Hólmurum fjölgar hratt: „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2021 21:38 Kristjón Daðason er ánægður með lífið í Stykkishólmi. Vísir. Íbúum í Stykkishólmi hefur fjölgað um ríflega hundrað á síðustu fjórum árum, og munar þar mest um barnafjölskyldur. Aðfluttur fjölskyldufaðir í bænum segist njóta lífsins mun betur í kyrrðinni. Íbúar eru nú 1.208 talsins en voru 1.109 árið 2016 og 1.091 árið 2014. Ungt fólk er þar í miklum mæli og ráðast þurfti í umfangsmiklar framkvæmdir á leikskólanum til þess að mæta auknum nemendafjölda. Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi, segist líka eiga von á frekari fjölgun þar. „Við munum finna fyrir því á næstu árum vegna þess að leikskólinn er alveg sprunginn og það er verið að byggja við hann,” segir Berglind. „Ég myndi segja að við þurfum stærri skóla innan einhvers tíma.” Kyrrðin og áhyggjuleysið er aðdráttarafl Kristjón Daðason er einn þeirra sem nýverið settist að í Stykkishólmi, en það var kyrrðin og áhyggjuleysið sem dró hann þangað. „Ég var búin að vinna í átta ár í Reykjavík og Mosfellsbæ eftir að ég lauk námi í Danmörku og mikil vinna til að hafa í sig og á í Reykjavík og ég var að vinna 160 prósent vinnu, að minnsta kosti, þau ár sem ég var þarna og langaði aðeins að eiga rólegra líf,“ segir Kristjón. Hann viðurkennir að hafa þurft að sannfæra fjölskylduna til að flytja út á land. „Það er erfiðast að sannfæra konuna en eftir eitt sumarið vorum við hér með litla strákinn okkar. Hann fékk bara að leika sér. Eftir þá viku var hún bara til í að flytja,“ segir Kristjón. Og þau sjá ekkert eftir því. „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum.“ Byggðamál Skóla - og menntamál Stykkishólmur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Íbúar eru nú 1.208 talsins en voru 1.109 árið 2016 og 1.091 árið 2014. Ungt fólk er þar í miklum mæli og ráðast þurfti í umfangsmiklar framkvæmdir á leikskólanum til þess að mæta auknum nemendafjölda. Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi, segist líka eiga von á frekari fjölgun þar. „Við munum finna fyrir því á næstu árum vegna þess að leikskólinn er alveg sprunginn og það er verið að byggja við hann,” segir Berglind. „Ég myndi segja að við þurfum stærri skóla innan einhvers tíma.” Kyrrðin og áhyggjuleysið er aðdráttarafl Kristjón Daðason er einn þeirra sem nýverið settist að í Stykkishólmi, en það var kyrrðin og áhyggjuleysið sem dró hann þangað. „Ég var búin að vinna í átta ár í Reykjavík og Mosfellsbæ eftir að ég lauk námi í Danmörku og mikil vinna til að hafa í sig og á í Reykjavík og ég var að vinna 160 prósent vinnu, að minnsta kosti, þau ár sem ég var þarna og langaði aðeins að eiga rólegra líf,“ segir Kristjón. Hann viðurkennir að hafa þurft að sannfæra fjölskylduna til að flytja út á land. „Það er erfiðast að sannfæra konuna en eftir eitt sumarið vorum við hér með litla strákinn okkar. Hann fékk bara að leika sér. Eftir þá viku var hún bara til í að flytja,“ segir Kristjón. Og þau sjá ekkert eftir því. „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum.“
Byggðamál Skóla - og menntamál Stykkishólmur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira