Að byrgja brunn ... Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson skrifa 13. september 2021 12:01 Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti. Það eitt að geta leitað til sálfræðings án þess að setja heimilisbókhaldið á hliðina getur varnað því að einstaklingur þrói með sér kvíða og þunglyndi og þannig aukið á vanda viðkomandi, löngu áður en horft er til ADHD eða annara raskana sem hinn raunverulega orsakavald. Ef til kemur, verður eftirleikurinn jafnframt mun auðveldari og styttra í að viðkomandi taki flugið á eigin forsendum. Þetta á við um börn og einstaklinga sem greinast á fullorðinsárum. Munurinn er sá að eftir 18 ára aldur hefur sálfræðiþjónusta hingað til ekki fallið undir kostnaðþátttöku Sjúkratrygginga. ADHD samtökin hafa lengi bent á þennan hnökra í kerfinu. Um miðjan síðasta áratug settu samtökin verkefnið í öndvegi, enda um sjálfsagðan hluta af heilsugæslu að ræða, sem jafnframt geti dragi úr þörf fyrir frekari meðferð. Sama hvort litið sé til ADHD eða annara raskana og sjúkdóma. Á síðasta ári samþykkti loks Alþingi að svo skildi verða, en heldur lítið virðist vera um efndir. Reyndar, til að gæta allrar sanngirni birtist á vordögum 2021 auglýsing frá Sjúkratryggingum þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á semsagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Eða í besta falli einhver 5-10% af [van-] áætlaðri þörf. Hér væri nær að stjórnvöld hlusti á rök sérfræðinga í þessum málum, s.s. geðlækna og sálfræðinga. Besta leiðin til að lækka kostnað til lengri tíma litið, er einfaldlega að útrýma biðlistum með því að tryggja faglegt inngrip sem fyrst. Þessi orð eru sett fram í nafni ADHD samtakanna, hvers skjólstæðingar telja eitthvað um 20.000. Kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu snertir þó mun stærri hóp og því má öllu þenkjandi fólki vera ljóst að rétt framkvæmd muni skipta sköpum fyrir samfélagið allt. Þess vegna skora ADHD samtökin á frambjóðendur allra flokka til Alþingis haustið 2021 að taka á þessu þverpóltíska máli af staðfestu. Byrgja brunninn áður en stór hluti þjóðarinna fellur í hann. Fyrir hönd ADHD samtakanna, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti. Það eitt að geta leitað til sálfræðings án þess að setja heimilisbókhaldið á hliðina getur varnað því að einstaklingur þrói með sér kvíða og þunglyndi og þannig aukið á vanda viðkomandi, löngu áður en horft er til ADHD eða annara raskana sem hinn raunverulega orsakavald. Ef til kemur, verður eftirleikurinn jafnframt mun auðveldari og styttra í að viðkomandi taki flugið á eigin forsendum. Þetta á við um börn og einstaklinga sem greinast á fullorðinsárum. Munurinn er sá að eftir 18 ára aldur hefur sálfræðiþjónusta hingað til ekki fallið undir kostnaðþátttöku Sjúkratrygginga. ADHD samtökin hafa lengi bent á þennan hnökra í kerfinu. Um miðjan síðasta áratug settu samtökin verkefnið í öndvegi, enda um sjálfsagðan hluta af heilsugæslu að ræða, sem jafnframt geti dragi úr þörf fyrir frekari meðferð. Sama hvort litið sé til ADHD eða annara raskana og sjúkdóma. Á síðasta ári samþykkti loks Alþingi að svo skildi verða, en heldur lítið virðist vera um efndir. Reyndar, til að gæta allrar sanngirni birtist á vordögum 2021 auglýsing frá Sjúkratryggingum þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á semsagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Eða í besta falli einhver 5-10% af [van-] áætlaðri þörf. Hér væri nær að stjórnvöld hlusti á rök sérfræðinga í þessum málum, s.s. geðlækna og sálfræðinga. Besta leiðin til að lækka kostnað til lengri tíma litið, er einfaldlega að útrýma biðlistum með því að tryggja faglegt inngrip sem fyrst. Þessi orð eru sett fram í nafni ADHD samtakanna, hvers skjólstæðingar telja eitthvað um 20.000. Kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu snertir þó mun stærri hóp og því má öllu þenkjandi fólki vera ljóst að rétt framkvæmd muni skipta sköpum fyrir samfélagið allt. Þess vegna skora ADHD samtökin á frambjóðendur allra flokka til Alþingis haustið 2021 að taka á þessu þverpóltíska máli af staðfestu. Byrgja brunninn áður en stór hluti þjóðarinna fellur í hann. Fyrir hönd ADHD samtakanna, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar