Umhugsunarverð einkunnagjöf Sigþrúður Ármann skrifar 12. september 2021 16:31 Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins. Ég fékk þann heiður að taka á móti einkunnarspjaldinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var full tilhlökkunar. Aftur á móti varð ég strax hugsi um aðferðafræðina og þegar farið var að skoða upphaflega niðurstöðu flokksins varð strax ljóst að mistök hefðu átt sér stað. Ekki nóg að lofa, það þarf líka að framkvæma Í einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna er eingöngu tekið mið af stefnuskrám flokkanna. Það væri hins vegar athugunar virði að gefa flokkunum einnig kost á að rökstyðja með hvaða hætti þeir hafa staðið fyrir raunverulegum aðgerðum sem samræmast mælikvörðunum sem lagt er upp með. Með öðrum orðum, hvort flokkarnir hafi látið verkin tala, til dæmis með lagafrumvörpum, þingályktunartillögum eða stuðningi við slíkar tillögur í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Til samanburðar myndi það ólíklega teljast fullnægjandi að frammistaða fyrirtækja í umhverfismálum væri eingöngu metin út frá umhverfisstefnu þeirra. Líta þyrfti til þess hvað fyrirtæki hafa gert í reynd, hvaða árangri þau hafa raunverulega náð. Metnaðarfull markmið Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða í heiminum. Þetta metnaðarfulla markmið er ekki að finna sem mælikvarða í prófi Ungra Umhverfissinna. Markmið Sjálfstæðisflokksins gengur því lengra en markmið Ungra Umhverfissinna sem er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með þingsályktun Þórdísar Kolbrúnar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og orkumálaráðherra, um aðgerðaáætlun í orkuskiptum. Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu var kynnt í vetur og byrjað er að vinna eftir henni af fullum krafti. Orkusjóður styður við fjölmörg orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Til viðbótar má nefna vinnu orkumálaráðherra við „Græna dregilinn“ og stóraukinn stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um og hefur m.a. nýst grænum verkefnum. Þá má nefna frumvarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem varð að lögum í vor um skattalega hvata (stuðning) fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í grænum lausnum og orkuskiptum. Frumvarpið er mikið framfaramál. Í einkunn Ungra Umhverfissina fær Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar núll stig fyrir stuðning í nýsköpum í tæknilausnum kolefnisföngunar og bindingar. Nefna mætti fleiri dæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sannmælis í mati Ungra Umhverfissinna. Áfram, gakk! Það myndi bæði dýpka og bæta einkunnagjöf þeirra sem láta sig málaflokkinn varða að taka tillit til þess sem flokkarnir hafa gert, þess sem þeir hafa sýnt í verki, í stað þess að horfa eingöngu á það sem þeir segjast ætla að gera í misjafnlega ítarlegum kosningastefnuskrám. Vart þarf að ítreka að það er langur vegur milli þess að skrifa löng orð á blað og að ráðast í raunverulegar aðgerðir. Með slíku aðhaldi þyrftu flokkarnir að svara enn betur fyrir aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi í þeim mikilvægu málaflokkum sem umhverfis- og loftlagsmál eru og kjósendur gætu enn frekar glöggvað sig á raunverulegum áherslum stjórnmálaflokkanna, jafnt í orði sem í verki. Ég fagna frumkvæði Ungra Umhverfissinna og hvet þau áfram til góðra verka. Áfram, gakk! Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Sigþrúður Ármann Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins. Ég fékk þann heiður að taka á móti einkunnarspjaldinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var full tilhlökkunar. Aftur á móti varð ég strax hugsi um aðferðafræðina og þegar farið var að skoða upphaflega niðurstöðu flokksins varð strax ljóst að mistök hefðu átt sér stað. Ekki nóg að lofa, það þarf líka að framkvæma Í einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna er eingöngu tekið mið af stefnuskrám flokkanna. Það væri hins vegar athugunar virði að gefa flokkunum einnig kost á að rökstyðja með hvaða hætti þeir hafa staðið fyrir raunverulegum aðgerðum sem samræmast mælikvörðunum sem lagt er upp með. Með öðrum orðum, hvort flokkarnir hafi látið verkin tala, til dæmis með lagafrumvörpum, þingályktunartillögum eða stuðningi við slíkar tillögur í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Til samanburðar myndi það ólíklega teljast fullnægjandi að frammistaða fyrirtækja í umhverfismálum væri eingöngu metin út frá umhverfisstefnu þeirra. Líta þyrfti til þess hvað fyrirtæki hafa gert í reynd, hvaða árangri þau hafa raunverulega náð. Metnaðarfull markmið Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða í heiminum. Þetta metnaðarfulla markmið er ekki að finna sem mælikvarða í prófi Ungra Umhverfissinna. Markmið Sjálfstæðisflokksins gengur því lengra en markmið Ungra Umhverfissinna sem er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með þingsályktun Þórdísar Kolbrúnar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og orkumálaráðherra, um aðgerðaáætlun í orkuskiptum. Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu var kynnt í vetur og byrjað er að vinna eftir henni af fullum krafti. Orkusjóður styður við fjölmörg orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Til viðbótar má nefna vinnu orkumálaráðherra við „Græna dregilinn“ og stóraukinn stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um og hefur m.a. nýst grænum verkefnum. Þá má nefna frumvarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem varð að lögum í vor um skattalega hvata (stuðning) fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í grænum lausnum og orkuskiptum. Frumvarpið er mikið framfaramál. Í einkunn Ungra Umhverfissina fær Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar núll stig fyrir stuðning í nýsköpum í tæknilausnum kolefnisföngunar og bindingar. Nefna mætti fleiri dæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sannmælis í mati Ungra Umhverfissinna. Áfram, gakk! Það myndi bæði dýpka og bæta einkunnagjöf þeirra sem láta sig málaflokkinn varða að taka tillit til þess sem flokkarnir hafa gert, þess sem þeir hafa sýnt í verki, í stað þess að horfa eingöngu á það sem þeir segjast ætla að gera í misjafnlega ítarlegum kosningastefnuskrám. Vart þarf að ítreka að það er langur vegur milli þess að skrifa löng orð á blað og að ráðast í raunverulegar aðgerðir. Með slíku aðhaldi þyrftu flokkarnir að svara enn betur fyrir aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi í þeim mikilvægu málaflokkum sem umhverfis- og loftlagsmál eru og kjósendur gætu enn frekar glöggvað sig á raunverulegum áherslum stjórnmálaflokkanna, jafnt í orði sem í verki. Ég fagna frumkvæði Ungra Umhverfissinna og hvet þau áfram til góðra verka. Áfram, gakk! Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar