Örlög ríkisstjóra Kaliforníu ráðast á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2021 09:49 Gavin Newsom berst nú fyrir pólitískri framtíð sinni. Atkvæðagreiðslan í Kaliforníu er aðeins sú fjórða sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. AP/Ringo H.W. Chiu Kosningu um hvort að Gavin Newsom verði settur af sem ríkisstjóri Kaliforníu lýkur á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að Newsom haldi embættinu en 46 manns sem vilja taka við af honum eru á kjörseðlinum. Andstæðingum frjálslynda demókratans Newsom tókst að safna nægilegum fjölda undirskrifta til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um að setja hann af sem ríkisstjóra. Upphaflega voru þeir andsnúnir stefnu ríkisstjórans í skatta- og innflytjendamálum en eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst beindu þeir spjótum sínum að hörðum sóttvarnaaðgerðum í Kaliforníu. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun. Meðaltal skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um bendir til þess að Newsom haldi embættinu. Rúm 56% styðja að hann haldi áfram en 41,6% vilja hann burt. Fari svo að meirihluti kjósenda velji að sparka Newsom úr ríkisstjórastólnum hafa þeir úr 46 frambjóðendum að velja til að taka við af honum. Fremstur í flokki fer repúblikaninn Larry Elder. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði vinnur, jafnvel þó að það sé vel innan við helmingur atkvæða. Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að taka þátt í baráttufundi fyrir Newsom á Long Beach við Los Angeles í kvöld. Larry Elder með Rose McGowan á blaðamannafundi í gær. Leikkonan hefur verið framarlega í flokki í Me Too-byltingunni en hún sakar eiginkonu ríkisstjórans um að reyna að þagga niður í sér.AP/Damian Dovarganes Sakar eiginkonu Newsom um að biðja sig um að þegja um brot Weinstein Elder, sem er svartur íhaldssamur útvarpsmaður, hefur teflt fram leikkonunni Rose McGowan í kosningabaráttunni sinni. Hún var ein fyrsta leikkonan til að saka Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, um kynferðisofbeldi sem varð upphafið að svonefndri Me Too-bylgju sem hefur farið um heiminn. McGowan sakar Jennifer Siebel Newsom, eiginkonu ríkisstjórans, um að hafa reynt að fá sig til að þegja um brot Weinstein árið 2017. Weinstein hafði um árabil safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Siebel Newsom hefur lýst ásökunum McGowan sem algerum tilbúningi, að sögn AP-fréttastofunnar. Gömul og umdeild ummæli Elder í útvarpsþáttum og blaðagreinum hafa verið rifjuð upp í kosningabaráttunni. Hann hefur meðal annars sagt að blökkumenn ýki umfang rasisma og að konur viti minna um stjórnmál en karlar. Þá vill hann leyfa vinnuveitendum að spyrja konur hvort þær ætli sér að eignast börn. Bandaríkin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Andstæðingum frjálslynda demókratans Newsom tókst að safna nægilegum fjölda undirskrifta til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um að setja hann af sem ríkisstjóra. Upphaflega voru þeir andsnúnir stefnu ríkisstjórans í skatta- og innflytjendamálum en eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst beindu þeir spjótum sínum að hörðum sóttvarnaaðgerðum í Kaliforníu. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun. Meðaltal skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um bendir til þess að Newsom haldi embættinu. Rúm 56% styðja að hann haldi áfram en 41,6% vilja hann burt. Fari svo að meirihluti kjósenda velji að sparka Newsom úr ríkisstjórastólnum hafa þeir úr 46 frambjóðendum að velja til að taka við af honum. Fremstur í flokki fer repúblikaninn Larry Elder. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði vinnur, jafnvel þó að það sé vel innan við helmingur atkvæða. Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að taka þátt í baráttufundi fyrir Newsom á Long Beach við Los Angeles í kvöld. Larry Elder með Rose McGowan á blaðamannafundi í gær. Leikkonan hefur verið framarlega í flokki í Me Too-byltingunni en hún sakar eiginkonu ríkisstjórans um að reyna að þagga niður í sér.AP/Damian Dovarganes Sakar eiginkonu Newsom um að biðja sig um að þegja um brot Weinstein Elder, sem er svartur íhaldssamur útvarpsmaður, hefur teflt fram leikkonunni Rose McGowan í kosningabaráttunni sinni. Hún var ein fyrsta leikkonan til að saka Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, um kynferðisofbeldi sem varð upphafið að svonefndri Me Too-bylgju sem hefur farið um heiminn. McGowan sakar Jennifer Siebel Newsom, eiginkonu ríkisstjórans, um að hafa reynt að fá sig til að þegja um brot Weinstein árið 2017. Weinstein hafði um árabil safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Siebel Newsom hefur lýst ásökunum McGowan sem algerum tilbúningi, að sögn AP-fréttastofunnar. Gömul og umdeild ummæli Elder í útvarpsþáttum og blaðagreinum hafa verið rifjuð upp í kosningabaráttunni. Hann hefur meðal annars sagt að blökkumenn ýki umfang rasisma og að konur viti minna um stjórnmál en karlar. Þá vill hann leyfa vinnuveitendum að spyrja konur hvort þær ætli sér að eignast börn.
Bandaríkin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira