Sósíalistar fastir í fortíðinni Kári Gautason skrifar 2. september 2021 07:30 Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini. Nýfrjálshyggjuna er þó búið að tvídrepa eins og sænska drauginn Glám sem Grettir Ásmundarson barðist við. Nýr veruleiki að fást við Glámur var hroðalegur ásýndum, hvessti augun og gaut sínum sjónum harðlega. Hann reið húsum í Forsæludal, sparkaði í hurðir og var til mikils ama. Segja má að nýfrjálshyggjan hafi ekki verið ólík Glámi. Hún reið húsum frá 1980 til 2010 og varð til bölvunar fyrir mörg þjóðfélög og sérstaklega Ísland. En hún er dauð og grafin. Í bankahruni og fjármálahruni dagaði nýfrjálshyggjuna uppi eins og nátttröll. Hægri sinnaðar stjórnir kenndar við lýðskrum svo og ýmsar valdsæknar vinstri hreyfingar hafa staðið yfir höfuðsvörðum hennar. Henni hefur svo verið kastað á ruslahauga sögunnar af heimsfaraldri kórónaveiru. Það er merkilegt að betur viti eins og foringi sósíalista skuli ekki hafa tekið eftir því að ríki og Seðlabankar hafa haft og hafa enn mikil og æ meiri afskipti af þjóðlífi og atvinnulífi. Það er eins og hann viti ekki að seðlabankar réðust í víðtækar aðgerðir til þess að forða ríkjum frá fjármálahruni í mars 2020. Og frekar spólar hann í gömlum hjólförum fortíðar heldur en að greina áhrif stóraukinna útgjalda ríkissjóða á atvinnulíf og lífskjör almennings. Fortíðarþrá sósíalista Í málflutningi sósíalista fyrir kosningarnar má greina þann tón að í eina tíð hafi hér verið fyrirmyndarríki í norðri, með fullkomið skattkerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og svo framvegis, allt fyrir tilstilli verkalýðshreyfingar. Samvinnuhreyfingin hafi svo veitt auðvaldsöflunum virkt aðhald. Þessi söguskoðun er notaleg og á sinn hátt lokkandi. Ég vildi að hún væri sönn. Almenningur þurfi bara að komast aftur til valda með því að kjósa sósíalistaforingjann Gunnar Smára og hina sósíalistana inn á þing sem „útrýma“ muni spillingu, fátækt og kapítali. Einn vandinn við þessa kenningu er að það vantar massann að baki hennar. Þótt skipt sé um kontórista í verkalýðsfélögum og vinstri flokkar smætti sig á þingi er ekki þar með sagt að alþýðan hafi tekið völdin. Fortíðarþrá af þessu tagi er varasöm. Hún byggir á undarlegri söguskoðun og raunar afbökun á samtímasögu. Fæstir held ég að vildu hverfa aftur til Íslands á árabilinu 1970-1990. Það var samfélag óðaverðbólgu og aðlögunar að verðtryggingu. Ofbeit á afréttum og stóriðjustefnu. Það var samfélag þar sem minnihlutahópar á borð við hinsegin fólk höfðu ekki full mannréttindi á við okkur hin. Samfélag þar sem konur áttu að vera við eldavélina og atvinnuþátttaka þeirra í takti við það. Samfélag þar sem feður tóku ekki fæðingarorlof. Samfélag þar sem fatlað fólk var læst inni á stofnunum. Samfélag þar sem einsleitni var ennþá meiri en nú er, samfélag frændhygli og spillingar. Samfélag þar sem bændur með óæskilegar stjórnmálaskoðanir, til að mynda sósíalistar, áttu minni möguleika á fyrirgreiðslu hjá hinni algóðu samvinnuhreyfingu. Og svo framvegis. Það skiptir máli hver stjórnar Lærdómurinn af fjármálakreppu og heimsfaraldri er í samræmi við þá skoðun John Maynard Keynes í síðari heimsstyrjöld að allt sem við getum framkvæmt sé hægt að fjármagna. Spurningin sem þá stendur eftir er hverjir eigi að stýra vaxandi afskiptum ríkisins af þjóðlífi og atvinnulífi á næsta kjörtímabili og hvers eðlis þau eigi að vera. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Lýðræðissinnar þurfa að beita almannavaldinu í samræmi við almenn mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Þar verður barátta næstu ára. Við sem viljum auka völd og áhrif vinnandi fólks þurfum að fóta okkur í þessum veruleika í stað þess að glíma við löngu dauða nýfrjálshyggjudrauga. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Norðausturkjördæmi Kári Gautason Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini. Nýfrjálshyggjuna er þó búið að tvídrepa eins og sænska drauginn Glám sem Grettir Ásmundarson barðist við. Nýr veruleiki að fást við Glámur var hroðalegur ásýndum, hvessti augun og gaut sínum sjónum harðlega. Hann reið húsum í Forsæludal, sparkaði í hurðir og var til mikils ama. Segja má að nýfrjálshyggjan hafi ekki verið ólík Glámi. Hún reið húsum frá 1980 til 2010 og varð til bölvunar fyrir mörg þjóðfélög og sérstaklega Ísland. En hún er dauð og grafin. Í bankahruni og fjármálahruni dagaði nýfrjálshyggjuna uppi eins og nátttröll. Hægri sinnaðar stjórnir kenndar við lýðskrum svo og ýmsar valdsæknar vinstri hreyfingar hafa staðið yfir höfuðsvörðum hennar. Henni hefur svo verið kastað á ruslahauga sögunnar af heimsfaraldri kórónaveiru. Það er merkilegt að betur viti eins og foringi sósíalista skuli ekki hafa tekið eftir því að ríki og Seðlabankar hafa haft og hafa enn mikil og æ meiri afskipti af þjóðlífi og atvinnulífi. Það er eins og hann viti ekki að seðlabankar réðust í víðtækar aðgerðir til þess að forða ríkjum frá fjármálahruni í mars 2020. Og frekar spólar hann í gömlum hjólförum fortíðar heldur en að greina áhrif stóraukinna útgjalda ríkissjóða á atvinnulíf og lífskjör almennings. Fortíðarþrá sósíalista Í málflutningi sósíalista fyrir kosningarnar má greina þann tón að í eina tíð hafi hér verið fyrirmyndarríki í norðri, með fullkomið skattkerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og svo framvegis, allt fyrir tilstilli verkalýðshreyfingar. Samvinnuhreyfingin hafi svo veitt auðvaldsöflunum virkt aðhald. Þessi söguskoðun er notaleg og á sinn hátt lokkandi. Ég vildi að hún væri sönn. Almenningur þurfi bara að komast aftur til valda með því að kjósa sósíalistaforingjann Gunnar Smára og hina sósíalistana inn á þing sem „útrýma“ muni spillingu, fátækt og kapítali. Einn vandinn við þessa kenningu er að það vantar massann að baki hennar. Þótt skipt sé um kontórista í verkalýðsfélögum og vinstri flokkar smætti sig á þingi er ekki þar með sagt að alþýðan hafi tekið völdin. Fortíðarþrá af þessu tagi er varasöm. Hún byggir á undarlegri söguskoðun og raunar afbökun á samtímasögu. Fæstir held ég að vildu hverfa aftur til Íslands á árabilinu 1970-1990. Það var samfélag óðaverðbólgu og aðlögunar að verðtryggingu. Ofbeit á afréttum og stóriðjustefnu. Það var samfélag þar sem minnihlutahópar á borð við hinsegin fólk höfðu ekki full mannréttindi á við okkur hin. Samfélag þar sem konur áttu að vera við eldavélina og atvinnuþátttaka þeirra í takti við það. Samfélag þar sem feður tóku ekki fæðingarorlof. Samfélag þar sem fatlað fólk var læst inni á stofnunum. Samfélag þar sem einsleitni var ennþá meiri en nú er, samfélag frændhygli og spillingar. Samfélag þar sem bændur með óæskilegar stjórnmálaskoðanir, til að mynda sósíalistar, áttu minni möguleika á fyrirgreiðslu hjá hinni algóðu samvinnuhreyfingu. Og svo framvegis. Það skiptir máli hver stjórnar Lærdómurinn af fjármálakreppu og heimsfaraldri er í samræmi við þá skoðun John Maynard Keynes í síðari heimsstyrjöld að allt sem við getum framkvæmt sé hægt að fjármagna. Spurningin sem þá stendur eftir er hverjir eigi að stýra vaxandi afskiptum ríkisins af þjóðlífi og atvinnulífi á næsta kjörtímabili og hvers eðlis þau eigi að vera. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Lýðræðissinnar þurfa að beita almannavaldinu í samræmi við almenn mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Þar verður barátta næstu ára. Við sem viljum auka völd og áhrif vinnandi fólks þurfum að fóta okkur í þessum veruleika í stað þess að glíma við löngu dauða nýfrjálshyggjudrauga. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun