Virkjar ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2021 11:00 Ásrún Magnúsdóttir dansari ætlar að hjálpa ungu fólki sem langar að stefna á heim sviðslista. Vísir/Vilhelm Ásrún Magnúsdóttir dansari og danshöfundur er að stofna nýjan skóla fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til átján ára. Skólinn er fyrir unglinga sem langar til þess að verða listamenn, sýningarstjórar, aktívistar eða hvað sem er sem er tengt menningu og listum. „Þau munu sjálf ráða sér sína eigin kennara sem ætla að leiðbeina þeim í allan vetur. Unglingarnir sem taka þátt í þessu prógrammi skipuleggja síðan aðra viðburði fyrir aðra unglinga, list-og fræðsluviðburði og munu halda sína eigin hátíð,“ segir Ásrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi. Skólinn heitir Litla systir og er litla systir Reykjavík Dance Festival. Ásrún er bæði dansari og danshöfundur en hefur starfað í ýmsum öðrum geirum sviðslista. „Litla systir er óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill skilja heiminn aðeins betur í gegnum listir,“ útskýrir Ásrún. Það verða aðeins tíu nemendur í skólanum þegar hann fer af stað og leitar Ásrún nú að þeim nemendum. Snýst um listir og lýðræði „Þessir þrettán til átján ára nemendur mynda teymi Litlu systur og ætla af stað með ólík verkefni tengd listum og menningu fyrir ungt fólk. Litla systir á að vera samansafn ólíkra ungmenna úr ólíkum áttum. Þetta er ný tilraun í því að virkja ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu. Við viljum gefa ungmennum ábyrgð sem á að leiða til áhrifa,“ segir Ásrún. „Litla systir ræður sína eigin kennara til þess að leiðbeina sér í því að skapa list og fræðslu ætlað teyminu sjálfu en einnig öðrum unglingum. Litla systir heldur úti vefsíðu og skipuleggur listviðburði þar sem markhópurinn er ungt fólk. Litla systir er menntandi, ögrandi og hvetjandi og snýst um listir og lýðræði.“ Breyta heiminum með list Skólinn verður á vegum Ásrúnar og Reykjavík Dance Festiival. „Litla systir eru listamenn, sýningarstjórar og aktívistar morgundagsins. Nú leitum við að ungu fólki til þess að mynda teymi Litlu systur veturinn 2021 til 2022. Við munum hittast vikulega í allan vetur og hlúa að ólíkum verkefnum.“ 'Eins og áður segir þurfa ungmennin að vera fædd á árunum 2003 til 2008. Umsækjendur skulu skrifa stutt kynningarbréf, hálf til ein síða, og taka fram af hverju þau vilji vera með í Litlu systur. Umsóknir skal senda á litlasystir@reykjavikdancefestival.is fyrir 12. september. „Haft verður samband við alla umsækjendur og allir boðaðir í stutt viðtöl og í framhaldi af því verður Litla systir skipuð,“ segir Ásrún. „Litla systir eiga að vera ungmenni sem vilja verða listamenn, halda listviðburði, sýningarstjórar, stjórnmálafólk eða ungir aktívistar sem vilja breyta heiminum með list. Litla systir á að geta gengið í öll þau störf sem fylgja því að skapa öflugt menningarlíf.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Dans Leikhús Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Sjá meira
„Þau munu sjálf ráða sér sína eigin kennara sem ætla að leiðbeina þeim í allan vetur. Unglingarnir sem taka þátt í þessu prógrammi skipuleggja síðan aðra viðburði fyrir aðra unglinga, list-og fræðsluviðburði og munu halda sína eigin hátíð,“ segir Ásrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi. Skólinn heitir Litla systir og er litla systir Reykjavík Dance Festival. Ásrún er bæði dansari og danshöfundur en hefur starfað í ýmsum öðrum geirum sviðslista. „Litla systir er óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill skilja heiminn aðeins betur í gegnum listir,“ útskýrir Ásrún. Það verða aðeins tíu nemendur í skólanum þegar hann fer af stað og leitar Ásrún nú að þeim nemendum. Snýst um listir og lýðræði „Þessir þrettán til átján ára nemendur mynda teymi Litlu systur og ætla af stað með ólík verkefni tengd listum og menningu fyrir ungt fólk. Litla systir á að vera samansafn ólíkra ungmenna úr ólíkum áttum. Þetta er ný tilraun í því að virkja ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu. Við viljum gefa ungmennum ábyrgð sem á að leiða til áhrifa,“ segir Ásrún. „Litla systir ræður sína eigin kennara til þess að leiðbeina sér í því að skapa list og fræðslu ætlað teyminu sjálfu en einnig öðrum unglingum. Litla systir heldur úti vefsíðu og skipuleggur listviðburði þar sem markhópurinn er ungt fólk. Litla systir er menntandi, ögrandi og hvetjandi og snýst um listir og lýðræði.“ Breyta heiminum með list Skólinn verður á vegum Ásrúnar og Reykjavík Dance Festiival. „Litla systir eru listamenn, sýningarstjórar og aktívistar morgundagsins. Nú leitum við að ungu fólki til þess að mynda teymi Litlu systur veturinn 2021 til 2022. Við munum hittast vikulega í allan vetur og hlúa að ólíkum verkefnum.“ 'Eins og áður segir þurfa ungmennin að vera fædd á árunum 2003 til 2008. Umsækjendur skulu skrifa stutt kynningarbréf, hálf til ein síða, og taka fram af hverju þau vilji vera með í Litlu systur. Umsóknir skal senda á litlasystir@reykjavikdancefestival.is fyrir 12. september. „Haft verður samband við alla umsækjendur og allir boðaðir í stutt viðtöl og í framhaldi af því verður Litla systir skipuð,“ segir Ásrún. „Litla systir eiga að vera ungmenni sem vilja verða listamenn, halda listviðburði, sýningarstjórar, stjórnmálafólk eða ungir aktívistar sem vilja breyta heiminum með list. Litla systir á að geta gengið í öll þau störf sem fylgja því að skapa öflugt menningarlíf.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Dans Leikhús Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Sjá meira