Þú þarft víst barnabætur! Dagbjört Hákonardóttir skrifar 14. september 2021 10:01 Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag. Þegar mamma fór í fæðingarorlof 1988 missti ég plássið mitt. Leikskólinn var þrátt fyrir allt hugsaður sem geymslustaður í augum stjórnvalda, ekki sem sjálfsögð menntastofnun. Leikskólapláss buðust almennt ekki börnum nema ef foreldrarnir væru einstæðir eða í námi, nú eða þá í gegnum tengslanetið. Ástæða þess að ekki voru til leikskólar í hverju hverfi var sáraeinföld: kostnaðurinn þótti of mikill. Leikskólabyltingin sem heppnaðist Við þekkjum svo gang sögunnar. Reykjavíkurborg stóð fyrir byltingu í leikskólamálum undir forystu félagshyggjufólks. Daglöng leikskólavist skyldi bjóðast öllum börnum, og við það hefur verið staðið. Önnur sveitarfélög fylgdu síðan á eftir. Í dag eru flestir leikskólar reknir af hinu opinbera og með nær hverju barni á einkareknum skóla fylgir fjárframlag frá sveitarfélagi. Sá hægrimaður sem er mótfallinn íslenska dagvistunarkerfinu fyrirfinnst varla lengur. 94% foreldra leikskólabarna voru ánægð með leikskóla barns síns samkvæmt viðhorfskönnun í Reykjavíkurborg í mars 2021. Tilhugsunin um að einhver legði til að einkavæða þessa almannaþjónustu í dag er fjarstæðukennd. Millistéttin ber þungar byrðar Það er vert að rifja upp baráttu og afrek félagshyggjufólks fyrir leikskólakerfinu í tengslum við umræðu sem nú á sér stað vegna tillögu Samfylkingarinnar um gerbreytt barnabótakerfi á Íslandi. Í dag eru barnabætur í raun fátæktarstyrkur og afar lágtekjumiðaðar, en bæturnar byrja að skerðast ef árstekjur fara yfir 3.900.000 kr., eða 325.000 kr. á mánuði. Það þýðir að vísitölufjölskylda með venjulegar meðaltekjur en gífurlegar skuldbindingar í formi fasteignalána, námslána að ótöldum öllum þeim útgjöldum sem fylgja því að eiga börn, fær ekki sama stuðning og fólk í sömu stöðu í Norðurlöndunum. 924.000 kr. á ári? Meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, mun með kerfisbreytingunum sem Samfylkingin leggur til fá því sem nemur um 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Raunveruleg og tímabær kerfisbylting Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér raunverulega byltingu fyrir fjárhag venjulegra barnafjölskyldna á Íslandi og munu gagnast börnum beint. Sömu rök eru að baki almennum barnabótum og íslenska leikskólakerfinu: Barnafjölskyldur þurfa á þessum stuðningi að halda. Þetta er skattaafsláttur til barnafólks og er umfram allt mjög skynsamleg meðferð á almannafé sem er felur í sér útfærða og fjármagnaða leið af hálfu Samfylkingarinnar. Efasemdaraddir sem telja barnabætur til peningasóunar minna of vel á við það sem haft verður eftir andstæðingum íslenskra leikskólakerfisins fyrir þrjátíu árum. Þegar barnabætur hafa verið innleiddar að norrænni fyrirmynd hér á landi undir forystu Samfylkingarinnar, munum við aldrei vilja snúa til baka. Höfundur er lögfræðingur og vísitölufjölskyldukona, og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Börn og uppeldi Vinnumarkaður Félagsmál Samfylkingin Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag. Þegar mamma fór í fæðingarorlof 1988 missti ég plássið mitt. Leikskólinn var þrátt fyrir allt hugsaður sem geymslustaður í augum stjórnvalda, ekki sem sjálfsögð menntastofnun. Leikskólapláss buðust almennt ekki börnum nema ef foreldrarnir væru einstæðir eða í námi, nú eða þá í gegnum tengslanetið. Ástæða þess að ekki voru til leikskólar í hverju hverfi var sáraeinföld: kostnaðurinn þótti of mikill. Leikskólabyltingin sem heppnaðist Við þekkjum svo gang sögunnar. Reykjavíkurborg stóð fyrir byltingu í leikskólamálum undir forystu félagshyggjufólks. Daglöng leikskólavist skyldi bjóðast öllum börnum, og við það hefur verið staðið. Önnur sveitarfélög fylgdu síðan á eftir. Í dag eru flestir leikskólar reknir af hinu opinbera og með nær hverju barni á einkareknum skóla fylgir fjárframlag frá sveitarfélagi. Sá hægrimaður sem er mótfallinn íslenska dagvistunarkerfinu fyrirfinnst varla lengur. 94% foreldra leikskólabarna voru ánægð með leikskóla barns síns samkvæmt viðhorfskönnun í Reykjavíkurborg í mars 2021. Tilhugsunin um að einhver legði til að einkavæða þessa almannaþjónustu í dag er fjarstæðukennd. Millistéttin ber þungar byrðar Það er vert að rifja upp baráttu og afrek félagshyggjufólks fyrir leikskólakerfinu í tengslum við umræðu sem nú á sér stað vegna tillögu Samfylkingarinnar um gerbreytt barnabótakerfi á Íslandi. Í dag eru barnabætur í raun fátæktarstyrkur og afar lágtekjumiðaðar, en bæturnar byrja að skerðast ef árstekjur fara yfir 3.900.000 kr., eða 325.000 kr. á mánuði. Það þýðir að vísitölufjölskylda með venjulegar meðaltekjur en gífurlegar skuldbindingar í formi fasteignalána, námslána að ótöldum öllum þeim útgjöldum sem fylgja því að eiga börn, fær ekki sama stuðning og fólk í sömu stöðu í Norðurlöndunum. 924.000 kr. á ári? Meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, mun með kerfisbreytingunum sem Samfylkingin leggur til fá því sem nemur um 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Raunveruleg og tímabær kerfisbylting Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér raunverulega byltingu fyrir fjárhag venjulegra barnafjölskyldna á Íslandi og munu gagnast börnum beint. Sömu rök eru að baki almennum barnabótum og íslenska leikskólakerfinu: Barnafjölskyldur þurfa á þessum stuðningi að halda. Þetta er skattaafsláttur til barnafólks og er umfram allt mjög skynsamleg meðferð á almannafé sem er felur í sér útfærða og fjármagnaða leið af hálfu Samfylkingarinnar. Efasemdaraddir sem telja barnabætur til peningasóunar minna of vel á við það sem haft verður eftir andstæðingum íslenskra leikskólakerfisins fyrir þrjátíu árum. Þegar barnabætur hafa verið innleiddar að norrænni fyrirmynd hér á landi undir forystu Samfylkingarinnar, munum við aldrei vilja snúa til baka. Höfundur er lögfræðingur og vísitölufjölskyldukona, og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun