Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 12:09 Öryggisgirðing hefur verið reist utan um bandaríska þinghúsið, Capitol, í Washington í aðdraganda boðaðra mótmæla í dag. Óvist er hvernig mæting verður, en lögregla teflir ekki á tvær hættur eftir áhlaupið sem stuðningsfólk Donalds Trump gerði á þinghúsið í janúar síðastliðnum. Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. Þá réðust þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump, þáverandi fráfarandi Bandaríkjaforseta, til áhlaups og inngöngu í þinghúsið. Í róstunum slösuðust fjölmargir lögreglumenn og einn mótmælandi var skotinn til bana. Degi síðar lést einn lögreglumaður, en síðan þá hafa fjórir lögreglumenn sem tóku þátt í vörnum þinghússins svipt sig lífi. Alls hafa rúmlega 600 manns verið ákærð í málinu og 63 sitja inni, en skipuleggjandi samkomunnar starfaði á sínum tíma fyrir framboð Trumps. Leyfi til mótmælanna tekur til 700 manns, en óvíst er hvernig mæting verður. Þingmenn repúblikana og annað forystufólk af hægri væng stjórnmálasviðsins í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr uppákomunni og halda margir því fram að mótmælin séu sviðsett af yfirvöldum til að koma höndum yfir rósturseggi frá áhlaupinu í janúar. Líklegra þykir að til átaka komi ef hópur fólks af öndverðum pólitískum meiði kemur saman til andmæla á sama stað. Hvað öllu líður vilja löggæsluyfirvöld ekki tefla á tvær hættur að þessu sinni, eftir harða gagnrýni í kringum atburðina í janúar og hafa meðal annars reist rúmlega 2ja metra háa girðingu umhverfis þinghúsið. „Við munum ekki umbera nokkuð ofbeldi eða nokkurs konar lögbrot,“ hefur AP eftir Tom Manger lögreglustjóra þinghúslögreglunnar. „Almenningur og þingmenn reiða sig á okkur við að vernda húsið og ég er viss um að aðgerðir okkar munu tryggja það.“ Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Þá réðust þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump, þáverandi fráfarandi Bandaríkjaforseta, til áhlaups og inngöngu í þinghúsið. Í róstunum slösuðust fjölmargir lögreglumenn og einn mótmælandi var skotinn til bana. Degi síðar lést einn lögreglumaður, en síðan þá hafa fjórir lögreglumenn sem tóku þátt í vörnum þinghússins svipt sig lífi. Alls hafa rúmlega 600 manns verið ákærð í málinu og 63 sitja inni, en skipuleggjandi samkomunnar starfaði á sínum tíma fyrir framboð Trumps. Leyfi til mótmælanna tekur til 700 manns, en óvíst er hvernig mæting verður. Þingmenn repúblikana og annað forystufólk af hægri væng stjórnmálasviðsins í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr uppákomunni og halda margir því fram að mótmælin séu sviðsett af yfirvöldum til að koma höndum yfir rósturseggi frá áhlaupinu í janúar. Líklegra þykir að til átaka komi ef hópur fólks af öndverðum pólitískum meiði kemur saman til andmæla á sama stað. Hvað öllu líður vilja löggæsluyfirvöld ekki tefla á tvær hættur að þessu sinni, eftir harða gagnrýni í kringum atburðina í janúar og hafa meðal annars reist rúmlega 2ja metra háa girðingu umhverfis þinghúsið. „Við munum ekki umbera nokkuð ofbeldi eða nokkurs konar lögbrot,“ hefur AP eftir Tom Manger lögreglustjóra þinghúslögreglunnar. „Almenningur og þingmenn reiða sig á okkur við að vernda húsið og ég er viss um að aðgerðir okkar munu tryggja það.“
Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira