Sebastian Vettel kom við á Íslandi á leiðinni á Monza Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 15:55 Vettel virðir fyrir sér hreinsistöðina á Hellisheiðinni á miðvikudaginn. @sebvettelnews Formúlu 1 ökuþórinn Sebastian Vettvel var staddur á Íslandi á miðvikudag þegar starfsemi hófst í fyrstu og stærstu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum við Hellisheiðarvirkjun. Vettel, sem er mikill umhverfissinni, er á meðal fjárfesta í Orca verkefninu sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Hreinsistöðin fangar fjögur þúsund tonn af koltvísýring úr andrúmsloftinu á ári og fargar því neðanjarðar. Forsvarsmenn verkefnsins tjáðu fréttastofu á miðvikudag að þetta væri ekki töfralausnin við loftslagsvandanum. Sebastian Vettel hefur verið sigursæll á formúlubrautinni í gegnum tíðina og varð heimsmeistari fjögur ár í röð frá 2010-2013.Nordic Photos/Getty Images „En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ sagði Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks. „Við megum engan tíma að missa,“ segir Vettel sem skrifar um heimsókn sína á heimasíðu sinni. Um sé að ræða mikilvægt tól til að nota í baráttunni við loftslagsvandann. Vettel gerir mörg samfélagsmál að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þar berst hann gegn því að fólk fleygi rusli á víðavangi, minnir á mikilvægi býflugnanna og styður hinsegin fólk í réttindabaráttu sinni. https://twitter.com/sebvettelnews/status/1435957012320243713 Næsti formúlukappakstur fer fram á Monza brautinni á Ítalíu. Vettel ekur fyrir Aston Martin Mercedes og situr í tólfta sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen hjá Red Bull Racing Honda er efstur með 224,5 stig. Formúla Orkumál Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Íslandsvinir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Vettel, sem er mikill umhverfissinni, er á meðal fjárfesta í Orca verkefninu sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Hreinsistöðin fangar fjögur þúsund tonn af koltvísýring úr andrúmsloftinu á ári og fargar því neðanjarðar. Forsvarsmenn verkefnsins tjáðu fréttastofu á miðvikudag að þetta væri ekki töfralausnin við loftslagsvandanum. Sebastian Vettel hefur verið sigursæll á formúlubrautinni í gegnum tíðina og varð heimsmeistari fjögur ár í röð frá 2010-2013.Nordic Photos/Getty Images „En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ sagði Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks. „Við megum engan tíma að missa,“ segir Vettel sem skrifar um heimsókn sína á heimasíðu sinni. Um sé að ræða mikilvægt tól til að nota í baráttunni við loftslagsvandann. Vettel gerir mörg samfélagsmál að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þar berst hann gegn því að fólk fleygi rusli á víðavangi, minnir á mikilvægi býflugnanna og styður hinsegin fólk í réttindabaráttu sinni. https://twitter.com/sebvettelnews/status/1435957012320243713 Næsti formúlukappakstur fer fram á Monza brautinni á Ítalíu. Vettel ekur fyrir Aston Martin Mercedes og situr í tólfta sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen hjá Red Bull Racing Honda er efstur með 224,5 stig.
Formúla Orkumál Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Íslandsvinir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira