Grímuskyldan afnumin í Bónus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 11:28 Guðmundur, segir tíma til kominn að setja ákvörðun um grímunotkun í hendur viðskiptavina. Frá og með deginum í dag verður ekki grímuskylda í verslunum Bónus. Framkvæmdastjóri Bónus segist finna fyrir mikilli grímuþreytu meðal almennings. „Við ætlum að fara eftir vilja kúnnans og afnemum skylduna en mælumst þó til þess að fólk noti grímur. En það er ekki skylda,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Krónan tilkynnti það í gær að grímuskylda í verslunum Krónunnar verði afnumin. Framkvæmdastjóri Krónunnar sagði í gær, þegar breytingin var tilkynnt, að nú telji forsvarsmenn verslananna að viðskiptavinir og starfsfólk sé orðið þaulvant að meta sjálft hvenær þörf sé á grímu og hvenær ekki. Guðmundur tekur undir þetta og segir tíma til kominn að setja þetta ákvörðunarvald í hendurnar á viðskiptavinum. „Já, og við ætlum ekki að standa í þrasi við kúnnann um grímunotkun og ætlum að setja þetta bara í hendurnar á þeim,“ segir Guðmundur. Hann segir þó að á tímum grímuskyldu hafi allt gengið vel en gæti á þreytu meðal almennings. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og við höfum alltaf bara farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis og munum gera það áfram en við finnum samt fyrir því að almenningur er orðinn þreyttur á grímunni. En ef Þórólfur kemur með tilmæli þess eðlis að allir beri grímur þá förum við eftir því en eins og staðan er núna ætlum við að afnema þetta.“ Samkvæmt tilkynningu frá Samkaupum hefur grímuskyldum í verslunum Samkaupa einnig verið aflétt. Fólk er þó áfram hvatt til að bera þær fyrir vitum. Verslanir Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með tilkynningu frá Samkaupum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
„Við ætlum að fara eftir vilja kúnnans og afnemum skylduna en mælumst þó til þess að fólk noti grímur. En það er ekki skylda,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Krónan tilkynnti það í gær að grímuskylda í verslunum Krónunnar verði afnumin. Framkvæmdastjóri Krónunnar sagði í gær, þegar breytingin var tilkynnt, að nú telji forsvarsmenn verslananna að viðskiptavinir og starfsfólk sé orðið þaulvant að meta sjálft hvenær þörf sé á grímu og hvenær ekki. Guðmundur tekur undir þetta og segir tíma til kominn að setja þetta ákvörðunarvald í hendurnar á viðskiptavinum. „Já, og við ætlum ekki að standa í þrasi við kúnnann um grímunotkun og ætlum að setja þetta bara í hendurnar á þeim,“ segir Guðmundur. Hann segir þó að á tímum grímuskyldu hafi allt gengið vel en gæti á þreytu meðal almennings. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og við höfum alltaf bara farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis og munum gera það áfram en við finnum samt fyrir því að almenningur er orðinn þreyttur á grímunni. En ef Þórólfur kemur með tilmæli þess eðlis að allir beri grímur þá förum við eftir því en eins og staðan er núna ætlum við að afnema þetta.“ Samkvæmt tilkynningu frá Samkaupum hefur grímuskyldum í verslunum Samkaupa einnig verið aflétt. Fólk er þó áfram hvatt til að bera þær fyrir vitum. Verslanir Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með tilkynningu frá Samkaupum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira