvarleika málsins. Hvert og eitt okkar þarf að leggja sitt af mörkum. Vissulega er hver einstaklingur bara dropi í hafið, en margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Ég er einn af eigendum Extraloppunnar sem er lítið og grænt fyrirtæki staðsett í Smáralindinni. Fyrirtæki sem vinnur að umhverfismálum og sýnir samfélagslega ábyrgð þegar kemur að endurnýtingu og minnkun kolefnisspora. Í hvert sinn sem þú kaupir notaðar vörur í stað nýrra minnkar þú koltvísýringsmengun að því er nemur framleiðslu og því flytja vöruna á áfangastað. Breytt hugsun. Við þurfum og við erum að breyta neysluvenjum og hugsunarhætti fólks. Þegar Extraloppan var stofnuð fannst mér það vera lykilatriði. Landsmenn hafa tekið okkur betur en nokkurt okkar þorði að vona. Hringrásin hefur skapast og alltaf fleiri og fleiri ákveða að hefja leitina af því sem vantar, hjá okkur. Um það snýst málið, að við gefum þeim hlutum og fatnaði sem við hyggjumst ekki nota lengra líf og kaupum svo notaða hluti sem bíða þess að fá nýjan eiganda. Hvað hefur sparast? Systurfyrirtæki Extraloppunnar, Barnaloppan, fékk umhverfisverkfræðinga hjá Eflu til þess að reikna fyrir sig kolefnisspor sem hafa sparast með tilkomu verslunarinnar frá 2018-2019. Niðurstaðan er sláandi, rúm 5.000 tonn höfðu sparast í losun koltvísýrings sem jafnast á við 2.500 bíla á einu ári og ætla má að Extraloppan sé með svipaðar tölur. Frá opnun Extraloppunnar árið 2019 hafa selst yfir 400.000 vörur ef við reiknum þetta til dagsins í dag þá eru þetta um 12 - 15.000 tonn sem jafnast á við 6-7.000 bíla á ári. Að endurnýta og endurvinna Á heimsvísu er áætlað að textílneysla hvers jarðarbúa sé um 11 kg og að textíliðnaðurinn valdi um 8% gróðurhúsaáhrifa á jörðinni. Það fara t.d. um 6-8 þúsund lítrar af vatni í að framleiða bómul í einar gallabuxur. Sú aðgerð sem dregur hvað mest úr þessum áhrifum er að endurnýta og endurvinna. Breytingar til hins betra Við þurfum öll að vera meðvituð. Auðvitað finnst okkur öllum skrítið að drekka kókómjólkina með papparöri og það er í eðli mannsins að finnast breytingar erfiðar. Hér áður fyrr flokkuðum við ekki rusl og einu sinni settum við allt í litla plastpoka í grænmetisdeildinni en við venjumst öllu og furðu hratt eins og heimsfaraldurinn hefur sýnt og sannað. Öll þessi litlu skref eru skref í átt að hreinni jörð fyrir okkur og afkomendur okkar. Margt smátt gerir eitt stórt, og stjórnvöld verða því að örva og hvetja atvinnulífið til þess að leggja sitt af mörkum. Atvinnulífið verður að sjá hag sinn af því að taka þátt. Slíkt er hægt t.d. með hagrænum hvötum eða skattaívilnunum. Leiðin þarf að vera markvissari og skilvirkari. Nýsköpun og verðmætasköpun í loftslagsmálum verður að vera í forgrunni. Það er nefnilega þannig að auðlindir heimsins eru ekki ótakmarkaðar og endurnýting á framleiddum vörum hlýtur að vera af hinu góða fyrir bæði neytendur og umhverfið. Með því að standa í stað munum við ekki ná árangri, en með því að sækja fram og hvetja fólk og fyrirtæki áfram með okkur eru okkur allir vegir færir. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Umhverfismál Brynja Dan Gunnarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa heyrt mikið talað um kolsvarta loftslagsskýrslu síðustu daga skynjar maður alvarleika málsins. Hvert og eitt okkar þarf að leggja sitt af mörkum. Vissulega er hver einstaklingur bara dropi í hafið, en margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Ég er einn af eigendum Extraloppunnar sem er lítið og grænt fyrirtæki staðsett í Smáralindinni. Fyrirtæki sem vinnur að umhverfismálum og sýnir samfélagslega ábyrgð þegar kemur að endurnýtingu og minnkun kolefnisspora. Í hvert sinn sem þú kaupir notaðar vörur í stað nýrra minnkar þú koltvísýringsmengun að því er nemur framleiðslu og því flytja vöruna á áfangastað. Breytt hugsun. Við þurfum og við erum að breyta neysluvenjum og hugsunarhætti fólks. Þegar Extraloppan var stofnuð fannst mér það vera lykilatriði. Landsmenn hafa tekið okkur betur en nokkurt okkar þorði að vona. Hringrásin hefur skapast og alltaf fleiri og fleiri ákveða að hefja leitina af því sem vantar, hjá okkur. Um það snýst málið, að við gefum þeim hlutum og fatnaði sem við hyggjumst ekki nota lengra líf og kaupum svo notaða hluti sem bíða þess að fá nýjan eiganda. Hvað hefur sparast? Systurfyrirtæki Extraloppunnar, Barnaloppan, fékk umhverfisverkfræðinga hjá Eflu til þess að reikna fyrir sig kolefnisspor sem hafa sparast með tilkomu verslunarinnar frá 2018-2019. Niðurstaðan er sláandi, rúm 5.000 tonn höfðu sparast í losun koltvísýrings sem jafnast á við 2.500 bíla á einu ári og ætla má að Extraloppan sé með svipaðar tölur. Frá opnun Extraloppunnar árið 2019 hafa selst yfir 400.000 vörur ef við reiknum þetta til dagsins í dag þá eru þetta um 12 - 15.000 tonn sem jafnast á við 6-7.000 bíla á ári. Að endurnýta og endurvinna Á heimsvísu er áætlað að textílneysla hvers jarðarbúa sé um 11 kg og að textíliðnaðurinn valdi um 8% gróðurhúsaáhrifa á jörðinni. Það fara t.d. um 6-8 þúsund lítrar af vatni í að framleiða bómul í einar gallabuxur. Sú aðgerð sem dregur hvað mest úr þessum áhrifum er að endurnýta og endurvinna. Breytingar til hins betra Við þurfum öll að vera meðvituð. Auðvitað finnst okkur öllum skrítið að drekka kókómjólkina með papparöri og það er í eðli mannsins að finnast breytingar erfiðar. Hér áður fyrr flokkuðum við ekki rusl og einu sinni settum við allt í litla plastpoka í grænmetisdeildinni en við venjumst öllu og furðu hratt eins og heimsfaraldurinn hefur sýnt og sannað. Öll þessi litlu skref eru skref í átt að hreinni jörð fyrir okkur og afkomendur okkar. Margt smátt gerir eitt stórt, og stjórnvöld verða því að örva og hvetja atvinnulífið til þess að leggja sitt af mörkum. Atvinnulífið verður að sjá hag sinn af því að taka þátt. Slíkt er hægt t.d. með hagrænum hvötum eða skattaívilnunum. Leiðin þarf að vera markvissari og skilvirkari. Nýsköpun og verðmætasköpun í loftslagsmálum verður að vera í forgrunni. Það er nefnilega þannig að auðlindir heimsins eru ekki ótakmarkaðar og endurnýting á framleiddum vörum hlýtur að vera af hinu góða fyrir bæði neytendur og umhverfið. Með því að standa í stað munum við ekki ná árangri, en með því að sækja fram og hvetja fólk og fyrirtæki áfram með okkur eru okkur allir vegir færir. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar